Handbolti

Þjálfari Serbíu: Ekkert við Ísland kemur okkur á óvart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Peric lék sem markvörður með mörgum af sterkustu liðum heims á nærri tveggja áratuga ferli.
Peric lék sem markvörður með mörgum af sterkustu liðum heims á nærri tveggja áratuga ferli. Vísir/AFP
Ísland mætir Serbíu í Laugardalshöllinni annað kvöld í afar mikilvægum leik í undankeppni EM 2016.

Ísland má ekki við því að tapa á heimavelli, sérstaklega eftir að strákarnir lutu í lægra haldi fyrir Svartfjallalandi ytra í byrjun nóvember.

Serbía vann báða sína leiki í haust og er því með fullt hús stiga. Tvö efstu liðin fara áfram úr riðlinum en Ísland og Svartfjallaland eru bæði með tvö stig sem stendur.

Serbar færu langt með að tryggja sér sæti sitt á EM í Póllandi með því að vinna báða leikina gegn Íslandi og það veit landsliðsþjálfarinn Dejan Peric sem tók nýverið við liðinu.

„Við erum að undirbúa okkur fyrir þennan leik eins og um úrslitaleik væri að ræða. Við vitum að Ísland mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna leikinn í Reykjavík.“

„Það er lítið sem ætti að koma á óvart. Við vitum hvað þeir geta og hvaða útspil við eigum að koma með á móti. Við viljum vinna báða leiki og taka örlögin í okkar eigin hendur.“

Serbía vann silfur á EM á heimavelli árið 2012 en Peric tók við eftir að liðinu mistókst að komast á HM í Katar. Þar á bæ er mönnum mikið í mun að missa ekki af öðru stórmóti.

„Ég er að reyna að leggja grunn fyrir framtíðina og búa til kerfi sem getur nýst okkur um ókomin ár,“ sagði Peric sem er sjálfur fyrrverandi landsliðsmaður. „Allir leikmenn hafa sín hlutverk og vita til hvers er ætlast af þeim.“


Tengdar fréttir

Alexander: Ég get ekkert æft

Útlitið ekki gott með bestu skyttu íslenska landsliðsins fyrir stórleikinn gegn Serbíu á miðvikudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×