Aðildarumsóknin hefur ekki verið afturkölluð Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2015 11:49 Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir bréf utanríkisráðherra til Evrópusambandsins ekki fela það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sé afturkölluð. Engin stefnubreytingu felist í bréfi utanríkisráðherra en með því hafi ríkisstjórnin aðeins ítrekað að hún ætli sér ekki að hefja aðildarviðræður á ný. Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir erfitt að tala um að viðræðum Íslands við Evrópusambandið hafi verið slitið þar sem þær hafi ekki átt sér stað í tvö ár. Með bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins sé verið að ítreka og staðfesta það sem margoft hafi komið fram áður að ríkisstjórn ætli ekki að halda áfram þeim viðræðum sem hófust á síðasta kjörtímabili. „Og í ljósi þess að hér er í raun og veru bara verið að ítreka og skýra stefnu sem hefur verið löngu kunn og marg rædd held ég að það hafi ekki verið þörf á aðkomu þingsins að svo stöddu,“ segir Birgir. Umsóknin hafi verið dautt plagg í nokkurn tíma eða allt frá því fyrri ríkisstjórn gerði hlé á viðræðum og síðan hafi viðræðuhópar verið leystir upp. Birgir segist ekki geta spáð fyrir um hvernig Evrópusambandið meti bréf utanríkisráðherra en ný ríkisstjórn sem hyggðist sækja um aðild að Evrópusambandinu þyrfti væntanlega að hefja það ferli frá grunni.En hvers vegna þyrfti hún þess? Ef ríkisstjórnin að ríkisstjórnin þarf ekki að fara fyrir þingið til að slíta viðræðunum, hvers vegna þyrfti þá ný ríkisstjórn að tala við þingið þegar þingsályktunartillagan hefur ekki verið numin úr gildi? „Ég held að við getum ekki svarað þeim spurningum fyrr en á það myndi reyna. Hvernig staðið yrði að verki í því sambandi,“ segir Birgir. Hann segir engan vafa á því að ríkisstjórnin hefði getað komið nýrri þingsályktunartillögu um slit viðræðna í gegnum Alþingi, þótt það hefði orðið umdeilt eins og ákvöðun utanríkisráðherra nú. „Ríkisstjórnin er ekkert að koma sér undan þeim deilum með þessari ákvörðun. En hins vegar er málið formað með öðrum hætti núna en var í fyrra vetur. Og felur í raun og veru ekki í sér það að aðildarumsóknin sé afturkölluð,“ segir Birgir. Ríkisstjórn sé fyrst og fremst að ítreka þá stöðu að umsóknin hafi verið dauð í nokkurn tíma. „Ályktunin sem var samþykkt af Alþingi sumarið 2009 er ekki afturkölluð með þessu. En á hinn bóginn er verið að lýsa þeirri stöðu sem er uppi,“ segir Birgir. Formaður utanríkismálanefndar vissi ekki af því fyrir fund í nefndarinnar í gær að utanríkisráðherra hyggðist þann dag afhenda Evrópusambandinu tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa vitað að menn voru að ræða ýmsa hluti í ríkisstjórn ekki hvernig þessum málum yrði háttað.Hefði ekki verið eðlilegt að kynna málið fyrir utanríkismálanefnd áður en ráðherrann fór út með þetta bréf? Nú var þetta samþykkt í ríkisstjórn á þriðjudag og hann afhenti bréfið í gær. „Það fer allt eftir því hvort menn líti svo á að þarna sé um stefnubreytingu eða einhverja meiriháttar ákvörðun að ræða. Ég lít svo á að þarna hafi verið um að ræða fyrst og fremst að ríkisstjórnin var að skýra og ítreka sína stöðu í þessu máli,“ segir Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar. Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir bréf utanríkisráðherra til Evrópusambandsins ekki fela það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sé afturkölluð. Engin stefnubreytingu felist í bréfi utanríkisráðherra en með því hafi ríkisstjórnin aðeins ítrekað að hún ætli sér ekki að hefja aðildarviðræður á ný. Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir erfitt að tala um að viðræðum Íslands við Evrópusambandið hafi verið slitið þar sem þær hafi ekki átt sér stað í tvö ár. Með bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins sé verið að ítreka og staðfesta það sem margoft hafi komið fram áður að ríkisstjórn ætli ekki að halda áfram þeim viðræðum sem hófust á síðasta kjörtímabili. „Og í ljósi þess að hér er í raun og veru bara verið að ítreka og skýra stefnu sem hefur verið löngu kunn og marg rædd held ég að það hafi ekki verið þörf á aðkomu þingsins að svo stöddu,“ segir Birgir. Umsóknin hafi verið dautt plagg í nokkurn tíma eða allt frá því fyrri ríkisstjórn gerði hlé á viðræðum og síðan hafi viðræðuhópar verið leystir upp. Birgir segist ekki geta spáð fyrir um hvernig Evrópusambandið meti bréf utanríkisráðherra en ný ríkisstjórn sem hyggðist sækja um aðild að Evrópusambandinu þyrfti væntanlega að hefja það ferli frá grunni.En hvers vegna þyrfti hún þess? Ef ríkisstjórnin að ríkisstjórnin þarf ekki að fara fyrir þingið til að slíta viðræðunum, hvers vegna þyrfti þá ný ríkisstjórn að tala við þingið þegar þingsályktunartillagan hefur ekki verið numin úr gildi? „Ég held að við getum ekki svarað þeim spurningum fyrr en á það myndi reyna. Hvernig staðið yrði að verki í því sambandi,“ segir Birgir. Hann segir engan vafa á því að ríkisstjórnin hefði getað komið nýrri þingsályktunartillögu um slit viðræðna í gegnum Alþingi, þótt það hefði orðið umdeilt eins og ákvöðun utanríkisráðherra nú. „Ríkisstjórnin er ekkert að koma sér undan þeim deilum með þessari ákvörðun. En hins vegar er málið formað með öðrum hætti núna en var í fyrra vetur. Og felur í raun og veru ekki í sér það að aðildarumsóknin sé afturkölluð,“ segir Birgir. Ríkisstjórn sé fyrst og fremst að ítreka þá stöðu að umsóknin hafi verið dauð í nokkurn tíma. „Ályktunin sem var samþykkt af Alþingi sumarið 2009 er ekki afturkölluð með þessu. En á hinn bóginn er verið að lýsa þeirri stöðu sem er uppi,“ segir Birgir. Formaður utanríkismálanefndar vissi ekki af því fyrir fund í nefndarinnar í gær að utanríkisráðherra hyggðist þann dag afhenda Evrópusambandinu tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa vitað að menn voru að ræða ýmsa hluti í ríkisstjórn ekki hvernig þessum málum yrði háttað.Hefði ekki verið eðlilegt að kynna málið fyrir utanríkismálanefnd áður en ráðherrann fór út með þetta bréf? Nú var þetta samþykkt í ríkisstjórn á þriðjudag og hann afhenti bréfið í gær. „Það fer allt eftir því hvort menn líti svo á að þarna sé um stefnubreytingu eða einhverja meiriháttar ákvörðun að ræða. Ég lít svo á að þarna hafi verið um að ræða fyrst og fremst að ríkisstjórnin var að skýra og ítreka sína stöðu í þessu máli,“ segir Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar.
Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira