Húsmæður sögðu Reykdalsstíflu lífshættulega árið 1970 Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. apríl 2015 11:15 Hafnarfjarðarbær kannast ekki við kvartanir vegna stíflunnar en skrifað var um það í Vísi fyrir 45 árum. Vísir/Vísir/Ernir Þrátt fyrir að Hafnarfjarðarbær segist ekki hafa fengið neinar kvartanir yfir Reykdalsstíflu, sem stendur neðan við Lækjarkinn, segjast íbúar hafa kvartað yfir frágangi og umhverfi stíflunnar. Árið 1970 kvörtuðu til að mynda húsmæður í götunni og sögðu börn sín í sífelldri hættu. Þessi frétt birtist í Vísi árið 1970. Slys átti sér stað við stífluna á þriðjudag en þá voru tveir drengir hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. Annar drengjanna hefur verið útskrifaður af spítala en hinum er haldið sofandi. „Við erum orðnar langþreyttar á að bíða eftir framkvæmdum bæjaryfirvalda. Höfum margsinnis kvartað undan frá ganginum hér við Lækinn, en það virðist ekkert duga," sögðu nokkrar húsmæður við Lækjarkinn í Hafnarfirði blaðamanni Vísis árið 1970. „Allt frá því þetta hverfi byggðist hér, hafa börnin manns verið í lífshættu beinlínis, þegar þau fara hér út fyrir að leika sér,“ var haft eftir einni þeirra í blaðinu. Þáverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Kristinn Ó. Guðmundsson, sagði í samtali við Vísi að til stæði að fylla upp og grynna lækinn. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ var farið í lagfæringar við Lækinn sjálfann árið 1971. Ekki liggur þó nákvæmlega fyrir hvað var gert. Tíu árum áður átti sér stað banaslys neðan við stífluna í Læknum sjálfum. Í janúar árið 1960 lést tveggja ára stúlka eftir að hafa lent í vatninu. Það var fyrsta banaslysið sem átti sér stað, samkvæmt fréttum á þeim tíma. Í umfjöllun blaða frá því þegar slysið átti sér stað var þetta þó ekki eina slysið sem þekkt var við Lækinn. Sagt er frá því að drengur hafi verið hætt kominn á vatninu, sem lagt var þunnum ís, en vegna snarræðis hafi honum verið bjargað. Þá er sagt frá því að fleki hafi sokkið undan öðrum. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir að fundað hafi verið með forsvarsmönnum Reykdalsfélagsins, sem stóðu fyrir endurbyggingu stíflunnar árið 2006, um hvernig væri hægt að koma í veg fyrir frekari slys á svæðinu. Hún segir að ekki verði veitt meira vatn í lónið fyrr en ákvarðanir liggi fyrir um aðgerðir. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Öðrum drengnum enn haldið sofandi Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og mun ræða við vitni í dag. 15. apríl 2015 13:49 Ekki vitað til þess að slys hafi áður átt sér stað við Reykdalsstíflu Engar skráningar um slys við Reykdalsstíflu finnast hjá Hafnarfjarðarbæ en stíflan var fyrst byggð árið 1906. 15. apríl 2015 12:00 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Sjá meira
Þrátt fyrir að Hafnarfjarðarbær segist ekki hafa fengið neinar kvartanir yfir Reykdalsstíflu, sem stendur neðan við Lækjarkinn, segjast íbúar hafa kvartað yfir frágangi og umhverfi stíflunnar. Árið 1970 kvörtuðu til að mynda húsmæður í götunni og sögðu börn sín í sífelldri hættu. Þessi frétt birtist í Vísi árið 1970. Slys átti sér stað við stífluna á þriðjudag en þá voru tveir drengir hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. Annar drengjanna hefur verið útskrifaður af spítala en hinum er haldið sofandi. „Við erum orðnar langþreyttar á að bíða eftir framkvæmdum bæjaryfirvalda. Höfum margsinnis kvartað undan frá ganginum hér við Lækinn, en það virðist ekkert duga," sögðu nokkrar húsmæður við Lækjarkinn í Hafnarfirði blaðamanni Vísis árið 1970. „Allt frá því þetta hverfi byggðist hér, hafa börnin manns verið í lífshættu beinlínis, þegar þau fara hér út fyrir að leika sér,“ var haft eftir einni þeirra í blaðinu. Þáverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Kristinn Ó. Guðmundsson, sagði í samtali við Vísi að til stæði að fylla upp og grynna lækinn. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ var farið í lagfæringar við Lækinn sjálfann árið 1971. Ekki liggur þó nákvæmlega fyrir hvað var gert. Tíu árum áður átti sér stað banaslys neðan við stífluna í Læknum sjálfum. Í janúar árið 1960 lést tveggja ára stúlka eftir að hafa lent í vatninu. Það var fyrsta banaslysið sem átti sér stað, samkvæmt fréttum á þeim tíma. Í umfjöllun blaða frá því þegar slysið átti sér stað var þetta þó ekki eina slysið sem þekkt var við Lækinn. Sagt er frá því að drengur hafi verið hætt kominn á vatninu, sem lagt var þunnum ís, en vegna snarræðis hafi honum verið bjargað. Þá er sagt frá því að fleki hafi sokkið undan öðrum. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir að fundað hafi verið með forsvarsmönnum Reykdalsfélagsins, sem stóðu fyrir endurbyggingu stíflunnar árið 2006, um hvernig væri hægt að koma í veg fyrir frekari slys á svæðinu. Hún segir að ekki verði veitt meira vatn í lónið fyrr en ákvarðanir liggi fyrir um aðgerðir.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Öðrum drengnum enn haldið sofandi Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og mun ræða við vitni í dag. 15. apríl 2015 13:49 Ekki vitað til þess að slys hafi áður átt sér stað við Reykdalsstíflu Engar skráningar um slys við Reykdalsstíflu finnast hjá Hafnarfjarðarbæ en stíflan var fyrst byggð árið 1906. 15. apríl 2015 12:00 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Sjá meira
Öðrum drengnum enn haldið sofandi Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og mun ræða við vitni í dag. 15. apríl 2015 13:49
Ekki vitað til þess að slys hafi áður átt sér stað við Reykdalsstíflu Engar skráningar um slys við Reykdalsstíflu finnast hjá Hafnarfjarðarbæ en stíflan var fyrst byggð árið 1906. 15. apríl 2015 12:00
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent