Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Bjarki Ármannsson skrifar 7. apríl 2015 21:57 Illugi Gunnarsson segir upplýsingar í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. Vísir/GVA „Þessi tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, aðspurður um tengsl sín við fyrirtækið Orka Energy. Aðilar á vegum fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá vinnuferðar ráðherrans til Kína í síðasta mánuði en á hagsmunaskrá Alþingis segir að Illugi hafi sinnt ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy í Singapúr vegna verkefna í Asíu. Fréttavefurinn Hringbraut vakti athygli á þessu fyrr í kvöld. Illugi segir að upplýsingarnar í hagsmunaskránni séu úreltar, þar sem hann hafi ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið frá því að hann var utan þings árið 2011, og jafnframt að ráðuneytið hafi ekki boðið fulltrúum Orku með til Kína. „Þeir voru staddir þarna úti á þessum tíma og ástæðan fyrir því að þetta er sérstaklega tekið fram í dagskránni er sú að ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum sínum,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Hann segist ekki hafa neina fjárhagslegra hagsmuna að gæta í tengslum við starfsemi Orku, hvorki sé hann á launaskrá né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Hann segist þó geta skilið hversvegna sá misskilningur komi upp þar sem upplýsingarnar á hagsmunaskránni ættu að hafa verið teknar út. Illugi segir ferðina tilkomna vegna formlegs boðs Kínverja. Kínverskir ráðherrar sem fari með sömu málaflokka og íslenska mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi á undanförnum árum komið hingað til lands í vinnuferðir. Aðspurður hvernig til dæmis heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir hann. „Ég hafði heilmikinn áhuga á að sjá það, þar sem þarna hafa íslenskir vísindamenn verið að störfum.“ Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
„Þessi tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, aðspurður um tengsl sín við fyrirtækið Orka Energy. Aðilar á vegum fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá vinnuferðar ráðherrans til Kína í síðasta mánuði en á hagsmunaskrá Alþingis segir að Illugi hafi sinnt ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy í Singapúr vegna verkefna í Asíu. Fréttavefurinn Hringbraut vakti athygli á þessu fyrr í kvöld. Illugi segir að upplýsingarnar í hagsmunaskránni séu úreltar, þar sem hann hafi ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið frá því að hann var utan þings árið 2011, og jafnframt að ráðuneytið hafi ekki boðið fulltrúum Orku með til Kína. „Þeir voru staddir þarna úti á þessum tíma og ástæðan fyrir því að þetta er sérstaklega tekið fram í dagskránni er sú að ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum sínum,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Hann segist ekki hafa neina fjárhagslegra hagsmuna að gæta í tengslum við starfsemi Orku, hvorki sé hann á launaskrá né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Hann segist þó geta skilið hversvegna sá misskilningur komi upp þar sem upplýsingarnar á hagsmunaskránni ættu að hafa verið teknar út. Illugi segir ferðina tilkomna vegna formlegs boðs Kínverja. Kínverskir ráðherrar sem fari með sömu málaflokka og íslenska mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi á undanförnum árum komið hingað til lands í vinnuferðir. Aðspurður hvernig til dæmis heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir hann. „Ég hafði heilmikinn áhuga á að sjá það, þar sem þarna hafa íslenskir vísindamenn verið að störfum.“
Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira