Níu ára stúlka sögð ólétt eftir nauðganir vígamanna ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2015 14:56 Daoud segir að þetta fólk eigi eftir að ganga í gegnum mikla erfiðleika þrátt fyrir að vera komið úr höndum ISIS og þá sérstaklega þær konur og stúlkur sem eru óléttar eftir nauðganir. Vísir/AFP Vígamenn Íslamska ríkisins slepptu 216 Jasídum fyrir helgi, sem hafa verið í haldi samtakanna í um átta mánuði. Um er að ræða börn og gamalmenni sem var rænt þegar ISIS réðst á þorp Jasída í norðvesturhluta Írak. Í árásum sínum fönguðu vígamenn ISIS þúsundir Jasída og hafa margir þeirra sloppið, eða verið sleppt síðan. Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi er níu ára stúlka sem sögð er ólétt. Þetta kemur fram í viðtali Toronto Star við Kanadískan mann sem vann við hjálparstarf í Írak þar til mjög nýlega. Maðurinn sem notast við dulnefnið Daoud, sagði að stúlkunni hafi verið nauðgað af minnst tíu vígamönnum og sprengjumönnum. Þeir séu verðlaunaðir með konum og stúlkum. „Hún var mjög illa á sig komin.“ Toronto Star segir að stúlkan hafi verið flutt undir læknishendur í Þýskalandi. Fólkið sem ISIS sleppti nú fyrir helgi var afhent öryggissveitum Kúrda nærri Kirkuk. Fólkið var látið halda að taka ætti þau af lífi, þegar þau voru flutt um borð í rútur. Samkvæmt Independent telja einhverjir að það að fólkinu hafi verið sleppt sé til merkis um versnandi stöðu ISIS, en Daoud segir svo ekki vera. „Það að senda þessar konur og stúlkur til baka er þeirra leið til að koma skömm á samfélag Jasída.“ Hann segir að þetta fólk eigi eftir að ganga í gegnum mikla erfiðleika þrátt fyrir að vera komið úr höndum ISIS og þá sérstaklega þær konur og stúlkur sem eru óléttar eftir nauðganir. „Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir börnin. Stúlkurnar og konurnar vilja þau ekki. Þær hafa þjáðst svo mikið að þær vilja gleyma þessu. Ef þær eru giftar munu eiginmenn þeirra ekki taka við þeim aftur, séu þær óléttar, og það er ljóst að börnin verða aldrei tekin í sátt.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00 Saka ISIS um að hafa framið þjóðarmorð Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að liðsmenn ISIS hafi mögulega gerst sekir um þjóðarmorð á jasídum í Írak, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 19. mars 2015 10:19 Vara við blóðbaði í Amerli Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið í bænum Amerli, sem er tæpum 200 kílómetrum norðan við Bagdad, sé orðið grafalvarlegt. 25. ágúst 2014 07:00 ISIS-liðar sleppa um 200 Jasídum Fólkinu hafði verið haldið í gíslingu af liðsmönnum hryðjaverkasamtakanna í fleiri mánuði. 8. apríl 2015 20:10 Stæra sig af þrælahaldi IS-samtökin stæra sig af hafa hreppt jasídískar konur og börn í ánauð í nýjustu útgáfu áróðurstímarits samtakanna. 13. október 2014 13:33 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins slepptu 216 Jasídum fyrir helgi, sem hafa verið í haldi samtakanna í um átta mánuði. Um er að ræða börn og gamalmenni sem var rænt þegar ISIS réðst á þorp Jasída í norðvesturhluta Írak. Í árásum sínum fönguðu vígamenn ISIS þúsundir Jasída og hafa margir þeirra sloppið, eða verið sleppt síðan. Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi er níu ára stúlka sem sögð er ólétt. Þetta kemur fram í viðtali Toronto Star við Kanadískan mann sem vann við hjálparstarf í Írak þar til mjög nýlega. Maðurinn sem notast við dulnefnið Daoud, sagði að stúlkunni hafi verið nauðgað af minnst tíu vígamönnum og sprengjumönnum. Þeir séu verðlaunaðir með konum og stúlkum. „Hún var mjög illa á sig komin.“ Toronto Star segir að stúlkan hafi verið flutt undir læknishendur í Þýskalandi. Fólkið sem ISIS sleppti nú fyrir helgi var afhent öryggissveitum Kúrda nærri Kirkuk. Fólkið var látið halda að taka ætti þau af lífi, þegar þau voru flutt um borð í rútur. Samkvæmt Independent telja einhverjir að það að fólkinu hafi verið sleppt sé til merkis um versnandi stöðu ISIS, en Daoud segir svo ekki vera. „Það að senda þessar konur og stúlkur til baka er þeirra leið til að koma skömm á samfélag Jasída.“ Hann segir að þetta fólk eigi eftir að ganga í gegnum mikla erfiðleika þrátt fyrir að vera komið úr höndum ISIS og þá sérstaklega þær konur og stúlkur sem eru óléttar eftir nauðganir. „Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir börnin. Stúlkurnar og konurnar vilja þau ekki. Þær hafa þjáðst svo mikið að þær vilja gleyma þessu. Ef þær eru giftar munu eiginmenn þeirra ekki taka við þeim aftur, séu þær óléttar, og það er ljóst að börnin verða aldrei tekin í sátt.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00 Saka ISIS um að hafa framið þjóðarmorð Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að liðsmenn ISIS hafi mögulega gerst sekir um þjóðarmorð á jasídum í Írak, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 19. mars 2015 10:19 Vara við blóðbaði í Amerli Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið í bænum Amerli, sem er tæpum 200 kílómetrum norðan við Bagdad, sé orðið grafalvarlegt. 25. ágúst 2014 07:00 ISIS-liðar sleppa um 200 Jasídum Fólkinu hafði verið haldið í gíslingu af liðsmönnum hryðjaverkasamtakanna í fleiri mánuði. 8. apríl 2015 20:10 Stæra sig af þrælahaldi IS-samtökin stæra sig af hafa hreppt jasídískar konur og börn í ánauð í nýjustu útgáfu áróðurstímarits samtakanna. 13. október 2014 13:33 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00
Saka ISIS um að hafa framið þjóðarmorð Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að liðsmenn ISIS hafi mögulega gerst sekir um þjóðarmorð á jasídum í Írak, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 19. mars 2015 10:19
Vara við blóðbaði í Amerli Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið í bænum Amerli, sem er tæpum 200 kílómetrum norðan við Bagdad, sé orðið grafalvarlegt. 25. ágúst 2014 07:00
ISIS-liðar sleppa um 200 Jasídum Fólkinu hafði verið haldið í gíslingu af liðsmönnum hryðjaverkasamtakanna í fleiri mánuði. 8. apríl 2015 20:10
Stæra sig af þrælahaldi IS-samtökin stæra sig af hafa hreppt jasídískar konur og börn í ánauð í nýjustu útgáfu áróðurstímarits samtakanna. 13. október 2014 13:33