Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti 29. apríl 2015 09:00 Breiðablik vann Lengjubikarinn og Fótbolti.net-mótið. vísir/andri marinó Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að verða meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið og Vísir spáir Breiðabliki fjórða sæti, en það hafnaði í sjöunda sæti í fyrra og hefði komist í Evrópukeppni með sigri í síðustu tveimur leikjum liðsins. Blikar urðu bikarmeistarar í fyrsta skipti árið 2009 og Íslandsmeistarar í fyrsta skipti ári síðar. Þeir voru síðast í Evrópu fyrir tveimur árum og stefna þangað aftir. Breiðablik fékk nýjan þjálfara síðasta haust þegar Guðmundur Benediktsson lét af störfum. Nýir tímar eru hafnir í Kópavoginum undir stjórn Arnars Grétarssonar sem er að þjálfa lið í fyrsta skipti. Hann hefur þó mikla reynslu af stjórnunarstöðum í fótboltanum eftir að vera yfirmaður knattspyrnumála bæði hjá AEK og Club Brugge. Þá á hann að baki fjölda ára í atvinnumennsku og 71 landsleik. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐgraf/garðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 4 stjörnur (af 5) Sóknin: 3 stjörnur Þjálfarinn: 2 stjörnur Breiddin: 3 stjörnur Liðsstyrkurinn: 2 stjörnur Hefðin: 4 stjörnurGunnleifur Gunnleifsson, Kristinn Jónsson og Ellert Hreinsson.vísir/pjeturÞRÍR SEM BREIÐABLIK TREYSTIR ÁGunnleifur Gunnleifsson: Átti ekki gott tímabil í fyrra og veist það best sjálfur. Hefur litið virkilega vel út á undirbúningstímabilinu og virðist ætla vera einn af allra bestu markvörðum deildarinnar á ný. Er með sterka varnarlínu fyrir framan sig sem hann nær vel saman við. Það eru þó mistökin sem hann þarf að fækka frá í fyrra.Kristinn Jónsson: Vinstri bakvörðurinn hefur verið algjörlega frábær á undirbúningstímabilinu og er alls óvíst að hann klári tímabilið hér heima miðað við hvernig standi hann er í. Ótrúlega góður með boltann, fljótur og með frábærar fyrirgjafir. Kemur inn í deildina í sumar sem langbesti bakvörðurinn. Sterkur í vörn en afl í sóknarleiknum.Ellert Hreinsson: Lengi hefur verið beðið eftir því að Ellert springi almennilega út sem markaskorari, en hann hefur aldrei skorað meira en sex mörk í efstu deild. Stór ástæða þess hefur þó verið að hann var lengi í háskóla og kom því seint og fór snemma. Ellert hefur raðað inn mörkum á undirbúningstímabilinu og virðist klárlega vera oddurinn á spjótinu í flottum sóknarleik Breiðabliks. Ellert gæti verið í baráttunni um markakóngstitilinn í sumar.Arnþór Ari hefur verið heitur í vetur og vor.mynd/blikar.isNýstirnið: Arnþór Ari Atlason Miðjumaðurinn öflugi úr Þrótti náði aldrei þeim hæðum sem Framarar vonuðust eftir í fyrra, en það sama má svo sem segja um Framliðið sem auðvitað féll. Arnór Ari hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu þar sem hann spilar fremstur á miðju. Hann er að leggja upp og skora, en hefur þó aðeins dalað í síðustu leikjum. Hann var líka flottur á síðasta undirbúningstímabili en tókst ekki að taka það með sér inn í deildina. Haldi Arnþór Ari áfram á sömu braut gæti hann orðið einn af bestu ungu leikmönnum deildarinnar.Ismar Tandir hefur ekki staðið sig nógu vel.vísir/ernirMARKAÐURINNKomnir: Arnþór Ari Atlason frá Fram Ismar Tandir frá Red Bull Salzburg Kári Ársælsson frá BÍ/Bolungarvík Ósvald Jarl Traustason frá FramFarnir: Árni Vilhjálmsson til Lilleström Elfar Árni Aðalsteinsson í KA Finnur Orri Margeirsson í FH Gísli Páll Helgason í Þór Elvar Páll Sigurðsson í Leikni Jordan Halsman Stefán Þór Pálsson í Víking Tómas Óli Garðarsson í Val Blikar hafa ekki styrkt sig mikið og sérstaklega ekki þegar horft er til leikmannanna sem það hefur misst. Tveir algjörir lykilmenn eru farnir í fyrirliðanum Finni Orra Margeirssyni og framherjanum Árna Vilhjálmssyni sem skoraði grimmt síðustu tvö sumur. Elfar Árni Aðalsteinsson er einnig farinn sem og tveir uppaldir framherjar; Stefán Þór Pálsson og Elvar Páll Sigurðsson. Blikar héldu að þeir væru að fá Kristján Flóka Finnbogason áður en FH stal honum fyrir framan nefið á þeim. Fjórir framherjar eru farnir og aðeins einn kominn, Ismar Tandir, sem hefur engan heillað. Eins og oft áður hafa Blikar leitað inn á við, en Davíð Kristján Ólafsson og Höskuldur Gunnlaugsson fá stærra hlutverk í liðinu og spila á köntunum. Þá fengu Blikar Arnþór Ara Atlason fá Fram sem hefur litið stórvel út í vor. Breiðablik er að leita að frekari liðsstyrk sem er eðlilegt enda ekki hægt að segja liðið hafi gert flotta hluti á markaðnum. Þeir fóru sérstaklega illa út úr framherjamálunum.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN?Óskar Hrafn Þorvaldsson er íþróttastjóri 365 og einn af sérfræðingum Vísis í spánni fyrir Pepsi-deildina. Hann spilaði 71 leik fyrir KR í efstu deild og varð bikarmeistari með liðinu árið 1994. Hann lék einnig með Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni og á að baki þrjá landsleiki fyrir A-landslið Íslands auk 30 leikja fyrir yngri landsliðin.Höskuldur Gunnlaugsson er efnilegur kantmaður sem fær mikið að spila í sumar.vísir/ernirSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Þar sem fáir leikmenn komu til liðsins hefur Arnar getað spilað á sínu liði frekar lengi. Liðið er nokkuð fastmótað, spilar virkilega glæsilegan fótbolta og er búið að vinna tvo bikara. Varnarlínan virkar mjög sterk og liðið er með besta bakvarðaparið í deildinni.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Breiddin er ekki mikil og þá er mikil ábyrgð lögð á herðar ungra manna (Davíðs Kristjáns, Höskuldar og Arnþórs Ara) í framlínunni. Ef Ellert skorar ekki mörkin er erfitt að sjá hver ætlar að gera það fyrir Breiðablik og svo er spurning hvort Blikar séu nógu vel skipaðir í stöðu varnarsinnaðs miðjumanns.Arnór Sveinn Aðalsteinsson var gerður að fyrirliða Breiðabliks.vísir/andri marinóBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Addi Grétars kominn heim og lætur liðið spila sambabolta. Kiddi Jóns mun skora meira úr bakvarðastöðunni en margir framherjar í deildinni og Ellert Hreinsson hefur aldrei litið betur út. Gulli Gull lítur aftur út eins og landsliðsmarkvörður og við erum nú þegar búnir að vinna tvo bikara. Við verðum í baráttu um titilinn með smá heppni.SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Það eru bara krakkar á miðjunni og enginn til að skora mörkin nema Ellert. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Kiddi hlaupi 90 metra með boltann í hverri sókn og skori, hann er varnarmaður! Við verðum aldrei í baráttunni um titilinn með þessa breidd. Ef ungu strákarnir klikka, okkur gengur erfiðlega að skora og við styrkjum okkur ekki meira gætum við alveg misst af Evrópukeppni líka. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að verða meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið og Vísir spáir Breiðabliki fjórða sæti, en það hafnaði í sjöunda sæti í fyrra og hefði komist í Evrópukeppni með sigri í síðustu tveimur leikjum liðsins. Blikar urðu bikarmeistarar í fyrsta skipti árið 2009 og Íslandsmeistarar í fyrsta skipti ári síðar. Þeir voru síðast í Evrópu fyrir tveimur árum og stefna þangað aftir. Breiðablik fékk nýjan þjálfara síðasta haust þegar Guðmundur Benediktsson lét af störfum. Nýir tímar eru hafnir í Kópavoginum undir stjórn Arnars Grétarssonar sem er að þjálfa lið í fyrsta skipti. Hann hefur þó mikla reynslu af stjórnunarstöðum í fótboltanum eftir að vera yfirmaður knattspyrnumála bæði hjá AEK og Club Brugge. Þá á hann að baki fjölda ára í atvinnumennsku og 71 landsleik. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐgraf/garðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 4 stjörnur (af 5) Sóknin: 3 stjörnur Þjálfarinn: 2 stjörnur Breiddin: 3 stjörnur Liðsstyrkurinn: 2 stjörnur Hefðin: 4 stjörnurGunnleifur Gunnleifsson, Kristinn Jónsson og Ellert Hreinsson.vísir/pjeturÞRÍR SEM BREIÐABLIK TREYSTIR ÁGunnleifur Gunnleifsson: Átti ekki gott tímabil í fyrra og veist það best sjálfur. Hefur litið virkilega vel út á undirbúningstímabilinu og virðist ætla vera einn af allra bestu markvörðum deildarinnar á ný. Er með sterka varnarlínu fyrir framan sig sem hann nær vel saman við. Það eru þó mistökin sem hann þarf að fækka frá í fyrra.Kristinn Jónsson: Vinstri bakvörðurinn hefur verið algjörlega frábær á undirbúningstímabilinu og er alls óvíst að hann klári tímabilið hér heima miðað við hvernig standi hann er í. Ótrúlega góður með boltann, fljótur og með frábærar fyrirgjafir. Kemur inn í deildina í sumar sem langbesti bakvörðurinn. Sterkur í vörn en afl í sóknarleiknum.Ellert Hreinsson: Lengi hefur verið beðið eftir því að Ellert springi almennilega út sem markaskorari, en hann hefur aldrei skorað meira en sex mörk í efstu deild. Stór ástæða þess hefur þó verið að hann var lengi í háskóla og kom því seint og fór snemma. Ellert hefur raðað inn mörkum á undirbúningstímabilinu og virðist klárlega vera oddurinn á spjótinu í flottum sóknarleik Breiðabliks. Ellert gæti verið í baráttunni um markakóngstitilinn í sumar.Arnþór Ari hefur verið heitur í vetur og vor.mynd/blikar.isNýstirnið: Arnþór Ari Atlason Miðjumaðurinn öflugi úr Þrótti náði aldrei þeim hæðum sem Framarar vonuðust eftir í fyrra, en það sama má svo sem segja um Framliðið sem auðvitað féll. Arnór Ari hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu þar sem hann spilar fremstur á miðju. Hann er að leggja upp og skora, en hefur þó aðeins dalað í síðustu leikjum. Hann var líka flottur á síðasta undirbúningstímabili en tókst ekki að taka það með sér inn í deildina. Haldi Arnþór Ari áfram á sömu braut gæti hann orðið einn af bestu ungu leikmönnum deildarinnar.Ismar Tandir hefur ekki staðið sig nógu vel.vísir/ernirMARKAÐURINNKomnir: Arnþór Ari Atlason frá Fram Ismar Tandir frá Red Bull Salzburg Kári Ársælsson frá BÍ/Bolungarvík Ósvald Jarl Traustason frá FramFarnir: Árni Vilhjálmsson til Lilleström Elfar Árni Aðalsteinsson í KA Finnur Orri Margeirsson í FH Gísli Páll Helgason í Þór Elvar Páll Sigurðsson í Leikni Jordan Halsman Stefán Þór Pálsson í Víking Tómas Óli Garðarsson í Val Blikar hafa ekki styrkt sig mikið og sérstaklega ekki þegar horft er til leikmannanna sem það hefur misst. Tveir algjörir lykilmenn eru farnir í fyrirliðanum Finni Orra Margeirssyni og framherjanum Árna Vilhjálmssyni sem skoraði grimmt síðustu tvö sumur. Elfar Árni Aðalsteinsson er einnig farinn sem og tveir uppaldir framherjar; Stefán Þór Pálsson og Elvar Páll Sigurðsson. Blikar héldu að þeir væru að fá Kristján Flóka Finnbogason áður en FH stal honum fyrir framan nefið á þeim. Fjórir framherjar eru farnir og aðeins einn kominn, Ismar Tandir, sem hefur engan heillað. Eins og oft áður hafa Blikar leitað inn á við, en Davíð Kristján Ólafsson og Höskuldur Gunnlaugsson fá stærra hlutverk í liðinu og spila á köntunum. Þá fengu Blikar Arnþór Ara Atlason fá Fram sem hefur litið stórvel út í vor. Breiðablik er að leita að frekari liðsstyrk sem er eðlilegt enda ekki hægt að segja liðið hafi gert flotta hluti á markaðnum. Þeir fóru sérstaklega illa út úr framherjamálunum.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN?Óskar Hrafn Þorvaldsson er íþróttastjóri 365 og einn af sérfræðingum Vísis í spánni fyrir Pepsi-deildina. Hann spilaði 71 leik fyrir KR í efstu deild og varð bikarmeistari með liðinu árið 1994. Hann lék einnig með Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni og á að baki þrjá landsleiki fyrir A-landslið Íslands auk 30 leikja fyrir yngri landsliðin.Höskuldur Gunnlaugsson er efnilegur kantmaður sem fær mikið að spila í sumar.vísir/ernirSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Þar sem fáir leikmenn komu til liðsins hefur Arnar getað spilað á sínu liði frekar lengi. Liðið er nokkuð fastmótað, spilar virkilega glæsilegan fótbolta og er búið að vinna tvo bikara. Varnarlínan virkar mjög sterk og liðið er með besta bakvarðaparið í deildinni.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Breiddin er ekki mikil og þá er mikil ábyrgð lögð á herðar ungra manna (Davíðs Kristjáns, Höskuldar og Arnþórs Ara) í framlínunni. Ef Ellert skorar ekki mörkin er erfitt að sjá hver ætlar að gera það fyrir Breiðablik og svo er spurning hvort Blikar séu nógu vel skipaðir í stöðu varnarsinnaðs miðjumanns.Arnór Sveinn Aðalsteinsson var gerður að fyrirliða Breiðabliks.vísir/andri marinóBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Addi Grétars kominn heim og lætur liðið spila sambabolta. Kiddi Jóns mun skora meira úr bakvarðastöðunni en margir framherjar í deildinni og Ellert Hreinsson hefur aldrei litið betur út. Gulli Gull lítur aftur út eins og landsliðsmarkvörður og við erum nú þegar búnir að vinna tvo bikara. Við verðum í baráttu um titilinn með smá heppni.SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Það eru bara krakkar á miðjunni og enginn til að skora mörkin nema Ellert. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Kiddi hlaupi 90 metra með boltann í hverri sókn og skori, hann er varnarmaður! Við verðum aldrei í baráttunni um titilinn með þessa breidd. Ef ungu strákarnir klikka, okkur gengur erfiðlega að skora og við styrkjum okkur ekki meira gætum við alveg misst af Evrópukeppni líka.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00