Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 28-24 | Haukar sendu FH í sumarfrí Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar 9. apríl 2015 18:45 Haukarnir fagna sigrí kvöld. Vísir/Ernir Haukar slógu nágranna sína í FH út úr úrslitakeppni Olís-deildar karla með fjögurra marka sigri, 28-24, í hörkuleik að Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en Haukar höfðu betur með feykigóðum varnarleik í síðari hálfleik.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fyrri hálfleikur var mikil skemmtun. Bæði lið voru að spila góðan sóknarleik, leikurinn var hraður og vel leikinn af beggja hálfu. Jafnt var á öllum tölum svo gott sem allan hálfleikinn. Haukar náðu mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, 11-8, en það virtist engin áhrif hafa á FH liðið. Upp úr sauð um miðjan fyrri hálfleik þegar þeim Einari Pétri Péturssyni Haukamanni og Halldóri Inga Jónassyni FH-ingi lenti saman. Halldór Ingi braut þá á Einari og fylgdi brotinu helst til of harkalega eftir, ýtti Einari út í vegg og upp hófust heilmiklar stimpingar. Einar virtist reyna að skalla til Halldórs en hvorugur þeirra fékk refsingu. FH náði að vinna upp það forskot Haukamanna og staðan að loknum fyrri hálfleik var jöfn, 16-16. Magnús Óli Magnússon fór mikinn í liði FH í fyrri hálfleik, skoraði 6 mörk, en hjá Haukum var téður Einar Pétur markahæstur í fyrri hálfleik með 5 mörk í 5 skotum. Vörn Hauka vaknaði heldur betur til lífsins í síðari hálfleik og heimamenn tóku að síga fram úr. Haukar náðu mest sex marka forystu og það var ekki fyrr en að FH fór að spila mjög framliggjandi vörn, þegar um 12 mínútur voru eftir af leiknum sem Haukar lentu í einhverjum vandræðum í sínum sóknarleik. Vörn Hauka stóðst þó áhlaup FH-inga og að lokum fóru heimamenn með fjögurra marka sigur af hólmi, 28-24. FH náði því miður ekki að halda í við Hauka allan leikinn. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en sigur Hauka var þegar upp er staðið nokkuð öruggur, miðað við þróunina í síðari hálfleik. Það er því ljóst að FH hefur lokið keppni á Íslandsmótinu þetta tímabilið. Haukar eru hins vegar á góðu róli og eru satt best að segja til alls líklegir. Það efast enginn um að Haukar eru með lið sem getur farið langt. Haukar enduðu tímabilið í fimmta sæti en hugsanlega er liðið að toppa á hárréttum tíma.Patrekur Jóhannesson: Breytt vörn lagði grunninn að sigrinum Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var kampakáttur með leik sinna manna gegn FH í kvöld og brosti út af eyrum þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali. "Bæði lið voru að spila sex núll vörn í fyrri hálfleik og það var skorað mikið af mörkum þá. Það var mjög skemmtilegt á að horfa en mér fannst við eiga að geta verið þéttari í okkar varnarleik. Við breyttum í seinni hálfleik yfir í fimm einn vörn og fáum bara fjögur mörk á okkur á fyrstu 25 mínútunum eða svo. Það var aðeins í lokinn sem þeir ná að saxa á forskotið. En ég held að það hafi lagt grunninn og líka það hvað menn héldu ákveðni ró," sagði Patrekur. Þrátt fyrir að hann hafi ekki verið alveg sáttur við varnarleikinn í fyrri hálfleik segir Patrekur að liðið hafi ekki haft miklar áhyggjur af framhaldinu. "Í hálfleik vorum við ósköp rólegir og vissum að við gætum þetta. Ég er hrikalega ánægður með liðið. Þetta var alvöru liðsheild, ég róteraði mannskapnum og það voru allir sem tóku þátt í leiknum. Ég er bara virkilega stoltur af liðinu í dag," sagði Patrekur. "Við þjálfarar erum með einhverja fullkomnunaráráttu, viljum hafa frábæra vörn, hraðaupphlaup, góðan sóknarleik og helst stöðuna 16-8 í hálfleik. En FH var að spila vel í fyrri hálfleik líka. Þeir eru með öflugar skyttur og við áttum í miklum erfiðleikum með Magnús allan leikinn. Magnús er frábær leikmaður og í stöðunni einn á einn held ég að fáir séu jafngóðir og hann hér á Íslandi. En við náðum að halda öðrum niðri og stjórna leiknum í seinni hálfleik," sagði Patrekur að lokum.Ásbjörn Friðriksson: Vafasamir dómar féllu þeim í hag "Þetta er ömurleg staðreynd og klárlega ekki það sem við ætluðum okkur," sagði grautfúll Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, eftir leikinn og var alls ekki sáttur með að vera kominn í sumarfrí svona snemma. "Við vorum klaufar í fyrsta leiknum. Spiluðum honum svolítið frá okkur. En í þessum leik fannst mér við spila vel. Þeir voru kannski skrefinu á undan í seinni hálfleik. En mér fannst líka vafasamir dómar falla þeim í hag. Það skilur kannski ekki á milli en ég upplifði það þannig að það sem var víti öðru megin var fríkast hinum megin," bætti Ásbjörn við. "Við fengum þrjár brottvísanir í upphafi síðari hálfleiks og það tók taktinn úr okkar spili. Haukarnir eru sterkir einum fleiri og náðu forskoti sem við vorum að reyna að kroppa í. Það forskot var bara aðeins of stórt, leikurinn hefði þurft að vera fimm mínútum lengur," sagði Ásbjörn. FH breytti um varnarafbrigði þegar um 12 mínútur voru eftir og Haukarnir lentu í smá vandræðum með þá vörn. "Við prófuðum að spila framarlega gegn þeim í fyrri hálfleik en náðum ekki að skipta þá. Við höfum trú á sex núll vörninni okkar. Eftir á að hyggja hefðum við kannski átt að fara fyrr í þessa vörn í síðari hálfleik en kannski hefði það verið of langur tími til að spila maður á mann. Það er erfitt að segja eftir á. En mér fannst þessi kafli þar sem við erum mikið einum færri í síðari hálfleik ráða úrslitum," sagði Ásbjörn að lokum.Jón Þorbjörn Jóhannsson: Töluðum vel saman í hálfleik og þetta var mjög einfalt "Þetta er ekki leiðinlegt. Maður gæti alveg vanist þessu," sagði varnartröllið Jón Þorbjörn Jóhannsson, leikmaður Hauka, eftir að ljóst varð að Haukar væru búnir að sópa nágrönnum sínum úr FH út úr úrslitakeppninni þetta árið. "Við komum flottir inn í þetta einvígi og vorum betri aðilinn í báðum leikjunum. Mér fannst þetta vera fyllilega sanngjarnt. Varnarleikurinn var í molum í fyrri hálfleik. En við töluðum vel saman í hálfleik, Patti kom með góða ræðu og þetta var mjög einfalt," sagði Jón Þorbjörn. Haukar eru á góðu róli og til alls líklegir í þessari úrslitakeppni. "Mér líst bara vel á framhaldið. Okkur hlakkar til. Við hvílum okkur um helgina og svo bara fullur fókus í næstu viku. Við hefðum ekki nennt að fara í oddaleik gegn FH," sagði Jón Þorbjörn að lokum.Jón Þorbjörn Jóhannsson.Vísir/ErnirÍsak Rafnsson þurfti að fara í markið í seinni hálfleik.Vísir/ErnirPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Haukar slógu nágranna sína í FH út úr úrslitakeppni Olís-deildar karla með fjögurra marka sigri, 28-24, í hörkuleik að Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en Haukar höfðu betur með feykigóðum varnarleik í síðari hálfleik.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fyrri hálfleikur var mikil skemmtun. Bæði lið voru að spila góðan sóknarleik, leikurinn var hraður og vel leikinn af beggja hálfu. Jafnt var á öllum tölum svo gott sem allan hálfleikinn. Haukar náðu mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, 11-8, en það virtist engin áhrif hafa á FH liðið. Upp úr sauð um miðjan fyrri hálfleik þegar þeim Einari Pétri Péturssyni Haukamanni og Halldóri Inga Jónassyni FH-ingi lenti saman. Halldór Ingi braut þá á Einari og fylgdi brotinu helst til of harkalega eftir, ýtti Einari út í vegg og upp hófust heilmiklar stimpingar. Einar virtist reyna að skalla til Halldórs en hvorugur þeirra fékk refsingu. FH náði að vinna upp það forskot Haukamanna og staðan að loknum fyrri hálfleik var jöfn, 16-16. Magnús Óli Magnússon fór mikinn í liði FH í fyrri hálfleik, skoraði 6 mörk, en hjá Haukum var téður Einar Pétur markahæstur í fyrri hálfleik með 5 mörk í 5 skotum. Vörn Hauka vaknaði heldur betur til lífsins í síðari hálfleik og heimamenn tóku að síga fram úr. Haukar náðu mest sex marka forystu og það var ekki fyrr en að FH fór að spila mjög framliggjandi vörn, þegar um 12 mínútur voru eftir af leiknum sem Haukar lentu í einhverjum vandræðum í sínum sóknarleik. Vörn Hauka stóðst þó áhlaup FH-inga og að lokum fóru heimamenn með fjögurra marka sigur af hólmi, 28-24. FH náði því miður ekki að halda í við Hauka allan leikinn. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en sigur Hauka var þegar upp er staðið nokkuð öruggur, miðað við þróunina í síðari hálfleik. Það er því ljóst að FH hefur lokið keppni á Íslandsmótinu þetta tímabilið. Haukar eru hins vegar á góðu róli og eru satt best að segja til alls líklegir. Það efast enginn um að Haukar eru með lið sem getur farið langt. Haukar enduðu tímabilið í fimmta sæti en hugsanlega er liðið að toppa á hárréttum tíma.Patrekur Jóhannesson: Breytt vörn lagði grunninn að sigrinum Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var kampakáttur með leik sinna manna gegn FH í kvöld og brosti út af eyrum þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali. "Bæði lið voru að spila sex núll vörn í fyrri hálfleik og það var skorað mikið af mörkum þá. Það var mjög skemmtilegt á að horfa en mér fannst við eiga að geta verið þéttari í okkar varnarleik. Við breyttum í seinni hálfleik yfir í fimm einn vörn og fáum bara fjögur mörk á okkur á fyrstu 25 mínútunum eða svo. Það var aðeins í lokinn sem þeir ná að saxa á forskotið. En ég held að það hafi lagt grunninn og líka það hvað menn héldu ákveðni ró," sagði Patrekur. Þrátt fyrir að hann hafi ekki verið alveg sáttur við varnarleikinn í fyrri hálfleik segir Patrekur að liðið hafi ekki haft miklar áhyggjur af framhaldinu. "Í hálfleik vorum við ósköp rólegir og vissum að við gætum þetta. Ég er hrikalega ánægður með liðið. Þetta var alvöru liðsheild, ég róteraði mannskapnum og það voru allir sem tóku þátt í leiknum. Ég er bara virkilega stoltur af liðinu í dag," sagði Patrekur. "Við þjálfarar erum með einhverja fullkomnunaráráttu, viljum hafa frábæra vörn, hraðaupphlaup, góðan sóknarleik og helst stöðuna 16-8 í hálfleik. En FH var að spila vel í fyrri hálfleik líka. Þeir eru með öflugar skyttur og við áttum í miklum erfiðleikum með Magnús allan leikinn. Magnús er frábær leikmaður og í stöðunni einn á einn held ég að fáir séu jafngóðir og hann hér á Íslandi. En við náðum að halda öðrum niðri og stjórna leiknum í seinni hálfleik," sagði Patrekur að lokum.Ásbjörn Friðriksson: Vafasamir dómar féllu þeim í hag "Þetta er ömurleg staðreynd og klárlega ekki það sem við ætluðum okkur," sagði grautfúll Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, eftir leikinn og var alls ekki sáttur með að vera kominn í sumarfrí svona snemma. "Við vorum klaufar í fyrsta leiknum. Spiluðum honum svolítið frá okkur. En í þessum leik fannst mér við spila vel. Þeir voru kannski skrefinu á undan í seinni hálfleik. En mér fannst líka vafasamir dómar falla þeim í hag. Það skilur kannski ekki á milli en ég upplifði það þannig að það sem var víti öðru megin var fríkast hinum megin," bætti Ásbjörn við. "Við fengum þrjár brottvísanir í upphafi síðari hálfleiks og það tók taktinn úr okkar spili. Haukarnir eru sterkir einum fleiri og náðu forskoti sem við vorum að reyna að kroppa í. Það forskot var bara aðeins of stórt, leikurinn hefði þurft að vera fimm mínútum lengur," sagði Ásbjörn. FH breytti um varnarafbrigði þegar um 12 mínútur voru eftir og Haukarnir lentu í smá vandræðum með þá vörn. "Við prófuðum að spila framarlega gegn þeim í fyrri hálfleik en náðum ekki að skipta þá. Við höfum trú á sex núll vörninni okkar. Eftir á að hyggja hefðum við kannski átt að fara fyrr í þessa vörn í síðari hálfleik en kannski hefði það verið of langur tími til að spila maður á mann. Það er erfitt að segja eftir á. En mér fannst þessi kafli þar sem við erum mikið einum færri í síðari hálfleik ráða úrslitum," sagði Ásbjörn að lokum.Jón Þorbjörn Jóhannsson: Töluðum vel saman í hálfleik og þetta var mjög einfalt "Þetta er ekki leiðinlegt. Maður gæti alveg vanist þessu," sagði varnartröllið Jón Þorbjörn Jóhannsson, leikmaður Hauka, eftir að ljóst varð að Haukar væru búnir að sópa nágrönnum sínum úr FH út úr úrslitakeppninni þetta árið. "Við komum flottir inn í þetta einvígi og vorum betri aðilinn í báðum leikjunum. Mér fannst þetta vera fyllilega sanngjarnt. Varnarleikurinn var í molum í fyrri hálfleik. En við töluðum vel saman í hálfleik, Patti kom með góða ræðu og þetta var mjög einfalt," sagði Jón Þorbjörn. Haukar eru á góðu róli og til alls líklegir í þessari úrslitakeppni. "Mér líst bara vel á framhaldið. Okkur hlakkar til. Við hvílum okkur um helgina og svo bara fullur fókus í næstu viku. Við hefðum ekki nennt að fara í oddaleik gegn FH," sagði Jón Þorbjörn að lokum.Jón Þorbjörn Jóhannsson.Vísir/ErnirÍsak Rafnsson þurfti að fara í markið í seinni hálfleik.Vísir/ErnirPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira