Landeigendur hafa áhyggjur af stöðunni: „Harma seinagang og áhugaleysi stjórnvalda“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2015 12:48 Svona er ástandið á Geysissvæðinu eins og staðan er í dag. mynd/aðsend „Stjórn Landeigandafélagsins harmar seinagang og áhugaleysi stjórnvalda á því að leysa málefni mest sótta ferðamannastaðar landsins, Geysis í Haukadal.“ Svona hefst ályktun frá Landeigandafélagi Geysis sem samþykkt var á aðalfundi 20. mars. Þar segir einnig að um áratugaskeið hafi landeigendur reynt að ná samningum við meðeiganda sinn um sölu, leigu eða samstarf um rekstur svæðisins en lítt orðið ágengt. „Til að fjármagna uppbyggingu og verndun svæðisins hófu landeigendur fyrir ári síðan að innheimta aðgangsgjald sem var stöðvað með lögbanni af hendi ríkisins en síðan þá hefur ekkert gerst í málinu. Á sama tíma hefur fjöldi ferðamanna sem sækja svæðið heim margfaldast og er nú svo komið að febrúar er álíka stór mánuður og júní fyrir nokkrum árum síðan. Þróun þessi er um margt ánægjuleg en vart þarf að fjölyrða um aukið álag á svæðið og viðkvæma náttúru þess sem kallar á uppbyggingu og eftirlit svo taka megi sómasamlega á móti þessum fjölda ferðamanna,“ segir í ályktuninni. Fyrir liggi deiliskipulag og verðlaunatillaga um uppbyggingu hverasvæðisins sem hefur náttúrvernd, fræðslu, öryggi og betri dreifingu gesta að leiðarljósi sem ætti að leiða til enn betri upplifunar. „Landeigandafélaginu þykir miður að ríkið kjósi að reka málið fyrir dómsstólum fremur en að ræða beint við meðeigendur sína. Nýfallinn dómur í Héraðsdómi Suðurlands sem staðfesti lögbann á gjaldtökuna tekur ekki á því hvort gjaldtakan sé yfir höfðuð lögmæt heldur er hér fyrst og fremst um að ræða mál milli eiganda svæðisins. Þá hefur Ríkið ekki komið með neina lausn aðra en þá að henda nokkrum milljónum í óskilgreind verkefni sem er hvort tveggja í senn ómarkviss aðgerð og í engu samræmi við brýna þörf uppbyggingar á svæðinu.“ Landeigendur skora jafnframt á aðila ferðaþjónustunnar og þá sérstaklega forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem gera út á náttúruperlurnar að hugsa ekki eingöngu um skammtímagróða heldur til framtíðar. Landeigendur hafa áhyggjur af stöðunni.„Hverasvæðið liggur undir alvarlegum skemmdum sem þarf að bregðast við strax og slíkar aðgerðir þarf að fjármagna. Verði ekkert aðhafst er ekki ólíklegt að Geysissvæðið missi alfarið það aðdráttarafl sem það hefur og ein helsta mjólkurkú ferðaþjónustunnar verði þar með geld á einni nóttu.“ Í ályktuninni segir að nú fari í hönd sá tími ársins þegar hverasvæðið eru hvað viðkvæmust fyrir ágangi. „Á meðan Ríkið dregur lappirnar í viðræðum við landeigendur gæti komið til þess að ekki verði annað fært en að takmarka fjölda gesta inn á svæðið eða loka hluta svæðisins fyrir allri umferð. Ýmsir ferðaþjónustuaðilar hafa bent á aukna skattheimtu Ríkisins af greininni en landeigendur telja að þeim skatttekjum þurfi að verja í aðra innviði s.s. vegakerfi landsins sem fer ekki síður varhluta af auknum ferðamannafjölda. Ferðaþjónustan sem nú er stærsta útflutningsgrein landsins hefur alla burði til sjálfbærni og ætti að stefna að því t.d. með hóflegri gjaldtöku á stærstu ferðamannastöðunum.“ Það er von Landeigandafélagsins að Ríkið og ferðaþjónustan sjái að sér áður en það er orðið um seinan. „Landeigandafélagið hefur lýst yfir vilja sínum til að skoða ýmsar leiðir gjaldtöku bæði blandaðar og valkvæðar sem og að deila tekjum með öðrum ferðmannastöðum. Mikilvægt er þó að það sé tryggt að fjármagn renni til þeirra náttúruperla sem ferðamenn sækja heim og þurfa sárlega á uppbyggingu og verndun að halda. Þar af leiðandi telur Landeigandafélagið að gjaldtöku sé best fyrir komið hjá þeim sem eiga og reka mest sóttu ferðamannastaði landsins.“ Að lokum skorar Landeigandafélagið á alla þá sem unna íslenskri náttúru að heimsækja Geysissvæðið og berja ástand svæðisins augum. „Á meðan menn þrefa um aðferðafræði og hvort einn aðili sé mögulega að bera meira úr bítum en annar þá blæðir náttúrunni út.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
„Stjórn Landeigandafélagsins harmar seinagang og áhugaleysi stjórnvalda á því að leysa málefni mest sótta ferðamannastaðar landsins, Geysis í Haukadal.“ Svona hefst ályktun frá Landeigandafélagi Geysis sem samþykkt var á aðalfundi 20. mars. Þar segir einnig að um áratugaskeið hafi landeigendur reynt að ná samningum við meðeiganda sinn um sölu, leigu eða samstarf um rekstur svæðisins en lítt orðið ágengt. „Til að fjármagna uppbyggingu og verndun svæðisins hófu landeigendur fyrir ári síðan að innheimta aðgangsgjald sem var stöðvað með lögbanni af hendi ríkisins en síðan þá hefur ekkert gerst í málinu. Á sama tíma hefur fjöldi ferðamanna sem sækja svæðið heim margfaldast og er nú svo komið að febrúar er álíka stór mánuður og júní fyrir nokkrum árum síðan. Þróun þessi er um margt ánægjuleg en vart þarf að fjölyrða um aukið álag á svæðið og viðkvæma náttúru þess sem kallar á uppbyggingu og eftirlit svo taka megi sómasamlega á móti þessum fjölda ferðamanna,“ segir í ályktuninni. Fyrir liggi deiliskipulag og verðlaunatillaga um uppbyggingu hverasvæðisins sem hefur náttúrvernd, fræðslu, öryggi og betri dreifingu gesta að leiðarljósi sem ætti að leiða til enn betri upplifunar. „Landeigandafélaginu þykir miður að ríkið kjósi að reka málið fyrir dómsstólum fremur en að ræða beint við meðeigendur sína. Nýfallinn dómur í Héraðsdómi Suðurlands sem staðfesti lögbann á gjaldtökuna tekur ekki á því hvort gjaldtakan sé yfir höfðuð lögmæt heldur er hér fyrst og fremst um að ræða mál milli eiganda svæðisins. Þá hefur Ríkið ekki komið með neina lausn aðra en þá að henda nokkrum milljónum í óskilgreind verkefni sem er hvort tveggja í senn ómarkviss aðgerð og í engu samræmi við brýna þörf uppbyggingar á svæðinu.“ Landeigendur skora jafnframt á aðila ferðaþjónustunnar og þá sérstaklega forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem gera út á náttúruperlurnar að hugsa ekki eingöngu um skammtímagróða heldur til framtíðar. Landeigendur hafa áhyggjur af stöðunni.„Hverasvæðið liggur undir alvarlegum skemmdum sem þarf að bregðast við strax og slíkar aðgerðir þarf að fjármagna. Verði ekkert aðhafst er ekki ólíklegt að Geysissvæðið missi alfarið það aðdráttarafl sem það hefur og ein helsta mjólkurkú ferðaþjónustunnar verði þar með geld á einni nóttu.“ Í ályktuninni segir að nú fari í hönd sá tími ársins þegar hverasvæðið eru hvað viðkvæmust fyrir ágangi. „Á meðan Ríkið dregur lappirnar í viðræðum við landeigendur gæti komið til þess að ekki verði annað fært en að takmarka fjölda gesta inn á svæðið eða loka hluta svæðisins fyrir allri umferð. Ýmsir ferðaþjónustuaðilar hafa bent á aukna skattheimtu Ríkisins af greininni en landeigendur telja að þeim skatttekjum þurfi að verja í aðra innviði s.s. vegakerfi landsins sem fer ekki síður varhluta af auknum ferðamannafjölda. Ferðaþjónustan sem nú er stærsta útflutningsgrein landsins hefur alla burði til sjálfbærni og ætti að stefna að því t.d. með hóflegri gjaldtöku á stærstu ferðamannastöðunum.“ Það er von Landeigandafélagsins að Ríkið og ferðaþjónustan sjái að sér áður en það er orðið um seinan. „Landeigandafélagið hefur lýst yfir vilja sínum til að skoða ýmsar leiðir gjaldtöku bæði blandaðar og valkvæðar sem og að deila tekjum með öðrum ferðmannastöðum. Mikilvægt er þó að það sé tryggt að fjármagn renni til þeirra náttúruperla sem ferðamenn sækja heim og þurfa sárlega á uppbyggingu og verndun að halda. Þar af leiðandi telur Landeigandafélagið að gjaldtöku sé best fyrir komið hjá þeim sem eiga og reka mest sóttu ferðamannastaði landsins.“ Að lokum skorar Landeigandafélagið á alla þá sem unna íslenskri náttúru að heimsækja Geysissvæðið og berja ástand svæðisins augum. „Á meðan menn þrefa um aðferðafræði og hvort einn aðili sé mögulega að bera meira úr bítum en annar þá blæðir náttúrunni út.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira