Aukin alþjóðleg samstaða um að berjast gegn sveitum ISIS Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2015 16:30 Magnús Þorkell Bernharðsson er einn helsti sérfræðingur Íslands í málefnum Miðausturlanda. Hann segir Kúrda munu gegna lykilhlutverki í baráttunni. Vísir/Haraldur/AFP „Ef Kúrdar fá alþjóðlegan stuðning og fleiri og stærri vopn frá alþjóðasamfélaginu í baráttu sinni gegn ISIS, þá get ég ímyndað mér að það komi til með að vera „status quo“ næstu mánuðina,“ segir Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams-háskóla í Bandaríkjunum, aðspurður um hvernig hann sjái fyrir sér næstu misserin í Írak og Sýrlandi. Magnús Þorkell segir í samtali við Vísi að nú sé komin aukin alþjóðleg samstaða um að berjast gegn sveitum ISIS. „Þar af leiðandi held ég að nágrannaþjóðirnar og stórveldin – eins og Bandaríkin, Bretar og aðrar þjóðir sem hafa áhyggjur af framgöngu ISIS – komi til með að hjálpa Kúrdunum. ISIS er tiltölulega einangrað og eru sem stendur ekkert endilega að vaxa. Þeir stjórna ákveðnum hluta Miðausturlanda og leiðin þeirra til að stækka frekar er einmitt að ná frekari ítökum í Kúrdistan. Þannig fengju þeir töluverðan aðgang inn í Tyrkland og Mið-Asíu, auk þess að komast yfir olíuauðlindir þarna í norðurhluta Íraks. Menn hafa því mikinn áhuga á að koma í veg fyrir að ISIS vaxi enn frekar.“Peshmerga-sveitir Kúrda í bænum Fishkhabur í Írak.Vísir/AFPFramganga ISIS hefur stöðvastMagnús Þorkell segir að næstu mánuði komi stríðið til með að vera þannig að sveitir Kúrda verði áfram einar af framvarðasveitum baráttunnar gegn ISIS. „Kúrdar hafa reyndar þurft að fást við mikinn flóttamannastraum – fólk sem er að flýja sveitir ISIS. Það kemur því til með að reynast þeim erfitt. Ég get þó ekki ímyndað mér að framganga ISIS næstu mánuði komi til með að vera jafn mikill og síðustu sex mánuði.“ Hann segir ISIS-liða nú reyna að stækka yfirráðasvæði sitt í Kúrdistan, en einnig í átt að sýrlensku höfuðborginni Damaskus og svo Líbanon. „Þeir eru með útþensludrauma og til að hafa stöndugt ríki þá þurfa þeir aðgang að fjöllunum og auðlindunum í Kúrdistan. Þegar samtökin komu fyrst fram á sjónarsviðið þekkti fólk ekki til þeirra og vissi ekki hvað þau stóðu nákvæmlega fyrir. Margir töldu þetta vera afl sem væri hægt að fylgja og það væri mögulega eitthvað aðlaðandi við þessi samtök. Þessi myndbönd öll sem samtökin hafa birt, fréttir af því hvernig þeir hafa hagað sér á þessum slóðum og þetta hrottalega ofbeldi sem við höfum séð hefur hins vegar alls ekki leitt til þess að almennir íbúar í Miðausturlöndum horfi til þessara samtaka sem einhvers jákvæðs afls og afl frelsis og lýðræðis. Ef Kúrdar fá alþjóðlegan stuðning og fleiri og stærri vopn frá alþjóðasamfélaginu í baráttu sinni gegn ISIS, þá get ég ímyndað mér að það komi til með að vera „status quo“ næstu mánuðina.“Hermenn Kúrda í Kirkuk.Vísir/AFPVaxandi kúrdnesk þjóðernishyggjaMagnús Þorkell segir að eftir að efnahagsþvinganirnar voru settar á Írak í kjölfar Persaflóastríðsins 1991 þá hafi Kúrdar í norðurhluta Írak fengið tiltölulega mikið sjálfræði. „Þeir höfðu nokkurn veginn stjórn á sínum efnahagsmálum og að einhverju leyti sínum menningarmálum, en ekki endilega stjórnmálum. Þá byrjum við að sjá að kúrdnesk þjóðernishyggja tók að vaxa og kúrdnesk börn fengu menntun í kúrdnesku og þess háttar. Þeir urðu að einhverju leyti sjálfstæð frá Bagdad. Eftir stríðið sem hófst 2003 vænkaðist hagur þeirra enn frekar. Þá fengu þeir meira pólitískt sjálfstæði og fóru að taka frekar þátt í stjórnmálum á landsvísu. Kúrdar hafa nú átt forseta Íraks og fulltrúa á þingi landsins. Af Bandaríkjamönnum hafa þeir verið álitnir hópur sem hægt sé að vinna með og hópur sem hafi að einhverju leyti verið fórnarlömb sögunnar. Því ætti hagur þeirra að einkennast svolítið af því að leiðrétta þetta misrétti sögunnar.“Fjölbreyttur hópurMagnús Þorkell bendir hins vegar á að Kúrdar séu hins vegar fjölbreyttur hópur og það séu margar fylkingar innan kúrdnesku þjóðarinnar. „Það er ákveðin hreppapólitík í gangi þarna í norðurhluta Írak. Þetta er því ekki svo samstæður hópur, þó þeir tali sameiginlegt tungumál og hafi almennar menningarlegar skírskotanir. Þetta er stór þjóð og í raun ekkert óeðlilegt að innan hennar séu mismunandi meiningar um hver skuli leiða þjóðina, hver efnahagsstefnan skuli vera og svo framvegis. Þeir hafa þó fengið miklu meira sjálfstæði og í raun hefur verið mun meiri ró þarna fyrir norðan. Það hafa ekki verið jafn mikið af bardögum þar og í mið- og suðurhluta landsins. Mikið af alþjóðlegum stofnunum hafa því komið upp starfsemi þarna í norðurhluta landsins. Það hefur því verið talsvert um erlenda fjárfestingu í landinu. Þar sem öryggið hefur verið tiltölulega mikið þá hefur lífið þar verið með „eðlilegra“ móti en annars staðar í landinu. Þannig hefur myndast vísir að einhvers konar ríki og þjóð þarna í norðurhluta landsins. Síðan þegar ISIS kemur til skjalanna þá líta þeir ekkert endilega mjög jákvæðum augum á Kúrdana. Kúrdar hafa átt í verulegri vök að verjast gagnvart þessu afli. Þeir hafa einhver vopn og hafa einhverja heri – Peshmerga – og hafa svo einhverja hermenn úr írakska hernum. Það var ekki fyrr en Bandaríkjamenn beinlínis komu og hjálpuðu þeim að brjóta sveitir ISIS á bak aftur sem þeir náðu að stemma stigu við ISIS. Núna eru þeir búnir að sparka þeim út úr sínu landsvæði og núna eru ISIS-liðar þar fyrir utan. Kúrdar eru samt enn á varðbergi.“Kúrdar minntust grimmdarverka Saddams Hussein, fyrrum einræðisherra Íraks, árið 1988 í borginni Arbil fyrr í vikunni.Vísir/AFPSjálfbært landsvæðiAðspurður um hvernig herir Kúrda séu fjármagnaðir þá segir Magnús Þorkell að Kúrdar hafi sínar þjóðartekjur. „Þetta er ekki sjálfstætt í lagalegu tilliti, en er þó sjálfbært landsvæði. Þeir eru með mikil viðskipti þarna og eru með olíuviðskipti fyrir norðan. Eitthvað af því er tekið til að byggja upp hersveitir Kúrda. Í stjórnartíð Saddams Hussein voru Kúrdar ekki áberandi í írakska hernum og þeir treystu ekki Kúrdum til að veita þeim hernaðarlega þjálfun og afhenda þeim vopna af ótta við að þessu yrði beint gegn stjórninni í Bagdad. Kúrdar hafa því komið sér upp þessum sjálfstæðu hersveitum. Þær eru mjög hentugt tæki við margvíslegar aðstæður en eru kannski ekki endilega í stakk búnar til að verja landið gegn stóru afli líkt og ISIS. Nýlega kom Bandaríkjaher með sínar herþotur og náðu að koma höggi á hersveitir ISIS. Kúrdar höfðu einfaldlega ekki bolmagn til að gera það. Þá skortir öflug vopn, þotur og skriðdreka og fleira sem er nauðsynlegt í svona baráttu.