Sigmundur Davíð fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkudýr íshokkílandsliðsins Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2015 00:13 Sigmundur Davíð hélt tölu á setningarathöfn heimsmeistaramóts karla í A riðli 2. deildar í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld. Vísir/Facebook/Vilhelm Þeir voru nokkrir sem óskuðu eftir nærveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í dag en urðu ekki að ósk sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lýsti til að mynda undrun sinni á því í dag að hvorki Sigmundur Davíð né Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á fyrsta þingfundinn eftir tveggja vikna leyfi Alþingis. Sagði hún verkfall BHM standa yfir og að fregnir berist af ástandi sem ógni öryggi sjúklinga. „Og af hæstvirtum forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok,“ sagði Katrín. Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, greindi þinginu frá því að hann hefði freistað þess að fá þá Sigmund Davíð og Bjarna í þingsal í dag en hvorugur hefði haft á því kost.Sjá einnig:Velta því fyrir sér hvort Sigmundur og Bjarni séu enn í páskafríiÞá tilkynnti Þóra Arnórsdóttir í Kastljósinu að Sigmundi Davíð hefði verið boðið að koma í þáttinn í kvöld og ræða afnám hafta, leyniskýrslur, samfélagsbanka og fleira sem hann og hans flokksmenn ræddu á flokksþingi um helgina en Sigmundur hefði ekki þekkst boðið. Ástæðan fyrir fjarveru Sigmundar á þinginu er ekki ljós en fjarvera hans í Kastljósi skýrist eflaust af því að hann var viðstaddur setningarathöfn heimsmeistaramóts karla í A riðli 2. deildar í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal sem hófst klukkan 19:45. Samkvæmt leiklýsingu sem birtist á vef Vísis fyrr í kvöld var þetta látlaus setningarathöfn þar sem rauða dreglinum var rúllað út áður en Sigmundur Davíð ávarpaði mótið.Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt á stórum sjónvarpsskjá á leik Edmonton Oilers.Vísir/FBJEftir setningarathöfnina mættust lið Íslands og Belgíu en íslenska liðið hafði sigur með þremur mörkum gegn engu. Spurningin er hvort nærvera Sigmundar Davíðs hafði góð áhrif á íslenska liðið en frægt er þegar hann sótti leik íshokkíliðsins Edmonton Oilers í Kanada í mars árið 2014. Lið Edmonton Oilers var 0-2 undir á heimavelli lengi framan af en í þriðja og síðasta leikhluta dró til tíðinda þegar Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt leikmönnum og áhorfendum á leiknum á stórum sjónvarpsskjáum á vellinum. Mikil fagnaðarlæti brutust út og stuttu seinna minnkaði heimaliðið muninn. Oilers jafnaði síðan leikinn þegar lítið var eftir og sigraði að lokum í uppbótartíma, 3-2.Sjá einnig:Sigmundur Davíð lukkudýr íshokkíliðsins í EdmontonKeppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí er hafin í Laugardalnum og byrjar vel. Ís(hokkí)land 3 - Belgía 0. Til hamingju strákar!Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Monday, April 13, 2015 Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Þeir voru nokkrir sem óskuðu eftir nærveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í dag en urðu ekki að ósk sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lýsti til að mynda undrun sinni á því í dag að hvorki Sigmundur Davíð né Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á fyrsta þingfundinn eftir tveggja vikna leyfi Alþingis. Sagði hún verkfall BHM standa yfir og að fregnir berist af ástandi sem ógni öryggi sjúklinga. „Og af hæstvirtum forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok,“ sagði Katrín. Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, greindi þinginu frá því að hann hefði freistað þess að fá þá Sigmund Davíð og Bjarna í þingsal í dag en hvorugur hefði haft á því kost.Sjá einnig:Velta því fyrir sér hvort Sigmundur og Bjarni séu enn í páskafríiÞá tilkynnti Þóra Arnórsdóttir í Kastljósinu að Sigmundi Davíð hefði verið boðið að koma í þáttinn í kvöld og ræða afnám hafta, leyniskýrslur, samfélagsbanka og fleira sem hann og hans flokksmenn ræddu á flokksþingi um helgina en Sigmundur hefði ekki þekkst boðið. Ástæðan fyrir fjarveru Sigmundar á þinginu er ekki ljós en fjarvera hans í Kastljósi skýrist eflaust af því að hann var viðstaddur setningarathöfn heimsmeistaramóts karla í A riðli 2. deildar í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal sem hófst klukkan 19:45. Samkvæmt leiklýsingu sem birtist á vef Vísis fyrr í kvöld var þetta látlaus setningarathöfn þar sem rauða dreglinum var rúllað út áður en Sigmundur Davíð ávarpaði mótið.Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt á stórum sjónvarpsskjá á leik Edmonton Oilers.Vísir/FBJEftir setningarathöfnina mættust lið Íslands og Belgíu en íslenska liðið hafði sigur með þremur mörkum gegn engu. Spurningin er hvort nærvera Sigmundar Davíðs hafði góð áhrif á íslenska liðið en frægt er þegar hann sótti leik íshokkíliðsins Edmonton Oilers í Kanada í mars árið 2014. Lið Edmonton Oilers var 0-2 undir á heimavelli lengi framan af en í þriðja og síðasta leikhluta dró til tíðinda þegar Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt leikmönnum og áhorfendum á leiknum á stórum sjónvarpsskjáum á vellinum. Mikil fagnaðarlæti brutust út og stuttu seinna minnkaði heimaliðið muninn. Oilers jafnaði síðan leikinn þegar lítið var eftir og sigraði að lokum í uppbótartíma, 3-2.Sjá einnig:Sigmundur Davíð lukkudýr íshokkíliðsins í EdmontonKeppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí er hafin í Laugardalnum og byrjar vel. Ís(hokkí)land 3 - Belgía 0. Til hamingju strákar!Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Monday, April 13, 2015
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira