Áfangastaðurinn Ísland kynntur með nýrri mannlegri leitarvél Stefán Árni Pálsson skrifar 28. apríl 2015 14:41 Sjö Guðmundur og Guðmundar hafa verið valin til þess að taka þátt í verkefninu, hvert frá sínum landshluta; Reykjavík, Suðurlandi, Reykjanesi, Vesturlandi, Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Nýr áfangi markaðsverkefnisins Ísland - allt árið hefst í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá íslandsstofu. Þá verður kynnt ónvenjulegt tækifæri fyrir ferðamenn til að tengjast íslenskri ferðaþjónustu, en það er leitarvélin Guðmundur. Hún hefur þá sérstöðu fram yfir aðrar leitarvélar að vera mennsk. Sjö Guðmundur og Guðmundar hafa verið valin til þess að taka þátt í verkefninu, hvert frá sínum landshluta; Reykjavík, Suðurlandi, Reykjanesi, Vesturlandi, Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Þau munu svara spurningum áhugasamra ferðamanna á lifandi og skemmtilegan hátt í gegnum samfélagsmiðla verkefnisins bæði með myndböndum og skriflegum svörum. Helstu miðlar verða Facebook, Twitter og Youtube. Ask Guðmundur leitarvélin er kannski ekki eins hröð og tölva og getur ekki svarað öllum spurningum, en verandi mannleg getur hún svarað persónulega og jafnvel leitað svara víðar, t.d. hjá vinum og ættingjum. Þetta býður upp á bæði skemmtilega persónulega tengingu og einlægari svör en nokkur vélræn leitarvél getur boðið. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á landi og þjóð, og fræða og hvetja erlenda ferðamenn til þess að heimsækja Ísland utan háannar, ferðast víðar um landið og aðhafast meira með íslenskri ferðaþjónustu. Eins og áður er Ísland kynnt undir merkjum Inspired by Iceland. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, segir að aðaláherslan í markaðssetningu Íslands í dag miði að því að vekja áhuga á Íslandi utan háannar og að fá fólk til þess að ferðast víðar um landið. „Þannig stuðlum við að aukinni sjálfbærni með því að dreifa álaginu og gefa fleirum kost á að njóta alls þess jákvæða sem ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða. Við viljum vekja athygli á þeirri frábæru vöru og þjónustu sem ferðamönnum stendur til boða og hvetja þá til að njóta þeirrar upplifunnar sem ferðalag til Íslands er. Með þessu skemmtilega verkefni, Ask Guðmundur, vekjum við athygli umheimsins á Íslandi. Það að bjóða upp á mannlega leitarvél gefur persónulega nálgun sem og gríðarleg tækifæri til þess að vekja betur athygli á hverjum landshluta fyrir sig og eigum við gott samstarf við markaðsstofur landshlutanna í þeim efnum. Samstarfið við Guðmundur og Guðmunda landsins hefur líka verið alveg frábært. Þetta er einstaklega jákvæður hópur sem er til í að taka þátt í þessari skemmtilegu nálgun með okkur.“Hlakkar til að heyra hvað fólk þyrstir að vita Það eru yfir 4000 einstaklingar á Íslandi sem bera nöfnin Guðmundur eða Guðmunda. Fyrstur til að ríða á vaðið er Guðmundur Karl Jónsson frá Norðurlandi, en hann er mikill skíða- og golf áhugamaður. Hann mun svara fyrstu spurningum ferðamanna um Ísland. Guðmundur frá Norðurlandi segir að Íslendingar feti oft ótroðnar slóðir og það sé tilfellið nú. „Við gerum hluti öðruvísi og þegar ég heyrði af því að Ísland – allt árið væri að vinna að þessari herferð langaði mig til að vera með. Þar sem að ég er nú einu sinni mennskur get ég ekki svarað öllum mögulegum spurningum. Maður verður líka að velta sumu nokkuð vel fyrir sér áður en maður svarar en ef ég get ekki svarað þá leitar maður til fjölskyldu og vina. Það verður rosalega gaman að sjá að hverju fólk mun spyrja“ segir Guðmundur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Nýr áfangi markaðsverkefnisins Ísland - allt árið hefst í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá íslandsstofu. Þá verður kynnt ónvenjulegt tækifæri fyrir ferðamenn til að tengjast íslenskri ferðaþjónustu, en það er leitarvélin Guðmundur. Hún hefur þá sérstöðu fram yfir aðrar leitarvélar að vera mennsk. Sjö Guðmundur og Guðmundar hafa verið valin til þess að taka þátt í verkefninu, hvert frá sínum landshluta; Reykjavík, Suðurlandi, Reykjanesi, Vesturlandi, Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Þau munu svara spurningum áhugasamra ferðamanna á lifandi og skemmtilegan hátt í gegnum samfélagsmiðla verkefnisins bæði með myndböndum og skriflegum svörum. Helstu miðlar verða Facebook, Twitter og Youtube. Ask Guðmundur leitarvélin er kannski ekki eins hröð og tölva og getur ekki svarað öllum spurningum, en verandi mannleg getur hún svarað persónulega og jafnvel leitað svara víðar, t.d. hjá vinum og ættingjum. Þetta býður upp á bæði skemmtilega persónulega tengingu og einlægari svör en nokkur vélræn leitarvél getur boðið. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á landi og þjóð, og fræða og hvetja erlenda ferðamenn til þess að heimsækja Ísland utan háannar, ferðast víðar um landið og aðhafast meira með íslenskri ferðaþjónustu. Eins og áður er Ísland kynnt undir merkjum Inspired by Iceland. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, segir að aðaláherslan í markaðssetningu Íslands í dag miði að því að vekja áhuga á Íslandi utan háannar og að fá fólk til þess að ferðast víðar um landið. „Þannig stuðlum við að aukinni sjálfbærni með því að dreifa álaginu og gefa fleirum kost á að njóta alls þess jákvæða sem ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða. Við viljum vekja athygli á þeirri frábæru vöru og þjónustu sem ferðamönnum stendur til boða og hvetja þá til að njóta þeirrar upplifunnar sem ferðalag til Íslands er. Með þessu skemmtilega verkefni, Ask Guðmundur, vekjum við athygli umheimsins á Íslandi. Það að bjóða upp á mannlega leitarvél gefur persónulega nálgun sem og gríðarleg tækifæri til þess að vekja betur athygli á hverjum landshluta fyrir sig og eigum við gott samstarf við markaðsstofur landshlutanna í þeim efnum. Samstarfið við Guðmundur og Guðmunda landsins hefur líka verið alveg frábært. Þetta er einstaklega jákvæður hópur sem er til í að taka þátt í þessari skemmtilegu nálgun með okkur.“Hlakkar til að heyra hvað fólk þyrstir að vita Það eru yfir 4000 einstaklingar á Íslandi sem bera nöfnin Guðmundur eða Guðmunda. Fyrstur til að ríða á vaðið er Guðmundur Karl Jónsson frá Norðurlandi, en hann er mikill skíða- og golf áhugamaður. Hann mun svara fyrstu spurningum ferðamanna um Ísland. Guðmundur frá Norðurlandi segir að Íslendingar feti oft ótroðnar slóðir og það sé tilfellið nú. „Við gerum hluti öðruvísi og þegar ég heyrði af því að Ísland – allt árið væri að vinna að þessari herferð langaði mig til að vera með. Þar sem að ég er nú einu sinni mennskur get ég ekki svarað öllum mögulegum spurningum. Maður verður líka að velta sumu nokkuð vel fyrir sér áður en maður svarar en ef ég get ekki svarað þá leitar maður til fjölskyldu og vina. Það verður rosalega gaman að sjá að hverju fólk mun spyrja“ segir Guðmundur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira