Hefur áhyggjur af því að Geysissvæðið verði „geld kýr“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. mars 2015 21:54 Það kemur til greina að setja fjöldatakmarkanir inn á Geysissvæðið í Haukadal. Þetta segir talsmaður landeigenda á svæðinu en Geysissvæðið er þessa dagana eitt forarsvað. Landeigendur óttast óafturkræfar skemmdir á þessum vinsælasta ferðamannastað landsins. Kjartan Hreinn Njálsson var í Haukadal í morgun. Fréttastofa var mætt á Geysissvæðið klukkan 10 í morgun. Þá var ekki beinlínis margt um manninn en stuttu seinna birtust fyrstu rúturnar. Urmull ferðamanna hópaðist út úr rútunum og arkaði um svæðið. 30 til 40 mínútum síðar héldu ferðamennirnir á brott og för þeirra um Gullna hringinn hélt áfram. Landeigendur áætla að í kringum 700.000 ferðamenn heimsæki Geysissvæðið á ári hverju. Meðalfjöldi gesta á dag er í kringum 3.000. „Við höfum verulegar áhyggjur af því að þessi helsti ferðamannastaður landsins verði geld kú á einum sólarhringi þegar tjónið verður orðið óbætanlegt,“ segir Garðar Stefánsson, talsmaður Landeigendafélags Geysis. Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Landeigendafélags Geysis á dögunum harmar stjórn félagsins seinagang og áhugaleysi stjórnvalda á því að leysa vanda mest sótta ferðamannastaðar landsins, Geysis í Haukadal. Fjöldi ferðamanna sem heimsækir Geysissvæðið hefur margfaldast á síðustu árum og síðastliðinn febrúar var, samkvæmt landeigendum, álíka stór mánuður og júní fyrir nokkrum árum. Þessu fylgir gríðarlegt álag á svæðið og viðkvæma náttúru þess. Áform og hugmyndir um framtíðar skipulag Geysissvæðisins liggja fyrir en þetta verður dýrt verkefni. „Þeir fjármunir verða ekki teknir af skattfé. Þetta kostar á milli 600 og 800 milljónir. Þetta er nauðsynlegt til þess að bregðast við þessari auknu ásókn.“ Gjaldtaka á Geysissvæðinu sætti harðri gagnrýni og ríkið fékk samþykkt lögbann á hana. Ríkið á 35% af landinu en lítið er að frétta af umdeildu frumvarpi um náttúrupassa sem er í nefnd eftir fyrstu umræðu. Aðstæður á Geysissvæðinu eru beinlínis hættulegar og Garðar segir nauðsynlegt að hafa fólk á vakt til að tryggja öryggi gesta. En það er náttúran sem gefur eftir, það er hún sem skaðast varanlega. „Maður getur spurt sig, er það eðlilegt að gera út á eigur annarra. Án þess að um það sé samið?“ spyr Garðar.En verður náttúran ekki að fá að njóta vafans? „Við bætum ekki náttúruna ef hún hefur orðið fyrir óafturkræfum skemmdum. Það er einn af þeim kostum sem vert er að hugsa um. Að koma á fjöldatakmörkunum.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Það kemur til greina að setja fjöldatakmarkanir inn á Geysissvæðið í Haukadal. Þetta segir talsmaður landeigenda á svæðinu en Geysissvæðið er þessa dagana eitt forarsvað. Landeigendur óttast óafturkræfar skemmdir á þessum vinsælasta ferðamannastað landsins. Kjartan Hreinn Njálsson var í Haukadal í morgun. Fréttastofa var mætt á Geysissvæðið klukkan 10 í morgun. Þá var ekki beinlínis margt um manninn en stuttu seinna birtust fyrstu rúturnar. Urmull ferðamanna hópaðist út úr rútunum og arkaði um svæðið. 30 til 40 mínútum síðar héldu ferðamennirnir á brott og för þeirra um Gullna hringinn hélt áfram. Landeigendur áætla að í kringum 700.000 ferðamenn heimsæki Geysissvæðið á ári hverju. Meðalfjöldi gesta á dag er í kringum 3.000. „Við höfum verulegar áhyggjur af því að þessi helsti ferðamannastaður landsins verði geld kú á einum sólarhringi þegar tjónið verður orðið óbætanlegt,“ segir Garðar Stefánsson, talsmaður Landeigendafélags Geysis. Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Landeigendafélags Geysis á dögunum harmar stjórn félagsins seinagang og áhugaleysi stjórnvalda á því að leysa vanda mest sótta ferðamannastaðar landsins, Geysis í Haukadal. Fjöldi ferðamanna sem heimsækir Geysissvæðið hefur margfaldast á síðustu árum og síðastliðinn febrúar var, samkvæmt landeigendum, álíka stór mánuður og júní fyrir nokkrum árum. Þessu fylgir gríðarlegt álag á svæðið og viðkvæma náttúru þess. Áform og hugmyndir um framtíðar skipulag Geysissvæðisins liggja fyrir en þetta verður dýrt verkefni. „Þeir fjármunir verða ekki teknir af skattfé. Þetta kostar á milli 600 og 800 milljónir. Þetta er nauðsynlegt til þess að bregðast við þessari auknu ásókn.“ Gjaldtaka á Geysissvæðinu sætti harðri gagnrýni og ríkið fékk samþykkt lögbann á hana. Ríkið á 35% af landinu en lítið er að frétta af umdeildu frumvarpi um náttúrupassa sem er í nefnd eftir fyrstu umræðu. Aðstæður á Geysissvæðinu eru beinlínis hættulegar og Garðar segir nauðsynlegt að hafa fólk á vakt til að tryggja öryggi gesta. En það er náttúran sem gefur eftir, það er hún sem skaðast varanlega. „Maður getur spurt sig, er það eðlilegt að gera út á eigur annarra. Án þess að um það sé samið?“ spyr Garðar.En verður náttúran ekki að fá að njóta vafans? „Við bætum ekki náttúruna ef hún hefur orðið fyrir óafturkræfum skemmdum. Það er einn af þeim kostum sem vert er að hugsa um. Að koma á fjöldatakmörkunum.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira