Telja verkfallsbrot framin á Selfossi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. maí 2015 15:04 Verkfallsverðir Bárunnar hafa tekið sér stöðu fyrir utan fyrirtæki í bænum þar sem þeir telja verkfallsbrot vera framin, til að mynda á Subway. Vísir/Magnús Hlynur Verkfallsverðir stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi segja að verkfallsbrot séu framin í nokkrum fyrirtækjum í bænum. Starfsmenn fyrirtækja sem ekki tilheyra Bárunni en starfa eftir samningum sem félagið hefur gert hafa verið látnir vinna. Standa með skilti Hjalti Tómasson hjá Bárunni segir að haft hafi verið samband við forsvarsmenn fyrirtækjanna. Auk þess hafa verkfallsverðir tekið sér stöðu með skilti fyrir utan einhver þeirra fyrirtækja sem um ræðir. Svona skilti eru verkfallsverðirnir með.Vísir/Magnús Hlynur Fyrir framan Subway hafa til að mynda þrír verðir tekið sér stöðu með skilti með skilaboðunum: „Verkafólk í Bárunni er í verkfalli á þessum vinnustað“. „Við teljum að það séu verkfallsbrot í sumum tilfellum,“ segir hann. Er það á mörgum stöðum? „Nei það er ekki á mörgum stöðum en nokkrum.“Aðrir látnir vinna „Við erum ósátt við það að félagsmenn annara félaga skuli vera nýtt til vinnu á meðan okkar félagsmenn eru í verkfalli,“ segir hann. „Við teljum að þetta verkfall nái til gildissviðs samningsins. Það er hann sem er undir en ekki félagsaðild einstaklinganna.“ Skilaboðum á borð við þau sem eru fyrir framan Subway er beint til viðskiptavina. „Það er alveg skýrt fyrir hverju við erum að berjast og við óskum eftir stuðningi fólks við þessar aðgerðir,” segir Hjalti sem segir mikinn meðbyr með aðgerðunum. Báran hefur haft samband við þau fyrirtæki sem félagið telur brjóta á verkfallinu en þau svör hafa fengist að þau séu ósammála túlkun félagsins. „Við teljum ekki eðlilegt að reka starfsemi með fullum krafi með starfsmönnum annarra félaga,” segir hann.Uppfært 18:04: Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingi Samtaka atvinnulífsins, segir fráleitt að um verkfallsbrot sé að ræða og segir að ekki sé á nokkurn hátt gengið á rétt félagsmanna Bárunnar. Stéttarfélög hafi enga lagaheimild til að skipa félagsmönnum annarra stéttarfélaga að leggja niður störf sín. Þessum starfsmönnum hafi heldur ekki staðið til boða að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina og eigi ekki rétt á bótum úr sjóðum félagsins eins og félagsmenn þess. Í tilkynningu frá SA segir að vegna ágreinings um það hvort starfsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurlands í starfi hjá Subway á Selfossi og fleiri fyrirtækja megi vinna í verkfalli Bárunnar stéttarfélags skuli bent á að samkvæmt verkfallsboðun nái verkfallið einungis til félagsmanna Bárunnar. „Stéttarfélagið hefur heldur ekki boðvald yfir öðrum en eigin félagsmönnum samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þessum starfsmönnum er rétt og skylt að vinna sín venjulegu störf eins og þau hafa gert hingað til en mega ekki ganga inn í störf þeirra sem eru í verkfalli. Flestir starfsmenn Subway á Selfossi eru félagsmenn Bárunnar en þar starfa einnig nokkrir verslunarmenn enda um að ræða blönduð störf við afgreiðslu og framreiðslu. Þess er vandlega gætt að þessir starfsmenn vinni einungis sín reglubundnu störf og gangi ekki í störf verkfallsmanna og hefur vinnutíma þeirra að engu leyti verið breytt vegna verkfallsins og opnunartími verið takmarkaður vegna verkfallsins,“ segir í tilkynningunni. Verkfall 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Verkfallsverðir stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi segja að verkfallsbrot séu framin í nokkrum fyrirtækjum í bænum. Starfsmenn fyrirtækja sem ekki tilheyra Bárunni en starfa eftir samningum sem félagið hefur gert hafa verið látnir vinna. Standa með skilti Hjalti Tómasson hjá Bárunni segir að haft hafi verið samband við forsvarsmenn fyrirtækjanna. Auk þess hafa verkfallsverðir tekið sér stöðu með skilti fyrir utan einhver þeirra fyrirtækja sem um ræðir. Svona skilti eru verkfallsverðirnir með.Vísir/Magnús Hlynur Fyrir framan Subway hafa til að mynda þrír verðir tekið sér stöðu með skilti með skilaboðunum: „Verkafólk í Bárunni er í verkfalli á þessum vinnustað“. „Við teljum að það séu verkfallsbrot í sumum tilfellum,“ segir hann. Er það á mörgum stöðum? „Nei það er ekki á mörgum stöðum en nokkrum.“Aðrir látnir vinna „Við erum ósátt við það að félagsmenn annara félaga skuli vera nýtt til vinnu á meðan okkar félagsmenn eru í verkfalli,“ segir hann. „Við teljum að þetta verkfall nái til gildissviðs samningsins. Það er hann sem er undir en ekki félagsaðild einstaklinganna.“ Skilaboðum á borð við þau sem eru fyrir framan Subway er beint til viðskiptavina. „Það er alveg skýrt fyrir hverju við erum að berjast og við óskum eftir stuðningi fólks við þessar aðgerðir,” segir Hjalti sem segir mikinn meðbyr með aðgerðunum. Báran hefur haft samband við þau fyrirtæki sem félagið telur brjóta á verkfallinu en þau svör hafa fengist að þau séu ósammála túlkun félagsins. „Við teljum ekki eðlilegt að reka starfsemi með fullum krafi með starfsmönnum annarra félaga,” segir hann.Uppfært 18:04: Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingi Samtaka atvinnulífsins, segir fráleitt að um verkfallsbrot sé að ræða og segir að ekki sé á nokkurn hátt gengið á rétt félagsmanna Bárunnar. Stéttarfélög hafi enga lagaheimild til að skipa félagsmönnum annarra stéttarfélaga að leggja niður störf sín. Þessum starfsmönnum hafi heldur ekki staðið til boða að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina og eigi ekki rétt á bótum úr sjóðum félagsins eins og félagsmenn þess. Í tilkynningu frá SA segir að vegna ágreinings um það hvort starfsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurlands í starfi hjá Subway á Selfossi og fleiri fyrirtækja megi vinna í verkfalli Bárunnar stéttarfélags skuli bent á að samkvæmt verkfallsboðun nái verkfallið einungis til félagsmanna Bárunnar. „Stéttarfélagið hefur heldur ekki boðvald yfir öðrum en eigin félagsmönnum samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þessum starfsmönnum er rétt og skylt að vinna sín venjulegu störf eins og þau hafa gert hingað til en mega ekki ganga inn í störf þeirra sem eru í verkfalli. Flestir starfsmenn Subway á Selfossi eru félagsmenn Bárunnar en þar starfa einnig nokkrir verslunarmenn enda um að ræða blönduð störf við afgreiðslu og framreiðslu. Þess er vandlega gætt að þessir starfsmenn vinni einungis sín reglubundnu störf og gangi ekki í störf verkfallsmanna og hefur vinnutíma þeirra að engu leyti verið breytt vegna verkfallsins og opnunartími verið takmarkaður vegna verkfallsins,“ segir í tilkynningunni.
Verkfall 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira