Lóðaverð tífaldast á tíu árum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. apríl 2015 13:21 Lóðaverð hefur á á síðustu tíu til ellefu árum tífaldast. Árið 2004 var það 500 þúsund krónur en er nú komið yfir fimm milljónir. Mikil vöntun er á húsnæði á viðráðanlegu verði og er húsnæðisskortur farinn að hamla vexti á höfuðborgarsvæðinu. „Lóðaverð er faktor í fjármögnun sveitarfélaga og skiptir þar af leiðandi mánuði. Við leyfum okkur alveg að benda sveitarfélögunum á að þetta verði að skoða og líka á það að gjaldskrár megi vera sveigjanlegri og ýta aðeins undir þarfir og auðvitað getu,“ sagði Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í Umræðunni í Íslandi í dag í gær. Almar ræddi málið ásamt Guðrúnu Ingvarsdóttur, þróunarstjóra Búseta. Þau bentu á það að hrunið hafi verið stór áhrifaþáttur þess að skortur sé á húsnæði. Það hafi haft gríðarleg áhrif á framkvæmdir, byggingariðnað og fjármögnun verkefna. Langan tíma taki að koma hlutunum aftur af stað.Hægt að lækka byggingarkostnað um 4 til 6 milljónir Hann sagði að hægt væri að lækka byggingarkostnað um fjórar til sex milljónir og þannig auka framboð ódýrari íbúða, með því að fara vandlega í hlutina með opinberum aðilum, sveitarfélögum og skoðun á byggingarreglugerðinni. Með því mætti lækka byggingarkostnað um allt að þrjátíu prósent. „Það eru margir hlutir í þessu sem vinna beinlínis að því að það séu frekar byggðar stærri íbúðir, jafnvel þó það séu fjölbýli, heldur en þær minni. Svo sjáum við auðvitað þessa hópa yngra fólks og eldra líka sem kalla eftir því að við byggjum hagkvæmar,“ sagði hann. Guðrún sagði það ekki eiga að koma neinum á óvart að þörfin sé mikil núna. Það hafi legið ljóst fyrir í nokkurn tíma en að stjórnvöld séu of lengi að bregðast við. „Það er alveg skýr fylgni að þegar það verður þensla eða samdráttur, annað hvort dýfa eða uppsveifla, þá hrynur framleiðnin hjá okkur. Þegar við erum í meðal ástandi, til dæmis tímabilið 2001-2001, þá er tímabil þar sem framleiðnin er vel yfir því sem aðrar atvinnugreinar sýna. Svo strax þegar farið er að gefa í, í átt að uppsveiflunni, þá hrynur framleiðnin og heldur áfram að hrynja við hrunið,“ sagði hún.Þúsundir í leit að húsnæði Um átta þúsund manns er nú að leitast eftir litlu ódýru húsnæði, annað hvort með því að leigja eða kaupa. Greiðslumat bankanna og Íbúðarlánasjóðs gerir þór áð fyrir föstum mánaðarlegum tekjum og ekki öðru en að fólk reki bíl. Það verður til þess að margt ungt fólk getur ekki keypt sér fasteisn þó svo innborgun sé til staðar. Leigumarkaðurinn er óþróaður og óöruggur, en um það var rætt í þættinum sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Ræða samruna Honda og Nissan Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Sjá meira
Lóðaverð hefur á á síðustu tíu til ellefu árum tífaldast. Árið 2004 var það 500 þúsund krónur en er nú komið yfir fimm milljónir. Mikil vöntun er á húsnæði á viðráðanlegu verði og er húsnæðisskortur farinn að hamla vexti á höfuðborgarsvæðinu. „Lóðaverð er faktor í fjármögnun sveitarfélaga og skiptir þar af leiðandi mánuði. Við leyfum okkur alveg að benda sveitarfélögunum á að þetta verði að skoða og líka á það að gjaldskrár megi vera sveigjanlegri og ýta aðeins undir þarfir og auðvitað getu,“ sagði Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í Umræðunni í Íslandi í dag í gær. Almar ræddi málið ásamt Guðrúnu Ingvarsdóttur, þróunarstjóra Búseta. Þau bentu á það að hrunið hafi verið stór áhrifaþáttur þess að skortur sé á húsnæði. Það hafi haft gríðarleg áhrif á framkvæmdir, byggingariðnað og fjármögnun verkefna. Langan tíma taki að koma hlutunum aftur af stað.Hægt að lækka byggingarkostnað um 4 til 6 milljónir Hann sagði að hægt væri að lækka byggingarkostnað um fjórar til sex milljónir og þannig auka framboð ódýrari íbúða, með því að fara vandlega í hlutina með opinberum aðilum, sveitarfélögum og skoðun á byggingarreglugerðinni. Með því mætti lækka byggingarkostnað um allt að þrjátíu prósent. „Það eru margir hlutir í þessu sem vinna beinlínis að því að það séu frekar byggðar stærri íbúðir, jafnvel þó það séu fjölbýli, heldur en þær minni. Svo sjáum við auðvitað þessa hópa yngra fólks og eldra líka sem kalla eftir því að við byggjum hagkvæmar,“ sagði hann. Guðrún sagði það ekki eiga að koma neinum á óvart að þörfin sé mikil núna. Það hafi legið ljóst fyrir í nokkurn tíma en að stjórnvöld séu of lengi að bregðast við. „Það er alveg skýr fylgni að þegar það verður þensla eða samdráttur, annað hvort dýfa eða uppsveifla, þá hrynur framleiðnin hjá okkur. Þegar við erum í meðal ástandi, til dæmis tímabilið 2001-2001, þá er tímabil þar sem framleiðnin er vel yfir því sem aðrar atvinnugreinar sýna. Svo strax þegar farið er að gefa í, í átt að uppsveiflunni, þá hrynur framleiðnin og heldur áfram að hrynja við hrunið,“ sagði hún.Þúsundir í leit að húsnæði Um átta þúsund manns er nú að leitast eftir litlu ódýru húsnæði, annað hvort með því að leigja eða kaupa. Greiðslumat bankanna og Íbúðarlánasjóðs gerir þór áð fyrir föstum mánaðarlegum tekjum og ekki öðru en að fólk reki bíl. Það verður til þess að margt ungt fólk getur ekki keypt sér fasteisn þó svo innborgun sé til staðar. Leigumarkaðurinn er óþróaður og óöruggur, en um það var rætt í þættinum sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.
Umræðan Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Ræða samruna Honda og Nissan Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Sjá meira