Telja verkfallsbrot framin á Selfossi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. maí 2015 15:04 Verkfallsverðir Bárunnar hafa tekið sér stöðu fyrir utan fyrirtæki í bænum þar sem þeir telja verkfallsbrot vera framin, til að mynda á Subway. Vísir/Magnús Hlynur Verkfallsverðir stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi segja að verkfallsbrot séu framin í nokkrum fyrirtækjum í bænum. Starfsmenn fyrirtækja sem ekki tilheyra Bárunni en starfa eftir samningum sem félagið hefur gert hafa verið látnir vinna. Standa með skilti Hjalti Tómasson hjá Bárunni segir að haft hafi verið samband við forsvarsmenn fyrirtækjanna. Auk þess hafa verkfallsverðir tekið sér stöðu með skilti fyrir utan einhver þeirra fyrirtækja sem um ræðir. Svona skilti eru verkfallsverðirnir með.Vísir/Magnús Hlynur Fyrir framan Subway hafa til að mynda þrír verðir tekið sér stöðu með skilti með skilaboðunum: „Verkafólk í Bárunni er í verkfalli á þessum vinnustað“. „Við teljum að það séu verkfallsbrot í sumum tilfellum,“ segir hann. Er það á mörgum stöðum? „Nei það er ekki á mörgum stöðum en nokkrum.“Aðrir látnir vinna „Við erum ósátt við það að félagsmenn annara félaga skuli vera nýtt til vinnu á meðan okkar félagsmenn eru í verkfalli,“ segir hann. „Við teljum að þetta verkfall nái til gildissviðs samningsins. Það er hann sem er undir en ekki félagsaðild einstaklinganna.“ Skilaboðum á borð við þau sem eru fyrir framan Subway er beint til viðskiptavina. „Það er alveg skýrt fyrir hverju við erum að berjast og við óskum eftir stuðningi fólks við þessar aðgerðir,” segir Hjalti sem segir mikinn meðbyr með aðgerðunum. Báran hefur haft samband við þau fyrirtæki sem félagið telur brjóta á verkfallinu en þau svör hafa fengist að þau séu ósammála túlkun félagsins. „Við teljum ekki eðlilegt að reka starfsemi með fullum krafi með starfsmönnum annarra félaga,” segir hann.Uppfært 18:04: Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingi Samtaka atvinnulífsins, segir fráleitt að um verkfallsbrot sé að ræða og segir að ekki sé á nokkurn hátt gengið á rétt félagsmanna Bárunnar. Stéttarfélög hafi enga lagaheimild til að skipa félagsmönnum annarra stéttarfélaga að leggja niður störf sín. Þessum starfsmönnum hafi heldur ekki staðið til boða að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina og eigi ekki rétt á bótum úr sjóðum félagsins eins og félagsmenn þess. Í tilkynningu frá SA segir að vegna ágreinings um það hvort starfsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurlands í starfi hjá Subway á Selfossi og fleiri fyrirtækja megi vinna í verkfalli Bárunnar stéttarfélags skuli bent á að samkvæmt verkfallsboðun nái verkfallið einungis til félagsmanna Bárunnar. „Stéttarfélagið hefur heldur ekki boðvald yfir öðrum en eigin félagsmönnum samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þessum starfsmönnum er rétt og skylt að vinna sín venjulegu störf eins og þau hafa gert hingað til en mega ekki ganga inn í störf þeirra sem eru í verkfalli. Flestir starfsmenn Subway á Selfossi eru félagsmenn Bárunnar en þar starfa einnig nokkrir verslunarmenn enda um að ræða blönduð störf við afgreiðslu og framreiðslu. Þess er vandlega gætt að þessir starfsmenn vinni einungis sín reglubundnu störf og gangi ekki í störf verkfallsmanna og hefur vinnutíma þeirra að engu leyti verið breytt vegna verkfallsins og opnunartími verið takmarkaður vegna verkfallsins,“ segir í tilkynningunni. Verkfall 2016 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Verkfallsverðir stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi segja að verkfallsbrot séu framin í nokkrum fyrirtækjum í bænum. Starfsmenn fyrirtækja sem ekki tilheyra Bárunni en starfa eftir samningum sem félagið hefur gert hafa verið látnir vinna. Standa með skilti Hjalti Tómasson hjá Bárunni segir að haft hafi verið samband við forsvarsmenn fyrirtækjanna. Auk þess hafa verkfallsverðir tekið sér stöðu með skilti fyrir utan einhver þeirra fyrirtækja sem um ræðir. Svona skilti eru verkfallsverðirnir með.Vísir/Magnús Hlynur Fyrir framan Subway hafa til að mynda þrír verðir tekið sér stöðu með skilti með skilaboðunum: „Verkafólk í Bárunni er í verkfalli á þessum vinnustað“. „Við teljum að það séu verkfallsbrot í sumum tilfellum,“ segir hann. Er það á mörgum stöðum? „Nei það er ekki á mörgum stöðum en nokkrum.“Aðrir látnir vinna „Við erum ósátt við það að félagsmenn annara félaga skuli vera nýtt til vinnu á meðan okkar félagsmenn eru í verkfalli,“ segir hann. „Við teljum að þetta verkfall nái til gildissviðs samningsins. Það er hann sem er undir en ekki félagsaðild einstaklinganna.“ Skilaboðum á borð við þau sem eru fyrir framan Subway er beint til viðskiptavina. „Það er alveg skýrt fyrir hverju við erum að berjast og við óskum eftir stuðningi fólks við þessar aðgerðir,” segir Hjalti sem segir mikinn meðbyr með aðgerðunum. Báran hefur haft samband við þau fyrirtæki sem félagið telur brjóta á verkfallinu en þau svör hafa fengist að þau séu ósammála túlkun félagsins. „Við teljum ekki eðlilegt að reka starfsemi með fullum krafi með starfsmönnum annarra félaga,” segir hann.Uppfært 18:04: Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingi Samtaka atvinnulífsins, segir fráleitt að um verkfallsbrot sé að ræða og segir að ekki sé á nokkurn hátt gengið á rétt félagsmanna Bárunnar. Stéttarfélög hafi enga lagaheimild til að skipa félagsmönnum annarra stéttarfélaga að leggja niður störf sín. Þessum starfsmönnum hafi heldur ekki staðið til boða að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina og eigi ekki rétt á bótum úr sjóðum félagsins eins og félagsmenn þess. Í tilkynningu frá SA segir að vegna ágreinings um það hvort starfsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurlands í starfi hjá Subway á Selfossi og fleiri fyrirtækja megi vinna í verkfalli Bárunnar stéttarfélags skuli bent á að samkvæmt verkfallsboðun nái verkfallið einungis til félagsmanna Bárunnar. „Stéttarfélagið hefur heldur ekki boðvald yfir öðrum en eigin félagsmönnum samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þessum starfsmönnum er rétt og skylt að vinna sín venjulegu störf eins og þau hafa gert hingað til en mega ekki ganga inn í störf þeirra sem eru í verkfalli. Flestir starfsmenn Subway á Selfossi eru félagsmenn Bárunnar en þar starfa einnig nokkrir verslunarmenn enda um að ræða blönduð störf við afgreiðslu og framreiðslu. Þess er vandlega gætt að þessir starfsmenn vinni einungis sín reglubundnu störf og gangi ekki í störf verkfallsmanna og hefur vinnutíma þeirra að engu leyti verið breytt vegna verkfallsins og opnunartími verið takmarkaður vegna verkfallsins,“ segir í tilkynningunni.
Verkfall 2016 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira