„Hann syngur eins og kólibrífugl í mín eyru“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. mars 2015 16:56 Núverandi utanríkisráðherra og sá fyrrverandi takast á á Alþingi. Mikill hiti er í umræðum á Alþingi eftir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. Hann sagði það alveg skýrt að umsóknin hafi verið afturkölluð en ekki eru allir þingmenn því sammála. Gunnar Bragi flutti munnlega skýrslu á bréfinu á þriðja tímanum í dag. Það er meðal annars vegna þess að túlkun bréfsins hefur vafist fyrir ýmsum; þingmönnum og Evrópusambandinu. Formleg þýðing bréfsins er enn óljós og um það er nú tekist á Alþingi. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, spurði hvort bréf Gunnars Braga feli í sér einhver stjórnskipuleg eða málefnaleg rök gegn því að ríkisstjórn geti tekið upp þráðinn aftur án þess að til þess sé samþykkt sérstök þingsályktun. Gunnar Bragi svaraði því þannig að ekki væri hægt að binda næsta þing, það sé ákvörðun annarrar ríkisstjórnar að ákveða hvort hún sæki um að nýju. Fyrst þurfi þó að spyrja þjóðina. Össur sagðist fagna svari ráðherrans. „Hann syngur eins og kólibrífugl í mín eyru. Þetta var svarið sem ég vildi fá. Hæstvirtur ráðherra hefur staðfest það núna, sem er í andstöðu við það sem hann hefur verið að segja suma dagana, að ekkert í bréfi hans felur í sér neina stjórnskipulega tálma gegn því að ný ríkisstjórn taki upp málið og endurveki það með þeim hætti sem hún kýs,“ sagði Össur. Honum þótti Gunnar Bragi þó heldur óskýr í máli sínu. Að á þremur dögum hefðu skoðanir hans verið jafn margar og því sé að túlka orð hans. Gunnar Bragi hvatti þá þingmanninn til að leggja betur við hlustir í stað þess að snúa út úr. Hann muni þó ekki heyra frá sér kólibrísöng. „Ég vitna til orða minna í upphafi að háttvirtur þingmaður eigi það til að vera dálítið skrítilegur í sínum ræðum og því sem hann túlkar frá fólki [...] Það er alveg kristaltært að mínu viti að ríkisstjórn sem hyggur að ætla sér að fara aftur af stað í viðræðru við Evrópusambandið að hún eigi að koma hér inn í þingið og þurfi til þess að koma inn í þingið með nýja tillögu til að fara af stað að nýju,“ sagði Gunnar Bragi. Þingmenn sögðu það ganga þvert á orð hans. Alþingi Tengdar fréttir Þriðju mótmælin boðuð Fimmtán hundruð hafa boðað komu sína á Austurvöll í dag. 16. mars 2015 10:20 Hvernig á að skipa dómara? Í nýlegum tillögum að millidómstigi er gert ráð fyrir grundvallarbreytingu við skipan dómara. Samkvæmt núgildandi reglum tekur fimm manna dómnefnd afstöðu til þess hvaða umsækjandi um dómarastöðu sé hæfastur. 17. mars 2015 09:19 Skorar á stjórnarandstöðu að láta reyna á vantraust Þingforseti segir ekki gengið á rétt þingsins 16. mars 2015 20:05 Segja vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í ESB málinu skapa hættulegt fordæmi Viðskiptaráð telur stöðu aðildarumsóknar Íslands gagnvart ESB óbreytta. 16. mars 2015 09:57 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Þurfti ráðherra ráðgjöf um bréfið til Brussel? Að veðrinu undanskildu hafa fréttir um tvö mál vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Annars vegar fjölluðu fjölmiðlar um kostnað innanríkisráðuneytisins við ráðgjöf á sviði almannatengsla. Hins vegar hafa verið fluttar fréttir af bréfi utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB í Brussel. 17. mars 2015 09:23 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Mikill hiti er í umræðum á Alþingi eftir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. Hann sagði það alveg skýrt að umsóknin hafi verið afturkölluð en ekki eru allir þingmenn því sammála. Gunnar Bragi flutti munnlega skýrslu á bréfinu á þriðja tímanum í dag. Það er meðal annars vegna þess að túlkun bréfsins hefur vafist fyrir ýmsum; þingmönnum og Evrópusambandinu. Formleg þýðing bréfsins er enn óljós og um það er nú tekist á Alþingi. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, spurði hvort bréf Gunnars Braga feli í sér einhver stjórnskipuleg eða málefnaleg rök gegn því að ríkisstjórn geti tekið upp þráðinn aftur án þess að til þess sé samþykkt sérstök þingsályktun. Gunnar Bragi svaraði því þannig að ekki væri hægt að binda næsta þing, það sé ákvörðun annarrar ríkisstjórnar að ákveða hvort hún sæki um að nýju. Fyrst þurfi þó að spyrja þjóðina. Össur sagðist fagna svari ráðherrans. „Hann syngur eins og kólibrífugl í mín eyru. Þetta var svarið sem ég vildi fá. Hæstvirtur ráðherra hefur staðfest það núna, sem er í andstöðu við það sem hann hefur verið að segja suma dagana, að ekkert í bréfi hans felur í sér neina stjórnskipulega tálma gegn því að ný ríkisstjórn taki upp málið og endurveki það með þeim hætti sem hún kýs,“ sagði Össur. Honum þótti Gunnar Bragi þó heldur óskýr í máli sínu. Að á þremur dögum hefðu skoðanir hans verið jafn margar og því sé að túlka orð hans. Gunnar Bragi hvatti þá þingmanninn til að leggja betur við hlustir í stað þess að snúa út úr. Hann muni þó ekki heyra frá sér kólibrísöng. „Ég vitna til orða minna í upphafi að háttvirtur þingmaður eigi það til að vera dálítið skrítilegur í sínum ræðum og því sem hann túlkar frá fólki [...] Það er alveg kristaltært að mínu viti að ríkisstjórn sem hyggur að ætla sér að fara aftur af stað í viðræðru við Evrópusambandið að hún eigi að koma hér inn í þingið og þurfi til þess að koma inn í þingið með nýja tillögu til að fara af stað að nýju,“ sagði Gunnar Bragi. Þingmenn sögðu það ganga þvert á orð hans.
Alþingi Tengdar fréttir Þriðju mótmælin boðuð Fimmtán hundruð hafa boðað komu sína á Austurvöll í dag. 16. mars 2015 10:20 Hvernig á að skipa dómara? Í nýlegum tillögum að millidómstigi er gert ráð fyrir grundvallarbreytingu við skipan dómara. Samkvæmt núgildandi reglum tekur fimm manna dómnefnd afstöðu til þess hvaða umsækjandi um dómarastöðu sé hæfastur. 17. mars 2015 09:19 Skorar á stjórnarandstöðu að láta reyna á vantraust Þingforseti segir ekki gengið á rétt þingsins 16. mars 2015 20:05 Segja vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í ESB málinu skapa hættulegt fordæmi Viðskiptaráð telur stöðu aðildarumsóknar Íslands gagnvart ESB óbreytta. 16. mars 2015 09:57 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Þurfti ráðherra ráðgjöf um bréfið til Brussel? Að veðrinu undanskildu hafa fréttir um tvö mál vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Annars vegar fjölluðu fjölmiðlar um kostnað innanríkisráðuneytisins við ráðgjöf á sviði almannatengsla. Hins vegar hafa verið fluttar fréttir af bréfi utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB í Brussel. 17. mars 2015 09:23 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hvernig á að skipa dómara? Í nýlegum tillögum að millidómstigi er gert ráð fyrir grundvallarbreytingu við skipan dómara. Samkvæmt núgildandi reglum tekur fimm manna dómnefnd afstöðu til þess hvaða umsækjandi um dómarastöðu sé hæfastur. 17. mars 2015 09:19
Skorar á stjórnarandstöðu að láta reyna á vantraust Þingforseti segir ekki gengið á rétt þingsins 16. mars 2015 20:05
Segja vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í ESB málinu skapa hættulegt fordæmi Viðskiptaráð telur stöðu aðildarumsóknar Íslands gagnvart ESB óbreytta. 16. mars 2015 09:57
Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48
Þurfti ráðherra ráðgjöf um bréfið til Brussel? Að veðrinu undanskildu hafa fréttir um tvö mál vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Annars vegar fjölluðu fjölmiðlar um kostnað innanríkisráðuneytisins við ráðgjöf á sviði almannatengsla. Hins vegar hafa verið fluttar fréttir af bréfi utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB í Brussel. 17. mars 2015 09:23
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent