Íslamska ríkið hefur margoft kallað eftir árásum í Túnis Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2015 19:33 Öryggissveitir felldu tvo árásarmenn og leitað er að tveimur til þremur til viðbótar. Vísir/EPA Aðilar tengdir Íslamska ríkinu hafa fagnað hryðjuverkaárásinni í Túnisborg á samfélagsmiðlum í dag. Undanfarna mánuði hafa ISIS birt fjölda skilaboða til stuðningsmanna sinna á samfélagsmiðlum eins og Twitter þar sem þeir hafa kallað eftir árásum þar í landi í þeirra nafni. Minnst tuttugu féllu í árásinni og um 50 særðust, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tveir vígamenn féllu í átökum við öryggissveitir, en forsætisráðherra Túni segir að leitað sé að tveimur til þremur til viðbótar.Árásarmennirnir skutu á rútu fulla af ferðamönnum.Vísir/EPAÞann 15. mars birti birtu ISIS myndband af vígamanni sem veitti Boko Haram ráð í baráttu þeirra. Þar að auki bað hann íslamista í Túnis um að fylgja í fótspor Boko Haram og ganga til liðs við ISIS. Þetta kemur fram á vef samtakanna Site Intelligence, en þau fylgjast með öfgahópum og einstaklingum á samfélagsmiðlum. Sama dag voru birt skilaboð sem áttu að vera frá vígahópnum Jund al-Khilafah í Túnis: „Bíðið eftir þeim tíðindum sem munu færa ykkur og öllum múslimum gleði, fljótlega.“ Rita Katz, yfirmaður Site, segir að ekki sé víst að ISIS hafi staðið að baki árásinni, en stuðningsmenn þeirra hafa gefið það í skyn. Vígamennirnir skutu á ferðamenn í morgun úr árásarrifflum, þar sem þau stigu úr rútum við safn í Túnisborg. Habib Essid, forsætisráðherra Túnis, segir að meðal hinna látnu séu tveir heimamenn. Öryggisvörður og ræstitæknir. Hinir sem féllu eru ferðamenn frá Ítalíu, Póllandi, Þýskalandi og Spáni. No official claim made yet for #Tunisian attack, but if linked to #ISIS, it wouldn't have come from nowhere. http://t.co/i0V1cltpbQ— Rita Katz (@Rita_Katz) March 18, 2015 Mið-Austurlönd Túnis Tengdar fréttir Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar Sautján ferðamenn eru á meðal þeirra sem fórust í árás á Bardo-safnið í miðborg Túnis fyrr í dag. 18. mars 2015 12:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Aðilar tengdir Íslamska ríkinu hafa fagnað hryðjuverkaárásinni í Túnisborg á samfélagsmiðlum í dag. Undanfarna mánuði hafa ISIS birt fjölda skilaboða til stuðningsmanna sinna á samfélagsmiðlum eins og Twitter þar sem þeir hafa kallað eftir árásum þar í landi í þeirra nafni. Minnst tuttugu féllu í árásinni og um 50 særðust, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tveir vígamenn féllu í átökum við öryggissveitir, en forsætisráðherra Túni segir að leitað sé að tveimur til þremur til viðbótar.Árásarmennirnir skutu á rútu fulla af ferðamönnum.Vísir/EPAÞann 15. mars birti birtu ISIS myndband af vígamanni sem veitti Boko Haram ráð í baráttu þeirra. Þar að auki bað hann íslamista í Túnis um að fylgja í fótspor Boko Haram og ganga til liðs við ISIS. Þetta kemur fram á vef samtakanna Site Intelligence, en þau fylgjast með öfgahópum og einstaklingum á samfélagsmiðlum. Sama dag voru birt skilaboð sem áttu að vera frá vígahópnum Jund al-Khilafah í Túnis: „Bíðið eftir þeim tíðindum sem munu færa ykkur og öllum múslimum gleði, fljótlega.“ Rita Katz, yfirmaður Site, segir að ekki sé víst að ISIS hafi staðið að baki árásinni, en stuðningsmenn þeirra hafa gefið það í skyn. Vígamennirnir skutu á ferðamenn í morgun úr árásarrifflum, þar sem þau stigu úr rútum við safn í Túnisborg. Habib Essid, forsætisráðherra Túnis, segir að meðal hinna látnu séu tveir heimamenn. Öryggisvörður og ræstitæknir. Hinir sem féllu eru ferðamenn frá Ítalíu, Póllandi, Þýskalandi og Spáni. No official claim made yet for #Tunisian attack, but if linked to #ISIS, it wouldn't have come from nowhere. http://t.co/i0V1cltpbQ— Rita Katz (@Rita_Katz) March 18, 2015
Mið-Austurlönd Túnis Tengdar fréttir Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar Sautján ferðamenn eru á meðal þeirra sem fórust í árás á Bardo-safnið í miðborg Túnis fyrr í dag. 18. mars 2015 12:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar Sautján ferðamenn eru á meðal þeirra sem fórust í árás á Bardo-safnið í miðborg Túnis fyrr í dag. 18. mars 2015 12:50