„Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2015 16:55 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Illugi Gunnarsson, mennta-og menningarmálaráðherra. Vísir/Daníel/GVA Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra út í ferð hans til Kína á dögunum á þingi í dag. Ferðin vakti nokkra athygli, ekki síst vegna þess að á vef mennta-og menningarmálaráðuneytisins kom fram að með í för hefðu verið fulltrúar frá fyrirtækjunum Marel og Orka Energy, en Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir Orka Energy þegar hann var utan þings. Umfjöllun um ferð ráðherrans á vef ráðuneytisins var svo breytt þann 8. apríl síðastliðinn og áréttað að fulltrúar fyrirtækjanna hafi verið staddir í Kína á sama tíma og ráðherrann en ekki verið hluti af sendinefnd hans. Svandís spurði hvers vegna þessu var breytt en einnig hver hafi átt frumkvæði að því að Orka Energy kæmi með í þessa ferð. Þá spurði hún jafnframt í hverju ráðgjöf ráðherrans á sínum tíma til Orku Energy hafi verið fólgin. „Varðandi vef ráðuneytisins þá var engu breytt heldur upplýsingarnar uppfærðar. Það var gert vegna þess að það upphaflegi textinn hafði valdið misskilningi varðandi það að þessi tvö fyrirtæki hafi verið með í för og það mátti lesa það út að þau hefðu komið með í sendinefnd frá Íslandi og jafnvel gert að því skóna að það hafi verið greitt fyrir þessi fyrirtæki. Svo var ekki.“ Illugi sagði svo að hann hefði aðstoðað Orka Energy á sínum tíma við það að tengja fyrirtækið saman við fjárfesta í Singapúr. „Hvað varðar frumkvæðið þá liggur það fyrir að á mínu verksviði eru samningar sem snúa að samstarfi á orkusviðinu og vísindarannsóknum. Þar af leiðandi var alveg eðlilegt að þetta fyrirtæki kæmi þar að, það er að segja á fundum, því burðarásinn á milli Íslands og Kína varðandi orkusamstarf liggur þar í gegn.“ Í seinni fyrirspurn sinni spurði Svandís ráðherrann svo út í það hverjir væru eigendur Orka Energy. Svaraði Illugi því til að enginn íslenskur aðili ætti í fyrirtæki. Um væri að ræða aðila búsetta erlendis eða erlenda aðila en bætti svo við: „Það er eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum. Ég veit að háttvirtur þingmaður hefur ekki þá reynslu. Háttvirtur þingmaður virðist samkvæmt sinni ferilskrá aldrei hafa unnið hjá neinum einkaaðilum heldur bara hjá hinu opinbera.“ Alþingi Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra út í ferð hans til Kína á dögunum á þingi í dag. Ferðin vakti nokkra athygli, ekki síst vegna þess að á vef mennta-og menningarmálaráðuneytisins kom fram að með í för hefðu verið fulltrúar frá fyrirtækjunum Marel og Orka Energy, en Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir Orka Energy þegar hann var utan þings. Umfjöllun um ferð ráðherrans á vef ráðuneytisins var svo breytt þann 8. apríl síðastliðinn og áréttað að fulltrúar fyrirtækjanna hafi verið staddir í Kína á sama tíma og ráðherrann en ekki verið hluti af sendinefnd hans. Svandís spurði hvers vegna þessu var breytt en einnig hver hafi átt frumkvæði að því að Orka Energy kæmi með í þessa ferð. Þá spurði hún jafnframt í hverju ráðgjöf ráðherrans á sínum tíma til Orku Energy hafi verið fólgin. „Varðandi vef ráðuneytisins þá var engu breytt heldur upplýsingarnar uppfærðar. Það var gert vegna þess að það upphaflegi textinn hafði valdið misskilningi varðandi það að þessi tvö fyrirtæki hafi verið með í för og það mátti lesa það út að þau hefðu komið með í sendinefnd frá Íslandi og jafnvel gert að því skóna að það hafi verið greitt fyrir þessi fyrirtæki. Svo var ekki.“ Illugi sagði svo að hann hefði aðstoðað Orka Energy á sínum tíma við það að tengja fyrirtækið saman við fjárfesta í Singapúr. „Hvað varðar frumkvæðið þá liggur það fyrir að á mínu verksviði eru samningar sem snúa að samstarfi á orkusviðinu og vísindarannsóknum. Þar af leiðandi var alveg eðlilegt að þetta fyrirtæki kæmi þar að, það er að segja á fundum, því burðarásinn á milli Íslands og Kína varðandi orkusamstarf liggur þar í gegn.“ Í seinni fyrirspurn sinni spurði Svandís ráðherrann svo út í það hverjir væru eigendur Orka Energy. Svaraði Illugi því til að enginn íslenskur aðili ætti í fyrirtæki. Um væri að ræða aðila búsetta erlendis eða erlenda aðila en bætti svo við: „Það er eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum. Ég veit að háttvirtur þingmaður hefur ekki þá reynslu. Háttvirtur þingmaður virðist samkvæmt sinni ferilskrá aldrei hafa unnið hjá neinum einkaaðilum heldur bara hjá hinu opinbera.“
Alþingi Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00
Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00
Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57