Telur ákæruna byggða á misskilningi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2015 16:41 Björk Þórarinsdóttir mætir til leiks í héraðsdómi í morgun. Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjasviðs Kaupþings og nefndarmaður í lánanefnd Kaupþings-samstæðunnar, var sú seinasta af ákærðu til að gefa skýrslu í markaðsmisnotkunarmálinu í dag. Hún er ákærð fyrir aðkomu sína að einni lánveitingu til eignarhaldsfélagsins Holt í september 2008. Lánið var veitt vegna hlutabréfakaupa félagsins í bankanum. Er henni gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem lánanefndarmaður, farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fé bankans í verulega hættu vegna lánsins til Holt, að því er segir í ákæru. Ákæran var reiðarslag Björk byrjaði á því að ávarpa dóminn og sagði meðal annars: „Ákæran var reiðarslag og vekur undrun því ég tel hana byggða á misskilningi. Ég er ákærð fyrir að hafa farið út fyrir heimildir mínar en þegar betur er að gáð hafði lánanefnd samstæðunnar ekki heimild til að samþykkja lánið til Holt, enda vísaði hún láninu til lánanefndar stjórnar.” Þá sagði hún starfsmenn fyrirtækjasviðs sem komu að útlánum hafi ekki haft neinar heimildir til að veita lán. „Var ég í aðstöðu til að skuldbinda Kaupþing með lánveitingunni til Holt í september 2008? Lánanefnd stjórnar gat bara veitt umrætt lán, ekki lánanefnd samstæðu sem ég sat í. Ég gat því hvorki skuldbundið Kaupþing né misnotað aðstöðu mína. [...] Ég hafna ákærunni og tel mig saklausa af refsiverðri háttsemi.” Lánið til Holt afgreitt í samræmi við reglur Fram kom í máli Bjarkar þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði hana út í ákæruna að hún hafi aldrei dregið reglubók bankans vegna útlána í efa. Hún sagði að lánið til Holt hefði verið afgreitt í samræmi við reglur bankans og samþykkt af þar tilbærri lánanefnd. Björn bar þá undir hana tölvupóst sem Rúnar Magni Jónsson, viðskiptastjóri á lánasviðið Kaupþings, sendi Björk og yfirmanni hennar, Bjarka Diego, sem einnig er ákærður í málinu, þann 18. september 2008, sama dag og lánanefnd samstæðunnar vísaði láninu til lánanefndar stjórnar. „Nú eru viðskipti Holt Investment á gjalddaga á morgun. Gefið þið samþykki fyrir því að þetta sé greitt út þrátt fyrir að það eigi eftir að bóka þetta á BCC [Board Credit Committe]?” Ráðfærði sig við Bjarka Björk svaraði póstinum daginn eftir og sagðist samþykkja þetta fyrir sitt leyti. Spurð út í þetta samþykki sitt sagði Björk: „Ég tel mig hafa haft þær upplýsingar að lánanefnd stjórnar væri búin að samþykkja þetta milli funda og að það yrði bókað á næsta fundi nefndarinnar.” Aðspurð hvaðan hún hefði þær upplýsingar sagði hún: „Ég ráðfærði mig við Bjarka, minn yfirmann, og tel að hann sé með þær upplýsingar að lánanefnd stjórnar sé þessu samþykk.” Skýrslutöku yfir Björk lauk laust eftir klukkan 15 í dag. Þar með hafa níumenningarnir sem ákærðir eru í málinu allir gefið skýrslu og munu vitnaleiðslur hefjast á morgun. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjasviðs Kaupþings og nefndarmaður í lánanefnd Kaupþings-samstæðunnar, var sú seinasta af ákærðu til að gefa skýrslu í markaðsmisnotkunarmálinu í dag. Hún er ákærð fyrir aðkomu sína að einni lánveitingu til eignarhaldsfélagsins Holt í september 2008. Lánið var veitt vegna hlutabréfakaupa félagsins í bankanum. Er henni gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem lánanefndarmaður, farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fé bankans í verulega hættu vegna lánsins til Holt, að því er segir í ákæru. Ákæran var reiðarslag Björk byrjaði á því að ávarpa dóminn og sagði meðal annars: „Ákæran var reiðarslag og vekur undrun því ég tel hana byggða á misskilningi. Ég er ákærð fyrir að hafa farið út fyrir heimildir mínar en þegar betur er að gáð hafði lánanefnd samstæðunnar ekki heimild til að samþykkja lánið til Holt, enda vísaði hún láninu til lánanefndar stjórnar.” Þá sagði hún starfsmenn fyrirtækjasviðs sem komu að útlánum hafi ekki haft neinar heimildir til að veita lán. „Var ég í aðstöðu til að skuldbinda Kaupþing með lánveitingunni til Holt í september 2008? Lánanefnd stjórnar gat bara veitt umrætt lán, ekki lánanefnd samstæðu sem ég sat í. Ég gat því hvorki skuldbundið Kaupþing né misnotað aðstöðu mína. [...] Ég hafna ákærunni og tel mig saklausa af refsiverðri háttsemi.” Lánið til Holt afgreitt í samræmi við reglur Fram kom í máli Bjarkar þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði hana út í ákæruna að hún hafi aldrei dregið reglubók bankans vegna útlána í efa. Hún sagði að lánið til Holt hefði verið afgreitt í samræmi við reglur bankans og samþykkt af þar tilbærri lánanefnd. Björn bar þá undir hana tölvupóst sem Rúnar Magni Jónsson, viðskiptastjóri á lánasviðið Kaupþings, sendi Björk og yfirmanni hennar, Bjarka Diego, sem einnig er ákærður í málinu, þann 18. september 2008, sama dag og lánanefnd samstæðunnar vísaði láninu til lánanefndar stjórnar. „Nú eru viðskipti Holt Investment á gjalddaga á morgun. Gefið þið samþykki fyrir því að þetta sé greitt út þrátt fyrir að það eigi eftir að bóka þetta á BCC [Board Credit Committe]?” Ráðfærði sig við Bjarka Björk svaraði póstinum daginn eftir og sagðist samþykkja þetta fyrir sitt leyti. Spurð út í þetta samþykki sitt sagði Björk: „Ég tel mig hafa haft þær upplýsingar að lánanefnd stjórnar væri búin að samþykkja þetta milli funda og að það yrði bókað á næsta fundi nefndarinnar.” Aðspurð hvaðan hún hefði þær upplýsingar sagði hún: „Ég ráðfærði mig við Bjarka, minn yfirmann, og tel að hann sé með þær upplýsingar að lánanefnd stjórnar sé þessu samþykk.” Skýrslutöku yfir Björk lauk laust eftir klukkan 15 í dag. Þar með hafa níumenningarnir sem ákærðir eru í málinu allir gefið skýrslu og munu vitnaleiðslur hefjast á morgun.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32
Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57
Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent