Faðir Eurovision á Íslandi: „Ég hef verið plataður“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. maí 2015 16:34 „Ríkisútvarpið var ekki á þeim buxunum að hleypa þessari lágmenningu að,” segir Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður sem er ábyrgur fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Hann var á þeim tíma útvarpsstjóri á Rás 2 en það tók hann nokkur ár að koma því í gegn að fá að taka þátt. Þorgeir ræddi um hvernig Ísland endaði í Eurovision þegar hann mætti ásamt Siggu Beinteins í hlaðvarpsþáttinn Eurovísi. Þorgeir segir að það hafi verið mikill áhugi á meðal fólks þó að sumir hafi verið neikvæðir. „Það var gríðarleg forvitni hjá ungu fólki en þeir hinir eldri, margir hverjir, leyst ekkert á þetta því þetta kostaði, ég man ekki, eitthvað um 40 milljónir,“ segir hann. Hrafn Gunnlaugsson var á þessum tíma framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og segir Þorgeir að það hafi skipt sköpum. „Það breytti miklu því Hrafn var talsmaður sinnar kynslóðar og var framsækinn og vildi brjóta niður allskonar múra,” segir Þorgeir. „Við komum okkur saman um að fjármagna þetta með því að stela framkvæmdasjóði Sjónvarpsins,” segir hann og bætir við að Rás 2 hafi borgað 15 til 20 prósent af kostnaðinum. Miklar vonir höfðu verið gerðar til íslenska lagsins og segist Þorgeir hafa trúað því að Ísland væri að fara að vera í efstu þremur sætunum. Þegar stigagjöfin hófst segir Þorgeir að tvær grímur hafi verið farnar að renna á hann. „Ég hef verið plataður,“ segist Þorgeir hafa hugsað. „Ég spurði norðmennina, tæknimennina, hvort ég væri með bilaða skjái. Þetta gat bara ekki verið.“ Það kom svo að því að eitthvað smáríki gaf Íslandi átta stig en stigin urðu ekki mikið fleiri. „Ég kleip mig í innanvert lærið svo lítið bæri á og sagði “Héðan í frá Þorgeir læturðu aldrei plata þig“,“ segist hann hafa sagt við sjálfan sig.Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Sjá meira
„Ríkisútvarpið var ekki á þeim buxunum að hleypa þessari lágmenningu að,” segir Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður sem er ábyrgur fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Hann var á þeim tíma útvarpsstjóri á Rás 2 en það tók hann nokkur ár að koma því í gegn að fá að taka þátt. Þorgeir ræddi um hvernig Ísland endaði í Eurovision þegar hann mætti ásamt Siggu Beinteins í hlaðvarpsþáttinn Eurovísi. Þorgeir segir að það hafi verið mikill áhugi á meðal fólks þó að sumir hafi verið neikvæðir. „Það var gríðarleg forvitni hjá ungu fólki en þeir hinir eldri, margir hverjir, leyst ekkert á þetta því þetta kostaði, ég man ekki, eitthvað um 40 milljónir,“ segir hann. Hrafn Gunnlaugsson var á þessum tíma framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og segir Þorgeir að það hafi skipt sköpum. „Það breytti miklu því Hrafn var talsmaður sinnar kynslóðar og var framsækinn og vildi brjóta niður allskonar múra,” segir Þorgeir. „Við komum okkur saman um að fjármagna þetta með því að stela framkvæmdasjóði Sjónvarpsins,” segir hann og bætir við að Rás 2 hafi borgað 15 til 20 prósent af kostnaðinum. Miklar vonir höfðu verið gerðar til íslenska lagsins og segist Þorgeir hafa trúað því að Ísland væri að fara að vera í efstu þremur sætunum. Þegar stigagjöfin hófst segir Þorgeir að tvær grímur hafi verið farnar að renna á hann. „Ég hef verið plataður,“ segist Þorgeir hafa hugsað. „Ég spurði norðmennina, tæknimennina, hvort ég væri með bilaða skjái. Þetta gat bara ekki verið.“ Það kom svo að því að eitthvað smáríki gaf Íslandi átta stig en stigin urðu ekki mikið fleiri. „Ég kleip mig í innanvert lærið svo lítið bæri á og sagði “Héðan í frá Þorgeir læturðu aldrei plata þig“,“ segist hann hafa sagt við sjálfan sig.Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Sjá meira