Innlent

Sakaðir um að hafa gefið rafstuð í kynfæri í Vogunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og fleira.
Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og fleira.
Kristján Markús Sívarsson og tveir nítján ára piltar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu í ágúst síðastliðnum.



Meint árás átti sér stað þann 6. ágúst en í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að Kristján Markús hafi slegið ítrekað í andlitið á manni og í kjölfarið hafi þeir allir þrír skipst á að slá í andlit og líkama hans, sparkað í höfuð hans og gefið honum rafstuð.



Reyndu að smita af lifrarbólgu C

Er mönnunum þremur gefið að sök að hafa ítrekað gefið manninum rafstuð með rafstuðbyssu víðs vegar um líkamann og þar á meðal í kynfæri hans. Þá  hafi þremenningarnir þvingað manninn til að sleikja egg og hráka upp af óhreinu gólfi íbúðarinnar, stungu í lærið með óhreinni sprautunál í því skyni að smita hann af lifrarbólgu C og neyddu hann til að drekka smjörsýru.



Að því er kemur fram í ákæru kröfðu þremenningarnir manninn til að að greiða sér 500 til 800 þúsund krónur ella yrði honum nauðgað eða beittur frekara ofbeldi. Var maðurinn sviptur frelsi í rúma klukkustund.



Hlaut maðurinn marblett á augnkrók vinstra auga, bólgu og mar á neðri vör, mar á vinstra læri, yfirborðsáverka á hálsi, skrámur á vinstri handlegg, hrufl á mjóbaki og roðarákir víðsvegar um bakið og rauða bletti víðsvegar um líkamann.



Fórnarlamb árásarinnar fer fram á þriggja milljóna króna miskabætur.



Ákærðu fyrir brugg

Kristján Markús er einnig ákærður fyrir framleiðslu ólöglegs áfengis. Samkvæmt ákæru framleiddi hann 198 lítra af gambra sem innihélt 18 prósent etanóls að rúmmáli. Áfengið fannst við húsleit.



Við húsleitina fundust líka sterar, lyf, amfetamín, rafstuðsbyssan, tvíhleypt haglabyssa af gerðinni Stevens, haglaskot og loftskammbyssa.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á morgun.




Tengdar fréttir

Látinn sleikja frunsu og drekka smjörsýru

Pilturinn sem var sviptur frelsi sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd var í haldi ræningja sinna í næstum 8 klukkustundir. Meint brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu í allt að 16 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×