Jafnrétti, þekking, víðsýni: Þess vegna styð ég Jón Atla til rektors Brynhildur G. Flóvenz skrifar 19. apríl 2015 14:45 Á morgun fer fram síðari umferð rektorskjörs við Háskóla Íslands. Tveir hæfir einstaklingar eru í framboði og það er í höndum starfsfólks og stúdenta að velja annað þeirra. Fjölmörg atriði skipta máli við mat á því hver er best til þess fallin/n að vera rektor Háskóla Íslands og misjafnt eftir einstaka kjósendum hvaða þættir vega þyngst í því mati. Í mínum huga er það einkum þrennt sem skiptir máli við það mat:Þekking á stöðu og þörfum HÍÍ fyrsta lagi er þekking viðkomandi á þörfum Háskóla Íslands. Ég tel að Jón Atli hafi sýnt mikla þekkingu og mikinn skilning á stöðu og þörfum skólans, starfsmanna hans og ekki síst stúdenta.Jafnrétti, virðing og lýðræðiÍ öðru lagi vil ég nefna framtíðarsýn viðkomandi. Mér hugnast einfaldlega framtíðarsýn Jóns Atla mjög vel. Sem femínista finnst mér áhersla hans á jafnrétti, hvort heldur er jafnrétti kynjanna eða jafnrétti fatlaðs fólks til náms og starfa við skólann, skipta mjög miklu máli. Þá er áhersla hans á mótun fjölskyldustefnu mikilvæg, enda brýnt málefni, ekki síst fyrir ungt fólk við skólann, bæði stúdenta og starfsfólk. Almennt vegur áhersla Jóns Atla á jafnrétti, virðingu og lýðræði mjög þungt í mínu mati.Styrkur, vit og víðsýniÍ þriðja lagi eru það persónulegir eiginleikar viðkomandi, þ.e. hvort og hvernig viðkomandi getur raungert framtíðarsýn sína. Ég tel að Jón Atli hafi sýnt að hann hafi bæði þann styrk og það úthald sem nauðsynlegt er til að berjast fyrir bættum hag skólans, hvort heldur er innan skólans eða út á við. Hann hefur ennfremur bæði vit og víðsýni til að hlusta á hugmyndir og skoðanir annarra sem er nauðsynlegur eiginleiki rektors. Jón Atli er ekki hræddur við gagnrýni og ég held að hann muni verða óhræddur við að taka á þeim vandamálum sem upp kunna að koma hverju sinni í starfsemi skólans. Síðast en ekki síst þá er Jón Atli framúrskarandi fræðimaður sem Háskóla Íslands væri sómi að í embætti rektors. Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á morgun fer fram síðari umferð rektorskjörs við Háskóla Íslands. Tveir hæfir einstaklingar eru í framboði og það er í höndum starfsfólks og stúdenta að velja annað þeirra. Fjölmörg atriði skipta máli við mat á því hver er best til þess fallin/n að vera rektor Háskóla Íslands og misjafnt eftir einstaka kjósendum hvaða þættir vega þyngst í því mati. Í mínum huga er það einkum þrennt sem skiptir máli við það mat:Þekking á stöðu og þörfum HÍÍ fyrsta lagi er þekking viðkomandi á þörfum Háskóla Íslands. Ég tel að Jón Atli hafi sýnt mikla þekkingu og mikinn skilning á stöðu og þörfum skólans, starfsmanna hans og ekki síst stúdenta.Jafnrétti, virðing og lýðræðiÍ öðru lagi vil ég nefna framtíðarsýn viðkomandi. Mér hugnast einfaldlega framtíðarsýn Jóns Atla mjög vel. Sem femínista finnst mér áhersla hans á jafnrétti, hvort heldur er jafnrétti kynjanna eða jafnrétti fatlaðs fólks til náms og starfa við skólann, skipta mjög miklu máli. Þá er áhersla hans á mótun fjölskyldustefnu mikilvæg, enda brýnt málefni, ekki síst fyrir ungt fólk við skólann, bæði stúdenta og starfsfólk. Almennt vegur áhersla Jóns Atla á jafnrétti, virðingu og lýðræði mjög þungt í mínu mati.Styrkur, vit og víðsýniÍ þriðja lagi eru það persónulegir eiginleikar viðkomandi, þ.e. hvort og hvernig viðkomandi getur raungert framtíðarsýn sína. Ég tel að Jón Atli hafi sýnt að hann hafi bæði þann styrk og það úthald sem nauðsynlegt er til að berjast fyrir bættum hag skólans, hvort heldur er innan skólans eða út á við. Hann hefur ennfremur bæði vit og víðsýni til að hlusta á hugmyndir og skoðanir annarra sem er nauðsynlegur eiginleiki rektors. Jón Atli er ekki hræddur við gagnrýni og ég held að hann muni verða óhræddur við að taka á þeim vandamálum sem upp kunna að koma hverju sinni í starfsemi skólans. Síðast en ekki síst þá er Jón Atli framúrskarandi fræðimaður sem Háskóla Íslands væri sómi að í embætti rektors. Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar