Landeigendur hafa áhyggjur af stöðunni: „Harma seinagang og áhugaleysi stjórnvalda“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2015 12:48 Svona er ástandið á Geysissvæðinu eins og staðan er í dag. mynd/aðsend „Stjórn Landeigandafélagsins harmar seinagang og áhugaleysi stjórnvalda á því að leysa málefni mest sótta ferðamannastaðar landsins, Geysis í Haukadal.“ Svona hefst ályktun frá Landeigandafélagi Geysis sem samþykkt var á aðalfundi 20. mars. Þar segir einnig að um áratugaskeið hafi landeigendur reynt að ná samningum við meðeiganda sinn um sölu, leigu eða samstarf um rekstur svæðisins en lítt orðið ágengt. „Til að fjármagna uppbyggingu og verndun svæðisins hófu landeigendur fyrir ári síðan að innheimta aðgangsgjald sem var stöðvað með lögbanni af hendi ríkisins en síðan þá hefur ekkert gerst í málinu. Á sama tíma hefur fjöldi ferðamanna sem sækja svæðið heim margfaldast og er nú svo komið að febrúar er álíka stór mánuður og júní fyrir nokkrum árum síðan. Þróun þessi er um margt ánægjuleg en vart þarf að fjölyrða um aukið álag á svæðið og viðkvæma náttúru þess sem kallar á uppbyggingu og eftirlit svo taka megi sómasamlega á móti þessum fjölda ferðamanna,“ segir í ályktuninni. Fyrir liggi deiliskipulag og verðlaunatillaga um uppbyggingu hverasvæðisins sem hefur náttúrvernd, fræðslu, öryggi og betri dreifingu gesta að leiðarljósi sem ætti að leiða til enn betri upplifunar. „Landeigandafélaginu þykir miður að ríkið kjósi að reka málið fyrir dómsstólum fremur en að ræða beint við meðeigendur sína. Nýfallinn dómur í Héraðsdómi Suðurlands sem staðfesti lögbann á gjaldtökuna tekur ekki á því hvort gjaldtakan sé yfir höfðuð lögmæt heldur er hér fyrst og fremst um að ræða mál milli eiganda svæðisins. Þá hefur Ríkið ekki komið með neina lausn aðra en þá að henda nokkrum milljónum í óskilgreind verkefni sem er hvort tveggja í senn ómarkviss aðgerð og í engu samræmi við brýna þörf uppbyggingar á svæðinu.“ Landeigendur skora jafnframt á aðila ferðaþjónustunnar og þá sérstaklega forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem gera út á náttúruperlurnar að hugsa ekki eingöngu um skammtímagróða heldur til framtíðar. Landeigendur hafa áhyggjur af stöðunni.„Hverasvæðið liggur undir alvarlegum skemmdum sem þarf að bregðast við strax og slíkar aðgerðir þarf að fjármagna. Verði ekkert aðhafst er ekki ólíklegt að Geysissvæðið missi alfarið það aðdráttarafl sem það hefur og ein helsta mjólkurkú ferðaþjónustunnar verði þar með geld á einni nóttu.“ Í ályktuninni segir að nú fari í hönd sá tími ársins þegar hverasvæðið eru hvað viðkvæmust fyrir ágangi. „Á meðan Ríkið dregur lappirnar í viðræðum við landeigendur gæti komið til þess að ekki verði annað fært en að takmarka fjölda gesta inn á svæðið eða loka hluta svæðisins fyrir allri umferð. Ýmsir ferðaþjónustuaðilar hafa bent á aukna skattheimtu Ríkisins af greininni en landeigendur telja að þeim skatttekjum þurfi að verja í aðra innviði s.s. vegakerfi landsins sem fer ekki síður varhluta af auknum ferðamannafjölda. Ferðaþjónustan sem nú er stærsta útflutningsgrein landsins hefur alla burði til sjálfbærni og ætti að stefna að því t.d. með hóflegri gjaldtöku á stærstu ferðamannastöðunum.“ Það er von Landeigandafélagsins að Ríkið og ferðaþjónustan sjái að sér áður en það er orðið um seinan. „Landeigandafélagið hefur lýst yfir vilja sínum til að skoða ýmsar leiðir gjaldtöku bæði blandaðar og valkvæðar sem og að deila tekjum með öðrum ferðmannastöðum. Mikilvægt er þó að það sé tryggt að fjármagn renni til þeirra náttúruperla sem ferðamenn sækja heim og þurfa sárlega á uppbyggingu og verndun að halda. Þar af leiðandi telur Landeigandafélagið að gjaldtöku sé best fyrir komið hjá þeim sem eiga og reka mest sóttu ferðamannastaði landsins.“ Að lokum skorar Landeigandafélagið á alla þá sem unna íslenskri náttúru að heimsækja Geysissvæðið og berja ástand svæðisins augum. „Á meðan menn þrefa um aðferðafræði og hvort einn aðili sé mögulega að bera meira úr bítum en annar þá blæðir náttúrunni út.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
„Stjórn Landeigandafélagsins harmar seinagang og áhugaleysi stjórnvalda á því að leysa málefni mest sótta ferðamannastaðar landsins, Geysis í Haukadal.“ Svona hefst ályktun frá Landeigandafélagi Geysis sem samþykkt var á aðalfundi 20. mars. Þar segir einnig að um áratugaskeið hafi landeigendur reynt að ná samningum við meðeiganda sinn um sölu, leigu eða samstarf um rekstur svæðisins en lítt orðið ágengt. „Til að fjármagna uppbyggingu og verndun svæðisins hófu landeigendur fyrir ári síðan að innheimta aðgangsgjald sem var stöðvað með lögbanni af hendi ríkisins en síðan þá hefur ekkert gerst í málinu. Á sama tíma hefur fjöldi ferðamanna sem sækja svæðið heim margfaldast og er nú svo komið að febrúar er álíka stór mánuður og júní fyrir nokkrum árum síðan. Þróun þessi er um margt ánægjuleg en vart þarf að fjölyrða um aukið álag á svæðið og viðkvæma náttúru þess sem kallar á uppbyggingu og eftirlit svo taka megi sómasamlega á móti þessum fjölda ferðamanna,“ segir í ályktuninni. Fyrir liggi deiliskipulag og verðlaunatillaga um uppbyggingu hverasvæðisins sem hefur náttúrvernd, fræðslu, öryggi og betri dreifingu gesta að leiðarljósi sem ætti að leiða til enn betri upplifunar. „Landeigandafélaginu þykir miður að ríkið kjósi að reka málið fyrir dómsstólum fremur en að ræða beint við meðeigendur sína. Nýfallinn dómur í Héraðsdómi Suðurlands sem staðfesti lögbann á gjaldtökuna tekur ekki á því hvort gjaldtakan sé yfir höfðuð lögmæt heldur er hér fyrst og fremst um að ræða mál milli eiganda svæðisins. Þá hefur Ríkið ekki komið með neina lausn aðra en þá að henda nokkrum milljónum í óskilgreind verkefni sem er hvort tveggja í senn ómarkviss aðgerð og í engu samræmi við brýna þörf uppbyggingar á svæðinu.“ Landeigendur skora jafnframt á aðila ferðaþjónustunnar og þá sérstaklega forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem gera út á náttúruperlurnar að hugsa ekki eingöngu um skammtímagróða heldur til framtíðar. Landeigendur hafa áhyggjur af stöðunni.„Hverasvæðið liggur undir alvarlegum skemmdum sem þarf að bregðast við strax og slíkar aðgerðir þarf að fjármagna. Verði ekkert aðhafst er ekki ólíklegt að Geysissvæðið missi alfarið það aðdráttarafl sem það hefur og ein helsta mjólkurkú ferðaþjónustunnar verði þar með geld á einni nóttu.“ Í ályktuninni segir að nú fari í hönd sá tími ársins þegar hverasvæðið eru hvað viðkvæmust fyrir ágangi. „Á meðan Ríkið dregur lappirnar í viðræðum við landeigendur gæti komið til þess að ekki verði annað fært en að takmarka fjölda gesta inn á svæðið eða loka hluta svæðisins fyrir allri umferð. Ýmsir ferðaþjónustuaðilar hafa bent á aukna skattheimtu Ríkisins af greininni en landeigendur telja að þeim skatttekjum þurfi að verja í aðra innviði s.s. vegakerfi landsins sem fer ekki síður varhluta af auknum ferðamannafjölda. Ferðaþjónustan sem nú er stærsta útflutningsgrein landsins hefur alla burði til sjálfbærni og ætti að stefna að því t.d. með hóflegri gjaldtöku á stærstu ferðamannastöðunum.“ Það er von Landeigandafélagsins að Ríkið og ferðaþjónustan sjái að sér áður en það er orðið um seinan. „Landeigandafélagið hefur lýst yfir vilja sínum til að skoða ýmsar leiðir gjaldtöku bæði blandaðar og valkvæðar sem og að deila tekjum með öðrum ferðmannastöðum. Mikilvægt er þó að það sé tryggt að fjármagn renni til þeirra náttúruperla sem ferðamenn sækja heim og þurfa sárlega á uppbyggingu og verndun að halda. Þar af leiðandi telur Landeigandafélagið að gjaldtöku sé best fyrir komið hjá þeim sem eiga og reka mest sóttu ferðamannastaði landsins.“ Að lokum skorar Landeigandafélagið á alla þá sem unna íslenskri náttúru að heimsækja Geysissvæðið og berja ástand svæðisins augum. „Á meðan menn þrefa um aðferðafræði og hvort einn aðili sé mögulega að bera meira úr bítum en annar þá blæðir náttúrunni út.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira