Fékk vægt menningarsjokk við opnun Quiz-Up í Kína Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. apríl 2015 21:13 Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. Sjá viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. Þorsteinn segir að gjörbreyta hafi þurft öllu viðmóti leiksins þannig að hann hentaði fyrir Kínamarkað. Öll grafík leiksins er til að mynda allt öðruvísi en í Quiz-Up á Vesturlöndum sem 35 milljónir manna hafa sótt frá því leikurinn kom fyrst út í nóvember árið 2013. Leikurinn er gefinn út í Kína í samstarfi við Tencent Holdings, einn stærsta hluthafa Plain Vanilla. Tencent á og rekur samfélagsmiðillinn WeChat, sem er sá stærsti í Kína en hvorki Facebook né Twitter eru aðgengilegir á Kínamarkaði. Reyndar verða nýjar leiðir í tekjuöflun með útgáfu Quiz-Up, sem mun heita We-Quiz í Kína. Þannig verður notendum leiksins gert kleift að kaupa ýmsar vörur og þjónustu í gegnum leikinn sjálfan. Eins og ýmsar viðbætur við leikinn. Þannig munu notendur geta keypt stafræna ávexti og grænmeti til að grýta í skjá keppinauta í leiknum meðan á leik stendur til að trufla þá meðan þeir svara spurningum innan gefins frests. Á Vesturlöndum hefur helsta tekjumódel leiksins hins vegar grundvallast á samningum við fyrirtæki sem hafa kostað nýja spurningaflokka fyrir leikinn. Plain Vanilla gerði til dæmis samning við HBO um spurningaflokka í tengslum við nýjar seríur af þættinum vinsæla Game of Thrones og sambærilegir samningar hafa verið gerðir við Google og Coca Cola og ESPN á Indlandi í tengslum við umfjöllun um krikket, sem nýtur gríðarlegra vinsælda þar í landi. Þorsteinn sagði í Klinkinu að enn væri þó nokkuð í að Plain Vanilla færi að skila hagnaði og hluthöfum raunverulegri arðsemi en auk stofnenda eru það Tencent Holdings, eins og áður segir, og fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital í Kaliforníu. Game of Thrones Klinkið Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. Sjá viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. Þorsteinn segir að gjörbreyta hafi þurft öllu viðmóti leiksins þannig að hann hentaði fyrir Kínamarkað. Öll grafík leiksins er til að mynda allt öðruvísi en í Quiz-Up á Vesturlöndum sem 35 milljónir manna hafa sótt frá því leikurinn kom fyrst út í nóvember árið 2013. Leikurinn er gefinn út í Kína í samstarfi við Tencent Holdings, einn stærsta hluthafa Plain Vanilla. Tencent á og rekur samfélagsmiðillinn WeChat, sem er sá stærsti í Kína en hvorki Facebook né Twitter eru aðgengilegir á Kínamarkaði. Reyndar verða nýjar leiðir í tekjuöflun með útgáfu Quiz-Up, sem mun heita We-Quiz í Kína. Þannig verður notendum leiksins gert kleift að kaupa ýmsar vörur og þjónustu í gegnum leikinn sjálfan. Eins og ýmsar viðbætur við leikinn. Þannig munu notendur geta keypt stafræna ávexti og grænmeti til að grýta í skjá keppinauta í leiknum meðan á leik stendur til að trufla þá meðan þeir svara spurningum innan gefins frests. Á Vesturlöndum hefur helsta tekjumódel leiksins hins vegar grundvallast á samningum við fyrirtæki sem hafa kostað nýja spurningaflokka fyrir leikinn. Plain Vanilla gerði til dæmis samning við HBO um spurningaflokka í tengslum við nýjar seríur af þættinum vinsæla Game of Thrones og sambærilegir samningar hafa verið gerðir við Google og Coca Cola og ESPN á Indlandi í tengslum við umfjöllun um krikket, sem nýtur gríðarlegra vinsælda þar í landi. Þorsteinn sagði í Klinkinu að enn væri þó nokkuð í að Plain Vanilla færi að skila hagnaði og hluthöfum raunverulegri arðsemi en auk stofnenda eru það Tencent Holdings, eins og áður segir, og fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital í Kaliforníu.
Game of Thrones Klinkið Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira