Bjarni biðst afsökunar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2015 12:30 Bjarni og félagar taka á móti Akureyringum í Austurberginu klukkan 16:00 í dag. vísir/valli Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari ÍR, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir leik Akureyrar og ÍR í átta-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta á föstudaginn. Í samtali við Vísi eftir leikinn, sem Akureyri vann 23-20 á heimavelli, vandaði Bjarni dómurum leiksins, þeim Gísla Hlyni Jóhannessyni og Hafsteini Ingibergssyni, ekki kveðjurnar og ásakaði þá m.a. um dónaskap. „Þeir eru á tíma að flauta okkur út úr þessum leik. Þetta eru 8-liða úrslit sem að við höfum verið að berjast fyrir í allan vetur og svo fáum við svona. Þetta er ekki ásættanlegt. „Það er ekki hægt að bjóða mönnum sem leggja svona mikla vinnu í veturinn upp á svona dómara," sagði Bjarni eftir leikinn en hann var m.a. ósáttur með rauða spjaldið sem Jón Heiðar Gunnarsson fékk að líta. „Síðan er ekki hægt að tala við þá. Þeir eru bara með dónaskap og henda mönnum hérna útaf með rautt spjald þegar menn eru að reyna að fá útskýringu einhverju, sem er alveg ótrúlegt. „Þetta var bara slæmur árekstur, þetta er bara einn dómur af fjölmörgum. Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef séð.Þeir dæma eitthvað öðru megin, og allt annað hinum megin – ekkert samræmi. Það er mjög leiðinlegt að upplifa að maður sé að spila leik sem er ekki sanngjarn og heiðarlegur.“ Bjarni baðst í gær afsökunar á þessum ummælum á Facebook-síðu sinni en færslu hans má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. „Ein af mínum vinnureglum sem þjálfari er að gagnrýna ekki dómarar í fjölmiðlum. Ástæðan fyrir því er sú að ég tel að það þjóni ekki neinum tilgangi og sé aðeins til þess fallið að skapa gjá milli dómara og leikmanna. „Persónulega finnst mér að dómarar, leikmenn og þjálfarar eigi að vinna saman að því að gera leikinn eins góðan og hægt er, enda eru allir að vinna að sama markmiði. „Í gær braut ég þessa vinnureglu í fyrsta sinn í langan tíma og gagnrýndi þá góðu drengi Gísla og Hafstein opinberlega. „Þrátt fyrir að ég hafi ekki verið 100% sáttur með þeirra frammistöðu þá sé ég eftir því að hafa tekið svona hart til orða. „Það er hægt að skrifa þetta á keppnisskapið, hitan í augnablikinu osfrv. en það er samt engin afsökun. Gísli og Hafsteinn eru reynslumiklir dómarar og eiga betra skilið. „Ég vona að fólk fari nú að snúa sér að einhverju öðru jákvæðara og skemmtilegra allaveganna höfum við strákarnir í ÍR gert það. Því okkar bíður skemmtilegt og spennandi verkefni strax á morgun sem við erum fullir tilhlökkunar yfir. „Að lokun langar mig að hvetja alla ÍR ingar til að mæta upp í Berg á morgun til að styðja liðið. Við munum selja okkur dýrt og gefa allt sem við eigum til þess að komast áfram. „Bestu kveðjur Bjarni Fritz.“ ÍR og Akureyri mætast í oddaleik í Austurbergi seinna í dag. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Fritzson: Dómararnir bara með dónaskap Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari ÍR, var langt frá því að vera sáttur eftir að hafa þurft að þola þriggja marka tap á Akureyri í kvöld en norðanmenn tryggðu sér með því oddaleik í Austurberginu á sunnudaginn. 10. apríl 2015 21:33 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Akureyri 24-22 | Björgvin sneri aftur með stæl ÍR bar sigurorð af Akureyri, 24-22, í oddaleik um sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. 12. apríl 2015 10:53 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍR 23-20 | Oddaleikur í Austurbergi á sunnudaginn Akureyri tryggði sér oddaleik í einvígi sínu á móti ÍR í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta eftir þriggja marka sigur í öðrum leik liðanna. 10. apríl 2015 15:08 Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Akureyri 24-20 | Loks sigur hjá ÍR ÍR er komið í 1-0 forystu gegn Akureyri eftir baráttusigur í Breiðholtinu. 8. apríl 2015 09:21 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari ÍR, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir leik Akureyrar og ÍR í átta-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta á föstudaginn. Í samtali við Vísi eftir leikinn, sem Akureyri vann 23-20 á heimavelli, vandaði Bjarni dómurum leiksins, þeim Gísla Hlyni Jóhannessyni og Hafsteini Ingibergssyni, ekki kveðjurnar og ásakaði þá m.a. um dónaskap. „Þeir eru á tíma að flauta okkur út úr þessum leik. Þetta eru 8-liða úrslit sem að við höfum verið að berjast fyrir í allan vetur og svo fáum við svona. Þetta er ekki ásættanlegt. „Það er ekki hægt að bjóða mönnum sem leggja svona mikla vinnu í veturinn upp á svona dómara," sagði Bjarni eftir leikinn en hann var m.a. ósáttur með rauða spjaldið sem Jón Heiðar Gunnarsson fékk að líta. „Síðan er ekki hægt að tala við þá. Þeir eru bara með dónaskap og henda mönnum hérna útaf með rautt spjald þegar menn eru að reyna að fá útskýringu einhverju, sem er alveg ótrúlegt. „Þetta var bara slæmur árekstur, þetta er bara einn dómur af fjölmörgum. Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef séð.Þeir dæma eitthvað öðru megin, og allt annað hinum megin – ekkert samræmi. Það er mjög leiðinlegt að upplifa að maður sé að spila leik sem er ekki sanngjarn og heiðarlegur.“ Bjarni baðst í gær afsökunar á þessum ummælum á Facebook-síðu sinni en færslu hans má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. „Ein af mínum vinnureglum sem þjálfari er að gagnrýna ekki dómarar í fjölmiðlum. Ástæðan fyrir því er sú að ég tel að það þjóni ekki neinum tilgangi og sé aðeins til þess fallið að skapa gjá milli dómara og leikmanna. „Persónulega finnst mér að dómarar, leikmenn og þjálfarar eigi að vinna saman að því að gera leikinn eins góðan og hægt er, enda eru allir að vinna að sama markmiði. „Í gær braut ég þessa vinnureglu í fyrsta sinn í langan tíma og gagnrýndi þá góðu drengi Gísla og Hafstein opinberlega. „Þrátt fyrir að ég hafi ekki verið 100% sáttur með þeirra frammistöðu þá sé ég eftir því að hafa tekið svona hart til orða. „Það er hægt að skrifa þetta á keppnisskapið, hitan í augnablikinu osfrv. en það er samt engin afsökun. Gísli og Hafsteinn eru reynslumiklir dómarar og eiga betra skilið. „Ég vona að fólk fari nú að snúa sér að einhverju öðru jákvæðara og skemmtilegra allaveganna höfum við strákarnir í ÍR gert það. Því okkar bíður skemmtilegt og spennandi verkefni strax á morgun sem við erum fullir tilhlökkunar yfir. „Að lokun langar mig að hvetja alla ÍR ingar til að mæta upp í Berg á morgun til að styðja liðið. Við munum selja okkur dýrt og gefa allt sem við eigum til þess að komast áfram. „Bestu kveðjur Bjarni Fritz.“ ÍR og Akureyri mætast í oddaleik í Austurbergi seinna í dag. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Fritzson: Dómararnir bara með dónaskap Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari ÍR, var langt frá því að vera sáttur eftir að hafa þurft að þola þriggja marka tap á Akureyri í kvöld en norðanmenn tryggðu sér með því oddaleik í Austurberginu á sunnudaginn. 10. apríl 2015 21:33 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Akureyri 24-22 | Björgvin sneri aftur með stæl ÍR bar sigurorð af Akureyri, 24-22, í oddaleik um sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. 12. apríl 2015 10:53 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍR 23-20 | Oddaleikur í Austurbergi á sunnudaginn Akureyri tryggði sér oddaleik í einvígi sínu á móti ÍR í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta eftir þriggja marka sigur í öðrum leik liðanna. 10. apríl 2015 15:08 Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Akureyri 24-20 | Loks sigur hjá ÍR ÍR er komið í 1-0 forystu gegn Akureyri eftir baráttusigur í Breiðholtinu. 8. apríl 2015 09:21 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Bjarni Fritzson: Dómararnir bara með dónaskap Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari ÍR, var langt frá því að vera sáttur eftir að hafa þurft að þola þriggja marka tap á Akureyri í kvöld en norðanmenn tryggðu sér með því oddaleik í Austurberginu á sunnudaginn. 10. apríl 2015 21:33
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Akureyri 24-22 | Björgvin sneri aftur með stæl ÍR bar sigurorð af Akureyri, 24-22, í oddaleik um sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. 12. apríl 2015 10:53
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍR 23-20 | Oddaleikur í Austurbergi á sunnudaginn Akureyri tryggði sér oddaleik í einvígi sínu á móti ÍR í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta eftir þriggja marka sigur í öðrum leik liðanna. 10. apríl 2015 15:08
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Akureyri 24-20 | Loks sigur hjá ÍR ÍR er komið í 1-0 forystu gegn Akureyri eftir baráttusigur í Breiðholtinu. 8. apríl 2015 09:21