“Má eiga von á sjálfstæðu ríki Kúrda?Magnús Þorkell segir að oft hafi talað um að stofna sjálfstætt ríki Kúrda. „Það má spyrja hver sé uppskriftin að sjálfstæðri þjóð? Hvað þarf að vera til staðar til að sjálfstæðisbarátta nái tilætluðum árangri? Kúrdar hafa í raun allt sem til þarf í þessa uppskrift. Þeir eru með „kíló“ af landsvæði. „50 grömm“ af þessu og hinu. Þeir hafa þjóðernisvitund og hafa mjög skarpa menningarvitund. Þeir hafa tungumálið og nokkra einingu í trúmálum. Það sem vinnur gegn þeim er saga síðustu 70 ára. Kúrdar sem eru í Írak, Íran, Tyrklandi, Sýrlandi og víðar eru með þessa kúrdnesku þjóðernisvitund en eru líka með sína eigin þjóðernisvitund. Þannig eru íranskir Kúrdar mjög skeptískir á írakska Kúrda og svo framvegis. Þeir eru líka mjög ósammála innbyrðis um hvernig slíkt ríki myndi líta út, hvar þungamiðja ríkisins væri og fleira. Þess vegna hugsa ég til að mynda að írakskir Kúrdar séu sérstaklega að þrýsta á að fá frekara sjálfræði og hafa áfram eitthvað að segja varðandi stjórnsýslu Íraks. Tyrkneskir Kúrdar hafa kannski áhuga á að fá meira sjálfstæði, en ekki endilega að mynda eitthvað stórt sjálfstætt ríki með írökskum og sýrlenskum Kúrdum.“ Mið-Austurlönd Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
„Ef Kúrdar fá alþjóðlegan stuðning og fleiri og stærri vopn frá alþjóðasamfélaginu í baráttu sinni gegn ISIS, þá get ég ímyndað mér að það komi til með að vera „status quo“ næstu mánuðina,“ segir Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams-háskóla í Bandaríkjunum, aðspurður um hvernig hann sjái fyrir sér næstu misserin í Írak og Sýrlandi. Magnús Þorkell segir í samtali við Vísi að nú sé komin aukin alþjóðleg samstaða um að berjast gegn sveitum ISIS. „Þar af leiðandi held ég að nágrannaþjóðirnar og stórveldin – eins og Bandaríkin, Bretar og aðrar þjóðir sem hafa áhyggjur af framgöngu ISIS – komi til með að hjálpa Kúrdunum. ISIS er tiltölulega einangrað og eru sem stendur ekkert endilega að vaxa. Þeir stjórna ákveðnum hluta Miðausturlanda og leiðin þeirra til að stækka frekar er einmitt að ná frekari ítökum í Kúrdistan. Þannig fengju þeir töluverðan aðgang inn í Tyrkland og Mið-Asíu, auk þess að komast yfir olíuauðlindir þarna í norðurhluta Íraks. Menn hafa því mikinn áhuga á að koma í veg fyrir að ISIS vaxi enn frekar.“Peshmerga-sveitir Kúrda í bænum Fishkhabur í Írak.Vísir/AFPFramganga ISIS hefur stöðvastMagnús Þorkell segir að næstu mánuði komi stríðið til með að vera þannig að sveitir Kúrda verði áfram einar af framvarðasveitum baráttunnar gegn ISIS. „Kúrdar hafa reyndar þurft að fást við mikinn flóttamannastraum – fólk sem er að flýja sveitir ISIS. Það kemur því til með að reynast þeim erfitt. Ég get þó ekki ímyndað mér að framganga ISIS næstu mánuði komi til með að vera jafn mikill og síðustu sex mánuði.“ Hann segir ISIS-liða nú reyna að stækka yfirráðasvæði sitt í Kúrdistan, en einnig í átt að sýrlensku höfuðborginni Damaskus og svo Líbanon. „Þeir eru með útþensludrauma og til að hafa stöndugt ríki þá þurfa þeir aðgang að fjöllunum og auðlindunum í Kúrdistan. Þegar samtökin komu fyrst fram á sjónarsviðið þekkti fólk ekki til þeirra og vissi ekki hvað þau stóðu nákvæmlega fyrir. Margir töldu þetta vera afl sem væri hægt að fylgja og það væri mögulega eitthvað aðlaðandi við þessi samtök. Þessi myndbönd öll sem samtökin hafa birt, fréttir af því hvernig þeir hafa hagað sér á þessum slóðum og þetta hrottalega ofbeldi sem við höfum séð hefur hins vegar alls ekki leitt til þess að almennir íbúar í Miðausturlöndum horfi til þessara samtaka sem einhvers jákvæðs afls og afl frelsis og lýðræðis. Ef Kúrdar fá alþjóðlegan stuðning og fleiri og stærri vopn frá alþjóðasamfélaginu í baráttu sinni gegn ISIS, þá get ég ímyndað mér að það komi til með að vera „status quo“ næstu mánuðina.“Hermenn Kúrda í Kirkuk.Vísir/AFPVaxandi kúrdnesk þjóðernishyggjaMagnús Þorkell segir að eftir að efnahagsþvinganirnar voru settar á Írak í kjölfar Persaflóastríðsins 1991 þá hafi Kúrdar í norðurhluta Írak fengið tiltölulega mikið sjálfræði. „Þeir höfðu nokkurn veginn stjórn á sínum efnahagsmálum og að einhverju leyti sínum menningarmálum, en ekki endilega stjórnmálum. Þá byrjum við að sjá að kúrdnesk þjóðernishyggja tók að vaxa og kúrdnesk börn fengu menntun í kúrdnesku og þess háttar. Þeir urðu að einhverju leyti sjálfstæð frá Bagdad. Eftir stríðið sem hófst 2003 vænkaðist hagur þeirra enn frekar. Þá fengu þeir meira pólitískt sjálfstæði og fóru að taka frekar þátt í stjórnmálum á landsvísu. Kúrdar hafa nú átt forseta Íraks og fulltrúa á þingi landsins. Af Bandaríkjamönnum hafa þeir verið álitnir hópur sem hægt sé að vinna með og hópur sem hafi að einhverju leyti verið fórnarlömb sögunnar. Því ætti hagur þeirra að einkennast svolítið af því að leiðrétta þetta misrétti sögunnar.“Fjölbreyttur hópurMagnús Þorkell bendir hins vegar á að Kúrdar séu hins vegar fjölbreyttur hópur og það séu margar fylkingar innan kúrdnesku þjóðarinnar. „Það er ákveðin hreppapólitík í gangi þarna í norðurhluta Írak. Þetta er því ekki svo samstæður hópur, þó þeir tali sameiginlegt tungumál og hafi almennar menningarlegar skírskotanir. Þetta er stór þjóð og í raun ekkert óeðlilegt að innan hennar séu mismunandi meiningar um hver skuli leiða þjóðina, hver efnahagsstefnan skuli vera og svo framvegis. Þeir hafa þó fengið miklu meira sjálfstæði og í raun hefur verið mun meiri ró þarna fyrir norðan. Það hafa ekki verið jafn mikið af bardögum þar og í mið- og suðurhluta landsins. Mikið af alþjóðlegum stofnunum hafa því komið upp starfsemi þarna í norðurhluta landsins. Það hefur því verið talsvert um erlenda fjárfestingu í landinu. Þar sem öryggið hefur verið tiltölulega mikið þá hefur lífið þar verið með „eðlilegra“ móti en annars staðar í landinu. Þannig hefur myndast vísir að einhvers konar ríki og þjóð þarna í norðurhluta landsins. Síðan þegar ISIS kemur til skjalanna þá líta þeir ekkert endilega mjög jákvæðum augum á Kúrdana. Kúrdar hafa átt í verulegri vök að verjast gagnvart þessu afli. Þeir hafa einhver vopn og hafa einhverja heri – Peshmerga – og hafa svo einhverja hermenn úr írakska hernum. Það var ekki fyrr en Bandaríkjamenn beinlínis komu og hjálpuðu þeim að brjóta sveitir ISIS á bak aftur sem þeir náðu að stemma stigu við ISIS. Núna eru þeir búnir að sparka þeim út úr sínu landsvæði og núna eru ISIS-liðar þar fyrir utan. Kúrdar eru samt enn á varðbergi.“Kúrdar minntust grimmdarverka Saddams Hussein, fyrrum einræðisherra Íraks, árið 1988 í borginni Arbil fyrr í vikunni.Vísir/AFPSjálfbært landsvæðiAðspurður um hvernig herir Kúrda séu fjármagnaðir þá segir Magnús Þorkell að Kúrdar hafi sínar þjóðartekjur. „Þetta er ekki sjálfstætt í lagalegu tilliti, en er þó sjálfbært landsvæði. Þeir eru með mikil viðskipti þarna og eru með olíuviðskipti fyrir norðan. Eitthvað af því er tekið til að byggja upp hersveitir Kúrda. Í stjórnartíð Saddams Hussein voru Kúrdar ekki áberandi í írakska hernum og þeir treystu ekki Kúrdum til að veita þeim hernaðarlega þjálfun og afhenda þeim vopna af ótta við að þessu yrði beint gegn stjórninni í Bagdad. Kúrdar hafa því komið sér upp þessum sjálfstæðu hersveitum. Þær eru mjög hentugt tæki við margvíslegar aðstæður en eru kannski ekki endilega í stakk búnar til að verja landið gegn stóru afli líkt og ISIS. Nýlega kom Bandaríkjaher með sínar herþotur og náðu að koma höggi á hersveitir ISIS. Kúrdar höfðu einfaldlega ekki bolmagn til að gera það. Þá skortir öflug vopn, þotur og skriðdreka og fleira sem er nauðsynlegt í svona baráttu.“Má eiga von á sjálfstæðu ríki Kúrda?Magnús Þorkell segir að oft hafi talað um að stofna sjálfstætt ríki Kúrda. „Það má spyrja hver sé uppskriftin að sjálfstæðri þjóð? Hvað þarf að vera til staðar til að sjálfstæðisbarátta nái tilætluðum árangri? Kúrdar hafa í raun allt sem til þarf í þessa uppskrift. Þeir eru með „kíló“ af landsvæði. „50 grömm“ af þessu og hinu. Þeir hafa þjóðernisvitund og hafa mjög skarpa menningarvitund. Þeir hafa tungumálið og nokkra einingu í trúmálum. Það sem vinnur gegn þeim er saga síðustu 70 ára. Kúrdar sem eru í Írak, Íran, Tyrklandi, Sýrlandi og víðar eru með þessa kúrdnesku þjóðernisvitund en eru líka með sína eigin þjóðernisvitund. Þannig eru íranskir Kúrdar mjög skeptískir á írakska Kúrda og svo framvegis. Þeir eru líka mjög ósammála innbyrðis um hvernig slíkt ríki myndi líta út, hvar þungamiðja ríkisins væri og fleira. Þess vegna hugsa ég til að mynda að írakskir Kúrdar séu sérstaklega að þrýsta á að fá frekara sjálfræði og hafa áfram eitthvað að segja varðandi stjórnsýslu Íraks. Tyrkneskir Kúrdar hafa kannski áhuga á að fá meira sjálfstæði, en ekki endilega að mynda eitthvað stórt sjálfstætt ríki með írökskum og sýrlenskum Kúrdum.“
Mið-Austurlönd Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira