Telur ákæruna byggða á misskilningi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2015 16:41 Björk Þórarinsdóttir mætir til leiks í héraðsdómi í morgun. Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjasviðs Kaupþings og nefndarmaður í lánanefnd Kaupþings-samstæðunnar, var sú seinasta af ákærðu til að gefa skýrslu í markaðsmisnotkunarmálinu í dag. Hún er ákærð fyrir aðkomu sína að einni lánveitingu til eignarhaldsfélagsins Holt í september 2008. Lánið var veitt vegna hlutabréfakaupa félagsins í bankanum. Er henni gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem lánanefndarmaður, farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fé bankans í verulega hættu vegna lánsins til Holt, að því er segir í ákæru. Ákæran var reiðarslag Björk byrjaði á því að ávarpa dóminn og sagði meðal annars: „Ákæran var reiðarslag og vekur undrun því ég tel hana byggða á misskilningi. Ég er ákærð fyrir að hafa farið út fyrir heimildir mínar en þegar betur er að gáð hafði lánanefnd samstæðunnar ekki heimild til að samþykkja lánið til Holt, enda vísaði hún láninu til lánanefndar stjórnar.” Þá sagði hún starfsmenn fyrirtækjasviðs sem komu að útlánum hafi ekki haft neinar heimildir til að veita lán. „Var ég í aðstöðu til að skuldbinda Kaupþing með lánveitingunni til Holt í september 2008? Lánanefnd stjórnar gat bara veitt umrætt lán, ekki lánanefnd samstæðu sem ég sat í. Ég gat því hvorki skuldbundið Kaupþing né misnotað aðstöðu mína. [...] Ég hafna ákærunni og tel mig saklausa af refsiverðri háttsemi.” Lánið til Holt afgreitt í samræmi við reglur Fram kom í máli Bjarkar þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði hana út í ákæruna að hún hafi aldrei dregið reglubók bankans vegna útlána í efa. Hún sagði að lánið til Holt hefði verið afgreitt í samræmi við reglur bankans og samþykkt af þar tilbærri lánanefnd. Björn bar þá undir hana tölvupóst sem Rúnar Magni Jónsson, viðskiptastjóri á lánasviðið Kaupþings, sendi Björk og yfirmanni hennar, Bjarka Diego, sem einnig er ákærður í málinu, þann 18. september 2008, sama dag og lánanefnd samstæðunnar vísaði láninu til lánanefndar stjórnar. „Nú eru viðskipti Holt Investment á gjalddaga á morgun. Gefið þið samþykki fyrir því að þetta sé greitt út þrátt fyrir að það eigi eftir að bóka þetta á BCC [Board Credit Committe]?” Ráðfærði sig við Bjarka Björk svaraði póstinum daginn eftir og sagðist samþykkja þetta fyrir sitt leyti. Spurð út í þetta samþykki sitt sagði Björk: „Ég tel mig hafa haft þær upplýsingar að lánanefnd stjórnar væri búin að samþykkja þetta milli funda og að það yrði bókað á næsta fundi nefndarinnar.” Aðspurð hvaðan hún hefði þær upplýsingar sagði hún: „Ég ráðfærði mig við Bjarka, minn yfirmann, og tel að hann sé með þær upplýsingar að lánanefnd stjórnar sé þessu samþykk.” Skýrslutöku yfir Björk lauk laust eftir klukkan 15 í dag. Þar með hafa níumenningarnir sem ákærðir eru í málinu allir gefið skýrslu og munu vitnaleiðslur hefjast á morgun. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira
Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjasviðs Kaupþings og nefndarmaður í lánanefnd Kaupþings-samstæðunnar, var sú seinasta af ákærðu til að gefa skýrslu í markaðsmisnotkunarmálinu í dag. Hún er ákærð fyrir aðkomu sína að einni lánveitingu til eignarhaldsfélagsins Holt í september 2008. Lánið var veitt vegna hlutabréfakaupa félagsins í bankanum. Er henni gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem lánanefndarmaður, farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fé bankans í verulega hættu vegna lánsins til Holt, að því er segir í ákæru. Ákæran var reiðarslag Björk byrjaði á því að ávarpa dóminn og sagði meðal annars: „Ákæran var reiðarslag og vekur undrun því ég tel hana byggða á misskilningi. Ég er ákærð fyrir að hafa farið út fyrir heimildir mínar en þegar betur er að gáð hafði lánanefnd samstæðunnar ekki heimild til að samþykkja lánið til Holt, enda vísaði hún láninu til lánanefndar stjórnar.” Þá sagði hún starfsmenn fyrirtækjasviðs sem komu að útlánum hafi ekki haft neinar heimildir til að veita lán. „Var ég í aðstöðu til að skuldbinda Kaupþing með lánveitingunni til Holt í september 2008? Lánanefnd stjórnar gat bara veitt umrætt lán, ekki lánanefnd samstæðu sem ég sat í. Ég gat því hvorki skuldbundið Kaupþing né misnotað aðstöðu mína. [...] Ég hafna ákærunni og tel mig saklausa af refsiverðri háttsemi.” Lánið til Holt afgreitt í samræmi við reglur Fram kom í máli Bjarkar þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði hana út í ákæruna að hún hafi aldrei dregið reglubók bankans vegna útlána í efa. Hún sagði að lánið til Holt hefði verið afgreitt í samræmi við reglur bankans og samþykkt af þar tilbærri lánanefnd. Björn bar þá undir hana tölvupóst sem Rúnar Magni Jónsson, viðskiptastjóri á lánasviðið Kaupþings, sendi Björk og yfirmanni hennar, Bjarka Diego, sem einnig er ákærður í málinu, þann 18. september 2008, sama dag og lánanefnd samstæðunnar vísaði láninu til lánanefndar stjórnar. „Nú eru viðskipti Holt Investment á gjalddaga á morgun. Gefið þið samþykki fyrir því að þetta sé greitt út þrátt fyrir að það eigi eftir að bóka þetta á BCC [Board Credit Committe]?” Ráðfærði sig við Bjarka Björk svaraði póstinum daginn eftir og sagðist samþykkja þetta fyrir sitt leyti. Spurð út í þetta samþykki sitt sagði Björk: „Ég tel mig hafa haft þær upplýsingar að lánanefnd stjórnar væri búin að samþykkja þetta milli funda og að það yrði bókað á næsta fundi nefndarinnar.” Aðspurð hvaðan hún hefði þær upplýsingar sagði hún: „Ég ráðfærði mig við Bjarka, minn yfirmann, og tel að hann sé með þær upplýsingar að lánanefnd stjórnar sé þessu samþykk.” Skýrslutöku yfir Björk lauk laust eftir klukkan 15 í dag. Þar með hafa níumenningarnir sem ákærðir eru í málinu allir gefið skýrslu og munu vitnaleiðslur hefjast á morgun.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira
Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32
Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57
Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00