Illugi seldi eigin félagi íbúðina Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. apríl 2015 14:22 Illugi átti OG Capital þegar hann segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Félagið var svo selt stjórnarformanni Orku Energy um í lok árs 2013. Vísir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, seldi eigin eignarhaldsfélagi íbúð sína og eiginkonu sinnar við Ránargötu í Reykjavík í lok maí árið 2013. Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, keypti eignarhaldsfélagið og þar með fasteignina í desember sama ár. Það var eftir að Illugi hafði verið viðstaddur undirritun samnings á milli Orku Energy og kínverskra stjórnvalda og eftir að hann hafði þegið laun frá félaginu. Haukur Harðarson er stjórnarformaður Orku Energy, félags sem Illugi vann fyrir árið 2011.Orka Energy Átti ekki í viðskiptum við Hauk í maí Af svörum Illuga við fyrirspurn fréttastofu í gær mátti skilja að Illugi hafi selt íbúðina til Hauks í maí árið 2013, áður en Illugi tók sæti sem mennta- og menningarmálaráðherra en eftir að nýtt þing var kosið. Á þeim tíma var félagið sem heldur utan um eignina, OG Capital, hins vegar enn í eigu Illuga. Samkvæmt gögnum frá ársreikningaskrá undirritaði Haukur umboð til Harðar Harðarsonar um að skrifa undir kaupsamning vegna OG Capital 29. desember árið 2013. Félagið var svo keypt daginn eftir fyrir 500 þúsund krónur, að því er fram kemur í umboðinu til Harðar. Sama dag sagði Illugi og Brynhildur Einarsdóttir, eiginkona hans, sig úr stjórn fyrirtækisins en þar höfðu þau setið, annað sem formaður og hitt sem varamaður, frá því árið 2010.Afsalið ekki undirritað fyrr en 2014 Í fasteignaskrá ríkisins segir að afhendingardagur fasteignarinnar við Ránargötu sé 31. desember árið 2013, það er daginn eftir að gengið hafði verið frá kaupum Hauks á OG Capital og úrsögn Illuga úr stjórn félagsins. Þetta kemur fram í afsali eignarinnar sem undirritað var 23. júní árið 2014, tæpum sjö mánuðum eftir að afhending fasteignarinnar hafði farið fram og rúmu ári eftir að Illugi segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Íbúðin sem um ræðir stendur við Ránargötu í Reykjavík.Vísir/ErnirÍ afsalinu kemur einnig fram að félagið yfirtaki skuldir sem hvíla á eigninni. Það er 25,5 milljóna króna lán og annað 8,5 milljóna lán. Einnig yfirtók félagið 21 milljóna króna tryggingabréf sem hvíldi á þriðja veðrétti íbúðarinnar. Samkvæmt Illuga voru engar skuldir á bak við það tryggingarbréf. Skjölin ekki þinglýst Eina skjalið sem hefur verið þinglýst vegna viðskiptanna er afsalið frá 2014. Kaupsamningurinn sem Illugi vísar til í svari sínu við fyrirspurn fréttastofu í gær var ekki þinglýstur. Þá hefur engum leigusamningi verið þinglýst hjá sýslumanni vegna íbúðarinnar. Opinber gögn eru því að mörgu leiti takmörkuð er varða viðskiptin en auk afsalsins eru áður nefnd gögn úr fyrirtækjaskrá aðgengileg.Var spurður hvort Haukur væri viðskiptafélagi Illugi upplýsti um málið að eigin frumkvæði í viðtali við RÚV. Það var eftir að hann hafði fengið sendar spurningar frá blaðamanni Stundarinnar þar sem spurt var út í viðskipti hans við OG Capital. Samkvæmt Stundinni svaraði Illugi ekki öllum spurningum fréttastofunnar. Hann óskaði eftir að fá að koma í viðtal við RÚV þar sem hann upplýsti að hann hafi selt stjórnarformanni og einum eiganda Orku Energy íbúðina sína vegna fjárhagserfiðleika. DV hafði þá spurt beint út í tengsl Illuga við Hauk. Í svörum við skriflegum spurningum blaðsins sem bárust 20. apríl sagðist Illugi ekki hafa fjárhagsleg tengsl við Hauk. Sá hann ekki ástæðu til að greina frá því að Haukur hafi aðstoðað hann við að leysa úr miklum fjárhagsvandræðum sínum með því að yfirtaka íbúðina hans og eignarhaldsfélagið OG Capital. Það gerði hann hins vegar fimm dögum síðar í áðurnefndu viðtali við RÚV.Skuldsett fyrir 57 milljónirSamkvæmt ársreikningi OG Capital fyrir árið 2013, þar sem Haukur er skráður eigandi að öllu útgefnu hlutafé í félaginu, eru ekki teljandi tekjur færðar til bókar. Í raun virðist eina starfsemi félagsins hafa verið kaup á íbúð Illuga og eiginkonu hans. Skuldir félagsins jukust um 57 milljónir króna á árinu en samkvæmt því sem Illugi sagði í yfirlýsingu á Facebook var íbúðin seld á 53,5 milljónir. Vísir óskaði í morgun eftir viðtali við Illuga vegna málsins en þegar þetta er skrifað hefur ekkert svar borist frá aðstoðarmanni ráðherrans vegna þessa. Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, seldi eigin eignarhaldsfélagi íbúð sína og eiginkonu sinnar við Ránargötu í Reykjavík í lok maí árið 2013. Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, keypti eignarhaldsfélagið og þar með fasteignina í desember sama ár. Það var eftir að Illugi hafði verið viðstaddur undirritun samnings á milli Orku Energy og kínverskra stjórnvalda og eftir að hann hafði þegið laun frá félaginu. Haukur Harðarson er stjórnarformaður Orku Energy, félags sem Illugi vann fyrir árið 2011.Orka Energy Átti ekki í viðskiptum við Hauk í maí Af svörum Illuga við fyrirspurn fréttastofu í gær mátti skilja að Illugi hafi selt íbúðina til Hauks í maí árið 2013, áður en Illugi tók sæti sem mennta- og menningarmálaráðherra en eftir að nýtt þing var kosið. Á þeim tíma var félagið sem heldur utan um eignina, OG Capital, hins vegar enn í eigu Illuga. Samkvæmt gögnum frá ársreikningaskrá undirritaði Haukur umboð til Harðar Harðarsonar um að skrifa undir kaupsamning vegna OG Capital 29. desember árið 2013. Félagið var svo keypt daginn eftir fyrir 500 þúsund krónur, að því er fram kemur í umboðinu til Harðar. Sama dag sagði Illugi og Brynhildur Einarsdóttir, eiginkona hans, sig úr stjórn fyrirtækisins en þar höfðu þau setið, annað sem formaður og hitt sem varamaður, frá því árið 2010.Afsalið ekki undirritað fyrr en 2014 Í fasteignaskrá ríkisins segir að afhendingardagur fasteignarinnar við Ránargötu sé 31. desember árið 2013, það er daginn eftir að gengið hafði verið frá kaupum Hauks á OG Capital og úrsögn Illuga úr stjórn félagsins. Þetta kemur fram í afsali eignarinnar sem undirritað var 23. júní árið 2014, tæpum sjö mánuðum eftir að afhending fasteignarinnar hafði farið fram og rúmu ári eftir að Illugi segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Íbúðin sem um ræðir stendur við Ránargötu í Reykjavík.Vísir/ErnirÍ afsalinu kemur einnig fram að félagið yfirtaki skuldir sem hvíla á eigninni. Það er 25,5 milljóna króna lán og annað 8,5 milljóna lán. Einnig yfirtók félagið 21 milljóna króna tryggingabréf sem hvíldi á þriðja veðrétti íbúðarinnar. Samkvæmt Illuga voru engar skuldir á bak við það tryggingarbréf. Skjölin ekki þinglýst Eina skjalið sem hefur verið þinglýst vegna viðskiptanna er afsalið frá 2014. Kaupsamningurinn sem Illugi vísar til í svari sínu við fyrirspurn fréttastofu í gær var ekki þinglýstur. Þá hefur engum leigusamningi verið þinglýst hjá sýslumanni vegna íbúðarinnar. Opinber gögn eru því að mörgu leiti takmörkuð er varða viðskiptin en auk afsalsins eru áður nefnd gögn úr fyrirtækjaskrá aðgengileg.Var spurður hvort Haukur væri viðskiptafélagi Illugi upplýsti um málið að eigin frumkvæði í viðtali við RÚV. Það var eftir að hann hafði fengið sendar spurningar frá blaðamanni Stundarinnar þar sem spurt var út í viðskipti hans við OG Capital. Samkvæmt Stundinni svaraði Illugi ekki öllum spurningum fréttastofunnar. Hann óskaði eftir að fá að koma í viðtal við RÚV þar sem hann upplýsti að hann hafi selt stjórnarformanni og einum eiganda Orku Energy íbúðina sína vegna fjárhagserfiðleika. DV hafði þá spurt beint út í tengsl Illuga við Hauk. Í svörum við skriflegum spurningum blaðsins sem bárust 20. apríl sagðist Illugi ekki hafa fjárhagsleg tengsl við Hauk. Sá hann ekki ástæðu til að greina frá því að Haukur hafi aðstoðað hann við að leysa úr miklum fjárhagsvandræðum sínum með því að yfirtaka íbúðina hans og eignarhaldsfélagið OG Capital. Það gerði hann hins vegar fimm dögum síðar í áðurnefndu viðtali við RÚV.Skuldsett fyrir 57 milljónirSamkvæmt ársreikningi OG Capital fyrir árið 2013, þar sem Haukur er skráður eigandi að öllu útgefnu hlutafé í félaginu, eru ekki teljandi tekjur færðar til bókar. Í raun virðist eina starfsemi félagsins hafa verið kaup á íbúð Illuga og eiginkonu hans. Skuldir félagsins jukust um 57 milljónir króna á árinu en samkvæmt því sem Illugi sagði í yfirlýsingu á Facebook var íbúðin seld á 53,5 milljónir. Vísir óskaði í morgun eftir viðtali við Illuga vegna málsins en þegar þetta er skrifað hefur ekkert svar borist frá aðstoðarmanni ráðherrans vegna þessa.
Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira