Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2015 15:44 Ferðamálafólki fyrir norðan þótti látbragð Björns Óla forstjóra ekki til sóma en hann hristi haus og flissaði. visir/pjetur Í gær var haldinn fundur um 65 sveitarstjórnarmanna og þingmanna á Akureyri um opnun fleiri gátta inn í landið fyrir erlenda ferðamenn. Forstjóri Isavia, Björn Óli Hauksson, sat fundinn, sem og tók hann til máls og vakti látbragð hans furðu og jafnvel reiði margra fundarmanna. Samkvæmt heimildum Vísis voru nokkrir sem vildu skjóta á ISAVIA og lýstu yfir vonbrigðum með meinta tregðu þeirra í þessum málum. Í hvert sinn sem menn sögðu eitthvað sem forstjóranum mislíkaði eða var ekki sammála, þá hristi hann haus og fussaði og/eða flissaði. Í fréttatilkynningu sem send hefur verið út segir hins vegar að á fundinum kom fram mikill einhugur meðal fundarmanna um mikilvægi þess að opna fleiri gáttir inn í landið. Mikil samstaða var einnig um að aðkoma heimamanna væri nauðsynleg í vinnunni. Skipun starfshóps á vegum forsætisráðuneytisins var fagnað, en jafnframt lögð áhersla á að út úr vinnunni komu haldbær gögn og ákvarðanataka stjórnvalda í kjölfarið. Til fundarins var boðað af Markaðsstofu Norðurlands, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Samtökum Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, Eyþing, Austurbrú og Fjórðungssambandi Vestfirðinga.Hristi hausinn og flissaðiEinn þeirra sem tjáð hefur sig um fundinn er Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Karl er jafnframt varamaður í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og á og rekur Lamb Inn Öngulstöðum ásamt fjölskyldu sinni og tengdaföður. „Það skal líka sagt að á fundinum vakti athygli látbragð forstjóra ISAVIA þegar hann sat undir fyrirlestrunum. Hann hristi hausinn og flissaði ef framsögumenn sögðu eitthvað sem honum mislíkaði. Ráðning hans hlýtur að hafa verið einn stór misskilningur, því ekki bar hann það með sér að vera forstjóri yfir gríðarlega stóru opinberu hlutafélagi,“ segir Karl á Facebooksíðu sinni.Fjölgun ferðamanna ekki skilað sér út á land Vísir spurði Karl út í þessi orð. Hann taldi þá hegðun forstjóra ISAVIA ekki aðalatriði málsins, vildi ekki dvelja við það heldur málefnin og þau rök sem liggja til grundvallar því að hefja millilandaflug út á landi. „Þorvaldur Lúðvík hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar kom með punkta um bolfiskvinnsluna, að hún sé að færast nær suð-vestur horninu vegna nálægðar við flugvöllinn. Hann velti því upp hversu mörg störf hefðu horfið suður út af því,“ segir Karl. Karl telur að þjóðarbúið verði af miklum tekjum með því að formlegt millilandaflug er ekki í gangi nema inn á einn flugvöll, Keflavík. Innviðir, fjárfestingar og geta heimamanna eru vannýttir tekjumöguleikar. „Ef 100 þúsund fleiri gestir kæmu um nýja gátt, myndi landsframleiðslan aukast um 1 prósent, eða um 18 milljarða, að mati hagfræðings sem skoðað hefur málið.“ Þá telur Karl fjölgun ferðamanna til landsins ekki hafa skilað sér út fyrir suðvestur hluta landsins og geta ferðaþjónustunnar á Norður- og Austurlandi er mjög vannýtt. „Á Norðurlandi eru t.a.m. meira ein milljón gistinátta ónýttar á ársgrundvelli. Svæðið er tilbúið að taka við fleiri ferðamönnum og innviðir til staðar til þess að hefja flug.“Vilja stjórnvaldsákvörðunEn, Björn Óli Hauksson hefur ekki gefið mikið fyrir þessar hugmyndir og málflutning? „Hann sagðist vera bundinn af ákvörðunum stjórnar og eigenda ISAVIA, að á meðan þeir aðilar tækju ekki ákvörðun um að fara í millilandaflug annað, þá myndi fyrirtækið einbeita sér að uppbyggingunni í Keflavík,“ segir Karl. Hann telur að þetta sé nákvæmlega það sem fólk hafi óttast með nefnd forsætisráðherra, að hún myndi flækja sig í allskonar tækniatriðum og slíku, í stað þess að leggja fram tillögu um að millilandaflug skuli hafið á AEK eða EGS eða báða staði. „Það þarf stjórnvaldsákvörðun, fyrr gerist ekkert. Við getum endalaust reynt að vinna flugfélög inn á þessa hugmynd að byrja að fljúga inn, en fyrr en þessi stjórnvaldsákvörðun liggur fyrir, gerist ekki neitt. Á meðan verðu við af gríðarlega miklum tekjum, allt þjóðarbúið. Það sem er svolítið misskilið í þessari umræðu, er að við erum ekki að tala um að ný gátt tæki eitthvað frá Keflavík, heldur fengi hún frekar hlutdeild í þeirri aukningu sem verður,“ segir Karl Jónsson ferðafrömuður fyrir norðan.Athugasemd.Björn Óli Hauksson forstjóri ISAVIA var fastur á fundi þegar Vísir reyndi að fá viðbrögð hans við þessum orðum, en leitast verður eftir því að heyra í honum svo fljótt sem auðið er. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Í gær var haldinn fundur um 65 sveitarstjórnarmanna og þingmanna á Akureyri um opnun fleiri gátta inn í landið fyrir erlenda ferðamenn. Forstjóri Isavia, Björn Óli Hauksson, sat fundinn, sem og tók hann til máls og vakti látbragð hans furðu og jafnvel reiði margra fundarmanna. Samkvæmt heimildum Vísis voru nokkrir sem vildu skjóta á ISAVIA og lýstu yfir vonbrigðum með meinta tregðu þeirra í þessum málum. Í hvert sinn sem menn sögðu eitthvað sem forstjóranum mislíkaði eða var ekki sammála, þá hristi hann haus og fussaði og/eða flissaði. Í fréttatilkynningu sem send hefur verið út segir hins vegar að á fundinum kom fram mikill einhugur meðal fundarmanna um mikilvægi þess að opna fleiri gáttir inn í landið. Mikil samstaða var einnig um að aðkoma heimamanna væri nauðsynleg í vinnunni. Skipun starfshóps á vegum forsætisráðuneytisins var fagnað, en jafnframt lögð áhersla á að út úr vinnunni komu haldbær gögn og ákvarðanataka stjórnvalda í kjölfarið. Til fundarins var boðað af Markaðsstofu Norðurlands, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Samtökum Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, Eyþing, Austurbrú og Fjórðungssambandi Vestfirðinga.Hristi hausinn og flissaðiEinn þeirra sem tjáð hefur sig um fundinn er Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Karl er jafnframt varamaður í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og á og rekur Lamb Inn Öngulstöðum ásamt fjölskyldu sinni og tengdaföður. „Það skal líka sagt að á fundinum vakti athygli látbragð forstjóra ISAVIA þegar hann sat undir fyrirlestrunum. Hann hristi hausinn og flissaði ef framsögumenn sögðu eitthvað sem honum mislíkaði. Ráðning hans hlýtur að hafa verið einn stór misskilningur, því ekki bar hann það með sér að vera forstjóri yfir gríðarlega stóru opinberu hlutafélagi,“ segir Karl á Facebooksíðu sinni.Fjölgun ferðamanna ekki skilað sér út á land Vísir spurði Karl út í þessi orð. Hann taldi þá hegðun forstjóra ISAVIA ekki aðalatriði málsins, vildi ekki dvelja við það heldur málefnin og þau rök sem liggja til grundvallar því að hefja millilandaflug út á landi. „Þorvaldur Lúðvík hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar kom með punkta um bolfiskvinnsluna, að hún sé að færast nær suð-vestur horninu vegna nálægðar við flugvöllinn. Hann velti því upp hversu mörg störf hefðu horfið suður út af því,“ segir Karl. Karl telur að þjóðarbúið verði af miklum tekjum með því að formlegt millilandaflug er ekki í gangi nema inn á einn flugvöll, Keflavík. Innviðir, fjárfestingar og geta heimamanna eru vannýttir tekjumöguleikar. „Ef 100 þúsund fleiri gestir kæmu um nýja gátt, myndi landsframleiðslan aukast um 1 prósent, eða um 18 milljarða, að mati hagfræðings sem skoðað hefur málið.“ Þá telur Karl fjölgun ferðamanna til landsins ekki hafa skilað sér út fyrir suðvestur hluta landsins og geta ferðaþjónustunnar á Norður- og Austurlandi er mjög vannýtt. „Á Norðurlandi eru t.a.m. meira ein milljón gistinátta ónýttar á ársgrundvelli. Svæðið er tilbúið að taka við fleiri ferðamönnum og innviðir til staðar til þess að hefja flug.“Vilja stjórnvaldsákvörðunEn, Björn Óli Hauksson hefur ekki gefið mikið fyrir þessar hugmyndir og málflutning? „Hann sagðist vera bundinn af ákvörðunum stjórnar og eigenda ISAVIA, að á meðan þeir aðilar tækju ekki ákvörðun um að fara í millilandaflug annað, þá myndi fyrirtækið einbeita sér að uppbyggingunni í Keflavík,“ segir Karl. Hann telur að þetta sé nákvæmlega það sem fólk hafi óttast með nefnd forsætisráðherra, að hún myndi flækja sig í allskonar tækniatriðum og slíku, í stað þess að leggja fram tillögu um að millilandaflug skuli hafið á AEK eða EGS eða báða staði. „Það þarf stjórnvaldsákvörðun, fyrr gerist ekkert. Við getum endalaust reynt að vinna flugfélög inn á þessa hugmynd að byrja að fljúga inn, en fyrr en þessi stjórnvaldsákvörðun liggur fyrir, gerist ekki neitt. Á meðan verðu við af gríðarlega miklum tekjum, allt þjóðarbúið. Það sem er svolítið misskilið í þessari umræðu, er að við erum ekki að tala um að ný gátt tæki eitthvað frá Keflavík, heldur fengi hún frekar hlutdeild í þeirri aukningu sem verður,“ segir Karl Jónsson ferðafrömuður fyrir norðan.Athugasemd.Björn Óli Hauksson forstjóri ISAVIA var fastur á fundi þegar Vísir reyndi að fá viðbrögð hans við þessum orðum, en leitast verður eftir því að heyra í honum svo fljótt sem auðið er.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira