Sara Björk: Þær eru allar eins og Guðný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2015 22:15 Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/Skjáskot úr viðtali KSÍ Sara Björk Gunnarsdóttir, var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem náði jafntefli á móti Bandaríkjunum á Algarve-mótinu í gær. „Þetta var hörkuleikur með mikið af návígum og hlaupum en skrokkurinn er bara ágætur," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir í viðtali við Þorvald Ingimundarson, starfsmanns KSÍ. Sara Björk játaði því að leikurinn hafi verið þessi stríðsleikur sem þjálfari íslenska liðsins, Freyr Alexandersson, bjóst við og lagði upp með. „Þær spila harðan bolta og eru í mjög góðu líkamlegu standi en það erum við líka. Mér fannst við vinna þá keppni í þessum leik í gær," sagði Sara. Varnarleikur íslenska liðsins í leiknum var frábær og bandarísku stórstjörnurnar komust lítið áleiðis. „Við lögðum upp með það að skipta leiknum niður í nokkra hluta, spila bæði lápressu og hápressu og skipta síðan á milli eftir fimmtán mínútur. Það gekk rosalega vel að spila lápressuna, við vorum mjög skipulagðar og vorum ekki að gefa þeim nein færi," sagði Sara Björk. „Við töluðum um það eftir leikinn að það hafi verið rosalega þægilegt að spila lápressuna á móti þeim. Við vorum í réttum stöðum, það var minna um hlaup og við vorum alveg með leikinn," sagði Sara. Íslenska liðið er ekki búið að skora á mótinu en er það áhyggjuefni? „Við erum búnar að vera að vinna mikið með varnarleikinn og ég held að sóknarleikurinn muni bara koma. Það hefur gengið frábærlega með varnarleikinn og nú þurfum við aðeins að skerpa betur á sóknarleiknum," sagði Sara Björk. „Við þurfum að gera betur þegar við vinnum boltann og þurfum aðeins minna stress," segir Sara Björk en framundan er leikur á móti Japan um níunda sætið sem fer fram á morgun. „Þær eru allar eins og Guðný en rosalega teknískar og rosalega góðar í fótbolta. Ég hef séð þær spila en landsliðið hefur aldrei spilað við þær áður. Það er áhugavert og skemmtilegt verkefni að fá að mæta þeim," sagði Sara Björk. „Þetta eru heimsmeistararnir og svona leiki vill maður spila. Þetta mót hefur undanfarin ár verið frábær undirbúningur fyrir EM og HM. Það er frábært fyrir okkur að fá að koma á þetta mót og spila þessa stóru leiki," sagði Sara Björk en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stelpurnar okkar spila við heimsmeistarana í hádeginu á morgun Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar lokaleik sinn á Algarve-mótinu á morgun þegar liðið mætir Japan í leiknum um níunda sætið. 10. mars 2015 18:19 Náðu ekki að skora hjá Guðbjörgu en komast samt í úrslitaleikinn Bandaríska landsliðið spilar til úrslita í Algarve-bikarnum þrátt fyrir að ná aðeins markalausu jafntefli á móti Íslandi í kvöld. 9. mars 2015 20:10 Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26 Þjálfari Bandaríkjanna tók gagnrýni Freys eftir leik illa Freyr Alexandersson sagðist ekki skilja hvers vegna Bandaríkin spörkuðu bara langt fram. 10. mars 2015 12:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem náði jafntefli á móti Bandaríkjunum á Algarve-mótinu í gær. „Þetta var hörkuleikur með mikið af návígum og hlaupum en skrokkurinn er bara ágætur," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir í viðtali við Þorvald Ingimundarson, starfsmanns KSÍ. Sara Björk játaði því að leikurinn hafi verið þessi stríðsleikur sem þjálfari íslenska liðsins, Freyr Alexandersson, bjóst við og lagði upp með. „Þær spila harðan bolta og eru í mjög góðu líkamlegu standi en það erum við líka. Mér fannst við vinna þá keppni í þessum leik í gær," sagði Sara. Varnarleikur íslenska liðsins í leiknum var frábær og bandarísku stórstjörnurnar komust lítið áleiðis. „Við lögðum upp með það að skipta leiknum niður í nokkra hluta, spila bæði lápressu og hápressu og skipta síðan á milli eftir fimmtán mínútur. Það gekk rosalega vel að spila lápressuna, við vorum mjög skipulagðar og vorum ekki að gefa þeim nein færi," sagði Sara Björk. „Við töluðum um það eftir leikinn að það hafi verið rosalega þægilegt að spila lápressuna á móti þeim. Við vorum í réttum stöðum, það var minna um hlaup og við vorum alveg með leikinn," sagði Sara. Íslenska liðið er ekki búið að skora á mótinu en er það áhyggjuefni? „Við erum búnar að vera að vinna mikið með varnarleikinn og ég held að sóknarleikurinn muni bara koma. Það hefur gengið frábærlega með varnarleikinn og nú þurfum við aðeins að skerpa betur á sóknarleiknum," sagði Sara Björk. „Við þurfum að gera betur þegar við vinnum boltann og þurfum aðeins minna stress," segir Sara Björk en framundan er leikur á móti Japan um níunda sætið sem fer fram á morgun. „Þær eru allar eins og Guðný en rosalega teknískar og rosalega góðar í fótbolta. Ég hef séð þær spila en landsliðið hefur aldrei spilað við þær áður. Það er áhugavert og skemmtilegt verkefni að fá að mæta þeim," sagði Sara Björk. „Þetta eru heimsmeistararnir og svona leiki vill maður spila. Þetta mót hefur undanfarin ár verið frábær undirbúningur fyrir EM og HM. Það er frábært fyrir okkur að fá að koma á þetta mót og spila þessa stóru leiki," sagði Sara Björk en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stelpurnar okkar spila við heimsmeistarana í hádeginu á morgun Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar lokaleik sinn á Algarve-mótinu á morgun þegar liðið mætir Japan í leiknum um níunda sætið. 10. mars 2015 18:19 Náðu ekki að skora hjá Guðbjörgu en komast samt í úrslitaleikinn Bandaríska landsliðið spilar til úrslita í Algarve-bikarnum þrátt fyrir að ná aðeins markalausu jafntefli á móti Íslandi í kvöld. 9. mars 2015 20:10 Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26 Þjálfari Bandaríkjanna tók gagnrýni Freys eftir leik illa Freyr Alexandersson sagðist ekki skilja hvers vegna Bandaríkin spörkuðu bara langt fram. 10. mars 2015 12:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Stelpurnar okkar spila við heimsmeistarana í hádeginu á morgun Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar lokaleik sinn á Algarve-mótinu á morgun þegar liðið mætir Japan í leiknum um níunda sætið. 10. mars 2015 18:19
Náðu ekki að skora hjá Guðbjörgu en komast samt í úrslitaleikinn Bandaríska landsliðið spilar til úrslita í Algarve-bikarnum þrátt fyrir að ná aðeins markalausu jafntefli á móti Íslandi í kvöld. 9. mars 2015 20:10
Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26
Þjálfari Bandaríkjanna tók gagnrýni Freys eftir leik illa Freyr Alexandersson sagðist ekki skilja hvers vegna Bandaríkin spörkuðu bara langt fram. 10. mars 2015 12:00