SFS styrkir doktorsnema til rannsókna á súrnun sjávar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. mars 2015 08:07 Hrönn Egilsdóttir og Karen Kjartansdóttir VÍSIR/SFS Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi munu styrkja Hrönn Egilsdóttur, doktorsnema í sjávarlíffræði, til frekari rannsókna á súrnun sjávar við Íslandsstrendur. Hrönn hefur vakið athygli fyrir rannsóknir sínar á súrnun sjávar, fyrirbæri sem kallað hefur verið falinn fylgifiskur loftslagsbreytinga og losun gróðurhúsalofttegunda. „Það að SFS skuli láta sig mál eins og súrnun sjávar varða undirstrikar mikilvægi umhverfismala fyrir þá iðnaði sem byggja afkomu sína á nýtingu auðlinda. Það græðir enginn á ósjálfbærri nýtingu auðlinda,” segir Hrönn. Milliríkjanefnd Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) hefur kallað eftir frekari rannsóknum á súrnun sjávar á norðurslóðum. „Ísland er á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar,” sagði Hrönn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl 2014. „ Ólíkt hlýnun jarðar, þar sem við erum kannski á besta stað í heiminum, þá er súrnun sjávar líklega alvarlegri hér en annars staðar. Sjórinn súrnar hratt hér og kalkmyndun er mikil.“ Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, tilkynnti um styrkveitinguna á fundi sem helgaður var súrnun sjávar og samskiptum þjóða. Samtökin munu styðja Hrönn næstu þrjú árin. Þess má geta að á stofnfundi samtakanna síðastliðið haust veitti Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, Hrönn hvatningsverðlaun fyrir störf sín. Loftslagsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi munu styrkja Hrönn Egilsdóttur, doktorsnema í sjávarlíffræði, til frekari rannsókna á súrnun sjávar við Íslandsstrendur. Hrönn hefur vakið athygli fyrir rannsóknir sínar á súrnun sjávar, fyrirbæri sem kallað hefur verið falinn fylgifiskur loftslagsbreytinga og losun gróðurhúsalofttegunda. „Það að SFS skuli láta sig mál eins og súrnun sjávar varða undirstrikar mikilvægi umhverfismala fyrir þá iðnaði sem byggja afkomu sína á nýtingu auðlinda. Það græðir enginn á ósjálfbærri nýtingu auðlinda,” segir Hrönn. Milliríkjanefnd Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) hefur kallað eftir frekari rannsóknum á súrnun sjávar á norðurslóðum. „Ísland er á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar,” sagði Hrönn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl 2014. „ Ólíkt hlýnun jarðar, þar sem við erum kannski á besta stað í heiminum, þá er súrnun sjávar líklega alvarlegri hér en annars staðar. Sjórinn súrnar hratt hér og kalkmyndun er mikil.“ Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, tilkynnti um styrkveitinguna á fundi sem helgaður var súrnun sjávar og samskiptum þjóða. Samtökin munu styðja Hrönn næstu þrjú árin. Þess má geta að á stofnfundi samtakanna síðastliðið haust veitti Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, Hrönn hvatningsverðlaun fyrir störf sín.
Loftslagsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira