Íslenski boltinn

Fyrsti sigur Íslands á árinu | Mörk og myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
mynd/ksí
Ísland vann sinn fyrsta leik á árinu þegar liðið bar 2-1 sigurorð af Hollandi í vináttulandsleik í Kórnum í dag.

Holland komst yfir á 18. mínútu og þannig var staðan fram á 71. mínútu þegar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir jafnaði metin með sínu fyrsta marki fyrir landsliðið.

Það var svo fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem tryggði Íslandi sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 80. mínútu. Guðmunda Brynja Óladóttir fiskaði vítið en hún átti frábæra innkomu í íslenska liðið í dag.

Mörkin úr leiknum má sjá með því að smella hér. SportTV sýndi beint frá leiknum.

Myndir úr leiknum frá KSÍ má einnig sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Freyr búinn að velja Hollands-hópinn

Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, valdi í dag landsliðshópinn sem mun spila gegn Hollandi í byrjun næsta mánaðar.

Ekki lengur á vellinum á eigin forsendum

Margrét Lára Viðarsdóttir segist vera orðin meiri liðsmaður en hún var og hugarfar hennar hafi breyst. Hún veit að ferillinn er farinn að styttast en ætlar að spila með landsliðinu á EM 2017 og skoða svo stöðuna.

Guðrún inn í stað Elínar Mettu

Elín Metta Jensen, framherji Vals í Pepsi-deild kvenna, getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í vináttulandsleik gegn því hollenska í Kórnum síðar í dag vegna veikinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×