Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2015 13:02 Ingólfur Helgason og Hreiðar Már Sigurðsson. vísir Líkt og áður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings spilar Björn Þorvaldsson, saksóknari, fjölda símtala fyrir dómi og spyr sakborninga út úr þeim. Nú situr Einar Pálmi Sigmundsson fyrir svörum en hann var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu. Hann er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun og hafa sem forstöðumaður eigin viðskipta stuðlað að miklum kaupum á hlutabréfum bankans í sjálfum sér. Á það að hafa verið gert með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi.„Yfirstjórn sem ákvað þessi kaup” Saksóknari spilaði í morgun símtöl sem hleruð voru við rannsókn málsins í maí 2010. Í einu þeirra ræðir Einar Pálmi við Halldór Friðrik Þorsteinsson, stofnanda verðbréfafyrirtækisins H.F. Verðbréf, en samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins starfar Einar Pálmi þar í dag við fyrirtækjaráðgjöf. Í einu símtalanna, sem er frá 9. maí 2010, segir Einar við Halldór að það hafi verið „yfirstjórn sem ákvað þessi kaup,” og vísar þar í hlutabréfakaup eigin viðskipta Kaupþings í bankanum. Hann bætir svo við: „Ekki ég og ég held að það beri öllum ábyggilega saman um það.”„Markviss markaðsmisnotkun“ Síðar sama dag ræðir Einar aftur við Halldór sem segir við hann: „Ég get alveg borið vitni um það að ég varð aldrei var við það að þið hjá eigin viðskiptum væruð eitthvað að reyna að fiffa gengið eða halda uppi verði.” Einar tekur undir það og síðar segir Halldór: „Nei, ég meina ég fann aldrei neina lykt, skilurðu. En auðvitað eftir á að hyggja sér maður að þetta var náttúrulega alveg markviss markaðsmisnotkun af hálfu yfirmanna Kaupþings.” EP: „Já, það er bara það.” HFÞ: „Ingólfur Helgason [forstjóri Kaupþings á Íslandi] er ekkert annað en framhandleggurinn af Hreiðari [Má Sigurðssyni]. [...] Hann er eins og drusla, hann Ingólfur. Hann er bara tuskan hans Hreiðars.” Einar Pálmi segist ekkert geta sagt til um það en tekur síðar í símtalinu þó undir orð Halldórs og segir: „Hann er bara eins og þú segir, framlenging af þeim.”Yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara „mjög ákveðnar” Síðar segist hann efast um að einhver í verðbréfamiðlun bankans hafi verið að plotta eitthvað: „Þetta er bara allt saman Hreiðar og Siggi og Maggi og kannski einhver í London.” Saksóknari spurði Einar sérstaklega út í orð Halldórs um markvissa markaðsmisnotkun og að Einar hafi samsinnt því. „Þarna er ég nýkominn úr yfirheyrslum og þetta er líka rétt eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kemur út. Það er líka búið að birta margar fréttir um að það hafi ekki verið nógu góðar tryggingar eða veð að baki lánum sem Kaupþing hafi verið að veita. Svo voru þetta líka mjög ákveðnar yfirheyrslur hjá ykkur og maður var allavega með þessa skoðun þarna.” Einar bætti því svo við, eins og sást og heyrðist á símtalinu, að þarna hafi Halldór aðallega verið að tala og hann kannski tekið undir orð hans.Segir Ingólf hafa haft afskipti af nánast öllum viðskiptum í Kaupþingi Þá var einnig spilað símtal frá því í maí 2010 á milli Einars Pálma og Birnis Sæs Björnssonar sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er einn af ákærðu í málinu. Í símtalinu ræða þeir meðal annars það að þeir efist um að Ingólfur Helgason sé sekur. Einar segist efast um að hann hafi verið að plotta eitthvað, það hafi verið „kallarnir fyrir ofan hann.” Þá ræða þeir jafnframt að þeirra viðskipti hafi alltaf verið fyrir opnum tjöldum og að þeir hafi ítrekað rætt við regluvörð bankans um störf sín. Spurði saksóknari Einar út í hvað hann hafi nákvæmlega rætt við regluvörðinn. „Ég man það ekki nákvæmlega því við töluðum svo oft saman. Við ræddum til dæmis þetta með Kínaveggina og hvort að okkur bæri að fylgja öllum fyrirmælum sem við fengum frá Ingólfi því það var þannig að hann hafði afskipti af nánast öllum viðskiptum sem fóru fram í Kaupþingi.” Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Líkt og áður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings spilar Björn Þorvaldsson, saksóknari, fjölda símtala fyrir dómi og spyr sakborninga út úr þeim. Nú situr Einar Pálmi Sigmundsson fyrir svörum en hann var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu. Hann er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun og hafa sem forstöðumaður eigin viðskipta stuðlað að miklum kaupum á hlutabréfum bankans í sjálfum sér. Á það að hafa verið gert með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi.„Yfirstjórn sem ákvað þessi kaup” Saksóknari spilaði í morgun símtöl sem hleruð voru við rannsókn málsins í maí 2010. Í einu þeirra ræðir Einar Pálmi við Halldór Friðrik Þorsteinsson, stofnanda verðbréfafyrirtækisins H.F. Verðbréf, en samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins starfar Einar Pálmi þar í dag við fyrirtækjaráðgjöf. Í einu símtalanna, sem er frá 9. maí 2010, segir Einar við Halldór að það hafi verið „yfirstjórn sem ákvað þessi kaup,” og vísar þar í hlutabréfakaup eigin viðskipta Kaupþings í bankanum. Hann bætir svo við: „Ekki ég og ég held að það beri öllum ábyggilega saman um það.”„Markviss markaðsmisnotkun“ Síðar sama dag ræðir Einar aftur við Halldór sem segir við hann: „Ég get alveg borið vitni um það að ég varð aldrei var við það að þið hjá eigin viðskiptum væruð eitthvað að reyna að fiffa gengið eða halda uppi verði.” Einar tekur undir það og síðar segir Halldór: „Nei, ég meina ég fann aldrei neina lykt, skilurðu. En auðvitað eftir á að hyggja sér maður að þetta var náttúrulega alveg markviss markaðsmisnotkun af hálfu yfirmanna Kaupþings.” EP: „Já, það er bara það.” HFÞ: „Ingólfur Helgason [forstjóri Kaupþings á Íslandi] er ekkert annað en framhandleggurinn af Hreiðari [Má Sigurðssyni]. [...] Hann er eins og drusla, hann Ingólfur. Hann er bara tuskan hans Hreiðars.” Einar Pálmi segist ekkert geta sagt til um það en tekur síðar í símtalinu þó undir orð Halldórs og segir: „Hann er bara eins og þú segir, framlenging af þeim.”Yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara „mjög ákveðnar” Síðar segist hann efast um að einhver í verðbréfamiðlun bankans hafi verið að plotta eitthvað: „Þetta er bara allt saman Hreiðar og Siggi og Maggi og kannski einhver í London.” Saksóknari spurði Einar sérstaklega út í orð Halldórs um markvissa markaðsmisnotkun og að Einar hafi samsinnt því. „Þarna er ég nýkominn úr yfirheyrslum og þetta er líka rétt eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kemur út. Það er líka búið að birta margar fréttir um að það hafi ekki verið nógu góðar tryggingar eða veð að baki lánum sem Kaupþing hafi verið að veita. Svo voru þetta líka mjög ákveðnar yfirheyrslur hjá ykkur og maður var allavega með þessa skoðun þarna.” Einar bætti því svo við, eins og sást og heyrðist á símtalinu, að þarna hafi Halldór aðallega verið að tala og hann kannski tekið undir orð hans.Segir Ingólf hafa haft afskipti af nánast öllum viðskiptum í Kaupþingi Þá var einnig spilað símtal frá því í maí 2010 á milli Einars Pálma og Birnis Sæs Björnssonar sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er einn af ákærðu í málinu. Í símtalinu ræða þeir meðal annars það að þeir efist um að Ingólfur Helgason sé sekur. Einar segist efast um að hann hafi verið að plotta eitthvað, það hafi verið „kallarnir fyrir ofan hann.” Þá ræða þeir jafnframt að þeirra viðskipti hafi alltaf verið fyrir opnum tjöldum og að þeir hafi ítrekað rætt við regluvörð bankans um störf sín. Spurði saksóknari Einar út í hvað hann hafi nákvæmlega rætt við regluvörðinn. „Ég man það ekki nákvæmlega því við töluðum svo oft saman. Við ræddum til dæmis þetta með Kínaveggina og hvort að okkur bæri að fylgja öllum fyrirmælum sem við fengum frá Ingólfi því það var þannig að hann hafði afskipti af nánast öllum viðskiptum sem fóru fram í Kaupþingi.”
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01
Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13
Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41
Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38