Össur enn sömu skoðunar varðandi olíuleit Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2015 19:15 Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki heppilegt fyrir framtíðina að landsfundur Samfylkingarinnar hafi samþykkt að hætt skuli við olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu. Hann verði hins vegar að sætta sig við að hafa lent í minnihluta í málinu á landsfundinum. Á landsfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi kúventi flokkurinn stefnu sinni varðandi olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu og vill nú samkvæmt landsfundarsamþykkt hætta leitinni. „Ég tel að það sé ekki heppilegt fyrir framtíðina þó að þróunin hafi orðið þannig að það sé nú líklegt að það seinki allt. En hins vegar er það þannig að í Samfylkingunni getur maður verið í minnihluta. Ég er þar í minnihluta og hef mína skoðun óbreytta. En sætti mig alveg við að það er önnur stefna uppi,“ segir Össur. Össur ásamt fleiri ráðherrum og þingmönnum Samfylkingarinnar fögnuðu því á sínum tíma að olíuleit yrði hafin og sáu fyrir sér alls kyns tækifæri í þessum efnum m.a. í þjónustu við olíuleitina á norður og austurlandi. Össur segist alltaf hafa lagt áherslu á að olía væri allt of mikilvægt efni til að brenna og ætti að nota til annarra hluta en sem eldsneyti. Hann hafi skilning á varnaðarorðum vegna loftslagsáhrifa en menn yrðu þá að vera samkvæmir sjálfum sér. „Ég teldi þá t.d. fullkomlega lógískt fyrir þá sem hafa þessa skoðun að banna t.d. innflutning á eldsneyti. Sumt af því eldsneyti sem menn eru að flytja inn er unnið af Rússum, jafnvel Norðmönnum miklu norðar heldur en þessi svæði sem eru innan okkar efnahagslögsögu,“ segir Össur. Hann hafi oft orðið undir og sem lýðræðissinni sætti hann sig við það. Össur efast um að þetta hafi áhrif á fylgi flokksins í næstu kosningum. Nýting olíu frá Drekasvæðinu sé fjarlægari en áður vegna þróunar á olíumarkaði. Önnur og stærri mál verði á dagskrá fyrir næstu kosningar. Hins vegar megi leysa olíumálin með örðum hætti en innan stofnana stjórnmálaflokkanna. „Ég held að þetta alveg eins og fiskveiðistjórnunarkerfið og ESB séu dæmi um mál sem eigi að leysa í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Össur Skarphéðinsson. Alþingi Samfylkingin Orkumál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki heppilegt fyrir framtíðina að landsfundur Samfylkingarinnar hafi samþykkt að hætt skuli við olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu. Hann verði hins vegar að sætta sig við að hafa lent í minnihluta í málinu á landsfundinum. Á landsfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi kúventi flokkurinn stefnu sinni varðandi olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu og vill nú samkvæmt landsfundarsamþykkt hætta leitinni. „Ég tel að það sé ekki heppilegt fyrir framtíðina þó að þróunin hafi orðið þannig að það sé nú líklegt að það seinki allt. En hins vegar er það þannig að í Samfylkingunni getur maður verið í minnihluta. Ég er þar í minnihluta og hef mína skoðun óbreytta. En sætti mig alveg við að það er önnur stefna uppi,“ segir Össur. Össur ásamt fleiri ráðherrum og þingmönnum Samfylkingarinnar fögnuðu því á sínum tíma að olíuleit yrði hafin og sáu fyrir sér alls kyns tækifæri í þessum efnum m.a. í þjónustu við olíuleitina á norður og austurlandi. Össur segist alltaf hafa lagt áherslu á að olía væri allt of mikilvægt efni til að brenna og ætti að nota til annarra hluta en sem eldsneyti. Hann hafi skilning á varnaðarorðum vegna loftslagsáhrifa en menn yrðu þá að vera samkvæmir sjálfum sér. „Ég teldi þá t.d. fullkomlega lógískt fyrir þá sem hafa þessa skoðun að banna t.d. innflutning á eldsneyti. Sumt af því eldsneyti sem menn eru að flytja inn er unnið af Rússum, jafnvel Norðmönnum miklu norðar heldur en þessi svæði sem eru innan okkar efnahagslögsögu,“ segir Össur. Hann hafi oft orðið undir og sem lýðræðissinni sætti hann sig við það. Össur efast um að þetta hafi áhrif á fylgi flokksins í næstu kosningum. Nýting olíu frá Drekasvæðinu sé fjarlægari en áður vegna þróunar á olíumarkaði. Önnur og stærri mál verði á dagskrá fyrir næstu kosningar. Hins vegar megi leysa olíumálin með örðum hætti en innan stofnana stjórnmálaflokkanna. „Ég held að þetta alveg eins og fiskveiðistjórnunarkerfið og ESB séu dæmi um mál sem eigi að leysa í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Össur Skarphéðinsson.
Alþingi Samfylkingin Orkumál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira