Lýðræðinu gefið langt nef Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 14. mars 2015 16:30 Framganga utanríkisráðherra og ríkisstjórnar Íslands í ESB-málinu og síðasta útspilið með "bréfið" toppar alla þá lýðræðisást sem núverandi valdhafar sýndu gagnvart íslenskum almenningi þegar þeir lofuðu fjálglega þjóðaratkvæði um framhald ESB-viðræðna fyrir síðustu kosningar. Það loforð var bara loft, bara orðin tóm, það stóð aldrei til að efna það. Um er sennilega að ræða mestu pólitísku svik í sögu nútímastjórnmála á Íslandi. Við Evrópusinnar (ég skammast mín ekkk fyrir að flokka mig sem slíkan, frekar hitt), höfum verið vændir um landráð í sambandi við okkar afstöðu í Evrópumálum. Að vilja færa fullveldið í hendur ESB, sem náttúrlega ekki rétt, því allar þjóðir ESB eru enn frjálsar og fullvalda. Einnig væna andstæðingar ESB um baktjaldamakk í "reykfylltum" herbergjum í Brussel og þar fram eftir götunum. Aðferðafræði okkar Evrópusinna hefur hinsvegar ávallt verið þessi og er enn; að klára aðildarviðræður, fá samning á borðið, kjósa um hann og una niðurstöðunni. Það geta varla talist landráð, að leyfa íslensku þjóðinni að ráða? Hvernig eru þá vinnubrögðin í sambandi við þetta blessaða "Framsóknarbréf" sem komið var til Evrópu/ESB af Gunnari Braga utanríkisráðherra, Einari K.Guðfinnssyni, forseta Alþingis og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta lýðveldisins? Var unnið mjög lýðræðislega í því máli? Það var ekki borið undir Alþingi og rætt þar, ekki kynnt utanríkismálanefnd og rætt þar. Þá var það samið og sent í nefndaviku Aþingis, þegar regluleg fundastarfsemi þess liggur niðri. Ferlið og aðferðafræðin eru með hreinum ólíkindum, manni gjörsamlega misbýður það hvernig haldið hefur verið á málinu. Valdið kemur frá fólkinu, segir hin klassíska hugmynd um lýðræði. Hér hafa hinsvegar grundvallareglur lýðræðisins verið þverbrotnar og sjálf löggjafarsamkoma Íslands sniðgengiin með mjög grófum hætti. Svo grófum að ég vil hér með lýsa yfir algeru vantrausti á núverandi ríkisstjórn og sérstaklega utanríkisráðherra, sem að mínu mati hefur afhjúpað mjög gróflega vanhæfni sína til þess að sinna því starfi. Enda er reynsla hans af utanríkismálum nánast engin, þegar starfsferill hans á vefsíðu Alþingis er skoðaður. Áður en Gunnar Bragi var settur í starf utanríkisráðherra hafði hann einungis setið í tvö ár sem fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálaefnd (2011-2013). Það er sú sama nefnd sem hann og ríkisstjórnin sniðganga nú gersamlega, þvert á lög þar að lútandi. Maður er orðlaus. Já, orðlaus yfir þeirri ömurlegu þróun sem á sér stað; þar sem loforð eru einskis nýtur pappír, lýðræðinu og almenningi er gefið langt nef og baktjaldamakk og pólitískt kjarkleysi ráða för. Höfundur er stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Framganga utanríkisráðherra og ríkisstjórnar Íslands í ESB-málinu og síðasta útspilið með "bréfið" toppar alla þá lýðræðisást sem núverandi valdhafar sýndu gagnvart íslenskum almenningi þegar þeir lofuðu fjálglega þjóðaratkvæði um framhald ESB-viðræðna fyrir síðustu kosningar. Það loforð var bara loft, bara orðin tóm, það stóð aldrei til að efna það. Um er sennilega að ræða mestu pólitísku svik í sögu nútímastjórnmála á Íslandi. Við Evrópusinnar (ég skammast mín ekkk fyrir að flokka mig sem slíkan, frekar hitt), höfum verið vændir um landráð í sambandi við okkar afstöðu í Evrópumálum. Að vilja færa fullveldið í hendur ESB, sem náttúrlega ekki rétt, því allar þjóðir ESB eru enn frjálsar og fullvalda. Einnig væna andstæðingar ESB um baktjaldamakk í "reykfylltum" herbergjum í Brussel og þar fram eftir götunum. Aðferðafræði okkar Evrópusinna hefur hinsvegar ávallt verið þessi og er enn; að klára aðildarviðræður, fá samning á borðið, kjósa um hann og una niðurstöðunni. Það geta varla talist landráð, að leyfa íslensku þjóðinni að ráða? Hvernig eru þá vinnubrögðin í sambandi við þetta blessaða "Framsóknarbréf" sem komið var til Evrópu/ESB af Gunnari Braga utanríkisráðherra, Einari K.Guðfinnssyni, forseta Alþingis og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta lýðveldisins? Var unnið mjög lýðræðislega í því máli? Það var ekki borið undir Alþingi og rætt þar, ekki kynnt utanríkismálanefnd og rætt þar. Þá var það samið og sent í nefndaviku Aþingis, þegar regluleg fundastarfsemi þess liggur niðri. Ferlið og aðferðafræðin eru með hreinum ólíkindum, manni gjörsamlega misbýður það hvernig haldið hefur verið á málinu. Valdið kemur frá fólkinu, segir hin klassíska hugmynd um lýðræði. Hér hafa hinsvegar grundvallareglur lýðræðisins verið þverbrotnar og sjálf löggjafarsamkoma Íslands sniðgengiin með mjög grófum hætti. Svo grófum að ég vil hér með lýsa yfir algeru vantrausti á núverandi ríkisstjórn og sérstaklega utanríkisráðherra, sem að mínu mati hefur afhjúpað mjög gróflega vanhæfni sína til þess að sinna því starfi. Enda er reynsla hans af utanríkismálum nánast engin, þegar starfsferill hans á vefsíðu Alþingis er skoðaður. Áður en Gunnar Bragi var settur í starf utanríkisráðherra hafði hann einungis setið í tvö ár sem fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálaefnd (2011-2013). Það er sú sama nefnd sem hann og ríkisstjórnin sniðganga nú gersamlega, þvert á lög þar að lútandi. Maður er orðlaus. Já, orðlaus yfir þeirri ömurlegu þróun sem á sér stað; þar sem loforð eru einskis nýtur pappír, lýðræðinu og almenningi er gefið langt nef og baktjaldamakk og pólitískt kjarkleysi ráða för. Höfundur er stjórnmálafræðingur
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar