Fékk vægt menningarsjokk við opnun Quiz-Up í Kína Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. apríl 2015 21:13 Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. Sjá viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. Þorsteinn segir að gjörbreyta hafi þurft öllu viðmóti leiksins þannig að hann hentaði fyrir Kínamarkað. Öll grafík leiksins er til að mynda allt öðruvísi en í Quiz-Up á Vesturlöndum sem 35 milljónir manna hafa sótt frá því leikurinn kom fyrst út í nóvember árið 2013. Leikurinn er gefinn út í Kína í samstarfi við Tencent Holdings, einn stærsta hluthafa Plain Vanilla. Tencent á og rekur samfélagsmiðillinn WeChat, sem er sá stærsti í Kína en hvorki Facebook né Twitter eru aðgengilegir á Kínamarkaði. Reyndar verða nýjar leiðir í tekjuöflun með útgáfu Quiz-Up, sem mun heita We-Quiz í Kína. Þannig verður notendum leiksins gert kleift að kaupa ýmsar vörur og þjónustu í gegnum leikinn sjálfan. Eins og ýmsar viðbætur við leikinn. Þannig munu notendur geta keypt stafræna ávexti og grænmeti til að grýta í skjá keppinauta í leiknum meðan á leik stendur til að trufla þá meðan þeir svara spurningum innan gefins frests. Á Vesturlöndum hefur helsta tekjumódel leiksins hins vegar grundvallast á samningum við fyrirtæki sem hafa kostað nýja spurningaflokka fyrir leikinn. Plain Vanilla gerði til dæmis samning við HBO um spurningaflokka í tengslum við nýjar seríur af þættinum vinsæla Game of Thrones og sambærilegir samningar hafa verið gerðir við Google og Coca Cola og ESPN á Indlandi í tengslum við umfjöllun um krikket, sem nýtur gríðarlegra vinsælda þar í landi. Þorsteinn sagði í Klinkinu að enn væri þó nokkuð í að Plain Vanilla færi að skila hagnaði og hluthöfum raunverulegri arðsemi en auk stofnenda eru það Tencent Holdings, eins og áður segir, og fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital í Kaliforníu. Game of Thrones Klinkið Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira
Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. Sjá viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. Þorsteinn segir að gjörbreyta hafi þurft öllu viðmóti leiksins þannig að hann hentaði fyrir Kínamarkað. Öll grafík leiksins er til að mynda allt öðruvísi en í Quiz-Up á Vesturlöndum sem 35 milljónir manna hafa sótt frá því leikurinn kom fyrst út í nóvember árið 2013. Leikurinn er gefinn út í Kína í samstarfi við Tencent Holdings, einn stærsta hluthafa Plain Vanilla. Tencent á og rekur samfélagsmiðillinn WeChat, sem er sá stærsti í Kína en hvorki Facebook né Twitter eru aðgengilegir á Kínamarkaði. Reyndar verða nýjar leiðir í tekjuöflun með útgáfu Quiz-Up, sem mun heita We-Quiz í Kína. Þannig verður notendum leiksins gert kleift að kaupa ýmsar vörur og þjónustu í gegnum leikinn sjálfan. Eins og ýmsar viðbætur við leikinn. Þannig munu notendur geta keypt stafræna ávexti og grænmeti til að grýta í skjá keppinauta í leiknum meðan á leik stendur til að trufla þá meðan þeir svara spurningum innan gefins frests. Á Vesturlöndum hefur helsta tekjumódel leiksins hins vegar grundvallast á samningum við fyrirtæki sem hafa kostað nýja spurningaflokka fyrir leikinn. Plain Vanilla gerði til dæmis samning við HBO um spurningaflokka í tengslum við nýjar seríur af þættinum vinsæla Game of Thrones og sambærilegir samningar hafa verið gerðir við Google og Coca Cola og ESPN á Indlandi í tengslum við umfjöllun um krikket, sem nýtur gríðarlegra vinsælda þar í landi. Þorsteinn sagði í Klinkinu að enn væri þó nokkuð í að Plain Vanilla færi að skila hagnaði og hluthöfum raunverulegri arðsemi en auk stofnenda eru það Tencent Holdings, eins og áður segir, og fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital í Kaliforníu.
Game of Thrones Klinkið Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira