Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. apríl 2015 21:00 Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, segir að ráðuneytinu hafi ekki verið kunnugt um hvaðan þeir fulltrúar Orku Energy sem flugu til Kína og tóku þátt í vinnuferð ráðherrans þar í landi í mars síðastliðnum komu. Þeir hafi hins vegar ekki verið með í sendinefnd ráðuneytisins.Sjá einnig: Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 „Bent hefur verið á að í drögum að dagskrá, sem sendiráð Íslands í Kína sendi ráðuneytinu, komi fram að aðilar í viðskiptasendinefndinni hafa komið að utan (e. arrivalfromabroad). Sökum þess að þessir aðilar voru ekki í sendinefnd ráðuneytisins hefur það ekki - og hafði ekki 8. apríl sl. - upplýsingar um hvaðan þeir komu nema að því leyti að þeir komu ekki frá Íslandi,“ segir hún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um málið. Vefurinn Hringbraut birti dagskrárdrögin fyrr í dag. „Ráðuneytið dró því þær ályktanir að þeir hefðu verið staddir í Kína. Um ferðir fulltrúanna verður því að vísa til viðkomandi fyrirtækja eða sendiráðsins,“ segir hún. Í dagskrárdrögunum segir að þrír af fimm fulltrúum fyrirtækisins í ferðinni hafi komið til Kína að utan en ekki er tilgreint hvaða þeir komu. Málið hefur verið til umræðu eftir að bent var á að í hagsmunaskráningu ráðherrans segir að hann sinni ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy. Illugi hefur sagt að hagsmunaskráningin sé úrelt og að hann sinni ekki störfum fyrir fyrirtækið; það hafi hann gert þegar hann tók sér tímabundið leyfi frá þingstörfum. Sirrý segir í svari sínu til fréttastofu að viðskiptasendinefndin, sem fulltrúar Orku Energy og fulltrúar frá Marel hafi tilheyrt, hafi ekki verið í hinni opinberu sendinefnd. „[F]erðir fulltrúa hennar voru ekki skipulagðar af ráðuneytinu og samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum 8. apríl sl. komu viðkomandi fulltrúar í viðskiptasendinefndinni ekki til fundanna í Kína frá Íslandi og því talið að þeir hefðu þá þegar verið staddir í Kína,“ segir hún. Alþingi Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári. 27. apríl 2015 18:48 Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31 Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, segir að ráðuneytinu hafi ekki verið kunnugt um hvaðan þeir fulltrúar Orku Energy sem flugu til Kína og tóku þátt í vinnuferð ráðherrans þar í landi í mars síðastliðnum komu. Þeir hafi hins vegar ekki verið með í sendinefnd ráðuneytisins.Sjá einnig: Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 „Bent hefur verið á að í drögum að dagskrá, sem sendiráð Íslands í Kína sendi ráðuneytinu, komi fram að aðilar í viðskiptasendinefndinni hafa komið að utan (e. arrivalfromabroad). Sökum þess að þessir aðilar voru ekki í sendinefnd ráðuneytisins hefur það ekki - og hafði ekki 8. apríl sl. - upplýsingar um hvaðan þeir komu nema að því leyti að þeir komu ekki frá Íslandi,“ segir hún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um málið. Vefurinn Hringbraut birti dagskrárdrögin fyrr í dag. „Ráðuneytið dró því þær ályktanir að þeir hefðu verið staddir í Kína. Um ferðir fulltrúanna verður því að vísa til viðkomandi fyrirtækja eða sendiráðsins,“ segir hún. Í dagskrárdrögunum segir að þrír af fimm fulltrúum fyrirtækisins í ferðinni hafi komið til Kína að utan en ekki er tilgreint hvaða þeir komu. Málið hefur verið til umræðu eftir að bent var á að í hagsmunaskráningu ráðherrans segir að hann sinni ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy. Illugi hefur sagt að hagsmunaskráningin sé úrelt og að hann sinni ekki störfum fyrir fyrirtækið; það hafi hann gert þegar hann tók sér tímabundið leyfi frá þingstörfum. Sirrý segir í svari sínu til fréttastofu að viðskiptasendinefndin, sem fulltrúar Orku Energy og fulltrúar frá Marel hafi tilheyrt, hafi ekki verið í hinni opinberu sendinefnd. „[F]erðir fulltrúa hennar voru ekki skipulagðar af ráðuneytinu og samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum 8. apríl sl. komu viðkomandi fulltrúar í viðskiptasendinefndinni ekki til fundanna í Kína frá Íslandi og því talið að þeir hefðu þá þegar verið staddir í Kína,“ segir hún.
Alþingi Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári. 27. apríl 2015 18:48 Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31 Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33
Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári. 27. apríl 2015 18:48
Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31
Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00