Sigmundur Davíð um goslokin: „Við náttúruógn þjappar þjóðin sér saman“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. mars 2015 10:21 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir/stefán Eldgosinu í Holuhrauni er nú lokið, eftir að hafa staðið í 180 daga. Í tilefni af goslokunum hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ritað grein, þar sem hann þakkar þeim fyrir sem stóðu vaktina frá því í ágúst í fyrra. Í greininni segir forsætisráðherra að barátta þjóðarinnar við náttúruöflin eigi sér jafn langa sögu og byggð í landinu. Baráttan hafi mótað þjóðarsálina þannig, að þjóðin þjappi sér saman þegar hætta steðjar að og og allir leggist á eitt við að tryggja öryggi samfélagsins. „Barátta þjóðarinnar við náttúruöflin á sér jafn langa sögu og byggð í landinu. Náttúruváin hefur í gegnum aldirnar birst í ýmsum myndum og ekki síst í formi eldsumbrota. Baráttan hefur mótað þjóðarsálina þannig, að við náttúruógn þjappar þjóðin sér saman og allir leggjast á eitt við að tryggja öryggi samfélagsins,“ segir Sigmundur í grein sinni sem birtist á vef ráðuneytisins. Þar kemur einnig fram að á þeim grunni hafi skapast mikil þekking og á undanförnum áratugum viðbragðskerfi sem taki mið af aðstæðum hverju sinni. „Eldgosinu í Holuhrauni lauk um helgina. Gosið stóð yfir í 180 daga og samkvæmt upplýsingum frá vísindamönnum var það eitt hið stærsta í sögunni. Eftir stendur um 85 ferkílómetra hraunbreiða á svæðinu norðan Vatnajökuls og reynsla sem nýtast mun í almannavarna- og vísindastarfi um ókomin ár. Ótal margir lögðu hönd á plógvið að tryggja öryggi samborgaranna með frábærum árangri. Engin alvarleg óhöpp urðu í tengslum við þetta stóra eldgos og mannskaði varð enginn. Sannarlega olli gasmengun verulegum óþægindum sums staðar og rétt er að hafa í huga að þótt eldgosinu sé lokið má enn búast við hættulegri gasmengun á umbrotasvæðinu. Vel verður fylgst með því.“ Sigmundur segir að almannavarnakerfi Íslendinga sé öflugt. Innan þess vinni sérfræðingar á ýmsum sviðum þétt saman, samhæfa aðgerðir og njóta stuðnings fólks um allt land „Sjálfboðaliðar leggja á sig ómælda vinnu við að tryggja öryggi samborgaranna og ganga í öll nauðsynleg störf til að verja samfélagið. Það má í raun segja að kerfið endurspegli margt af því besta við þjóðareinkenni sem mótast hafa með náttúrunni á síðustu 1100 árum.“ Forsætisráðherrann vill við goslok þakka öllum sem stóðu vaktina fyrir frábært starf. „Björgunarsveitarfólki fyrir vöktun á svæðinu, almannavarnarnefndum, vísindamönnum og sérfræðingum fyrir faglega vinnu og fjölmiðlum fyrir vandaðan fréttaflutning, svo nokkrir séu nefndir. Þá eiga íbúar á svæðum sem næst standa Holuhrauni mikið hrós skilið fyrir yfirvegun og æðruleysi við krefjandi aðstæður.Vísindamenn telja líklegt að eldgosið í Holuhrauni marki upphaf tímabils umbrota á svæðinu. Þeir ásamt öðrum úr hópi okkar færasta fólks munu fylgjast ítarlega með og eru við öllu búnir. Enginn veit þó fyrir víst hvað verður en Íslendingar hafa sýnt að þeir kunna að bregðast hratt og faglega við í samræmi við aðstæður. Það er traustvekjandi.“ Bárðarbunga Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Eldgosinu í Holuhrauni er nú lokið, eftir að hafa staðið í 180 daga. Í tilefni af goslokunum hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ritað grein, þar sem hann þakkar þeim fyrir sem stóðu vaktina frá því í ágúst í fyrra. Í greininni segir forsætisráðherra að barátta þjóðarinnar við náttúruöflin eigi sér jafn langa sögu og byggð í landinu. Baráttan hafi mótað þjóðarsálina þannig, að þjóðin þjappi sér saman þegar hætta steðjar að og og allir leggist á eitt við að tryggja öryggi samfélagsins. „Barátta þjóðarinnar við náttúruöflin á sér jafn langa sögu og byggð í landinu. Náttúruváin hefur í gegnum aldirnar birst í ýmsum myndum og ekki síst í formi eldsumbrota. Baráttan hefur mótað þjóðarsálina þannig, að við náttúruógn þjappar þjóðin sér saman og allir leggjast á eitt við að tryggja öryggi samfélagsins,“ segir Sigmundur í grein sinni sem birtist á vef ráðuneytisins. Þar kemur einnig fram að á þeim grunni hafi skapast mikil þekking og á undanförnum áratugum viðbragðskerfi sem taki mið af aðstæðum hverju sinni. „Eldgosinu í Holuhrauni lauk um helgina. Gosið stóð yfir í 180 daga og samkvæmt upplýsingum frá vísindamönnum var það eitt hið stærsta í sögunni. Eftir stendur um 85 ferkílómetra hraunbreiða á svæðinu norðan Vatnajökuls og reynsla sem nýtast mun í almannavarna- og vísindastarfi um ókomin ár. Ótal margir lögðu hönd á plógvið að tryggja öryggi samborgaranna með frábærum árangri. Engin alvarleg óhöpp urðu í tengslum við þetta stóra eldgos og mannskaði varð enginn. Sannarlega olli gasmengun verulegum óþægindum sums staðar og rétt er að hafa í huga að þótt eldgosinu sé lokið má enn búast við hættulegri gasmengun á umbrotasvæðinu. Vel verður fylgst með því.“ Sigmundur segir að almannavarnakerfi Íslendinga sé öflugt. Innan þess vinni sérfræðingar á ýmsum sviðum þétt saman, samhæfa aðgerðir og njóta stuðnings fólks um allt land „Sjálfboðaliðar leggja á sig ómælda vinnu við að tryggja öryggi samborgaranna og ganga í öll nauðsynleg störf til að verja samfélagið. Það má í raun segja að kerfið endurspegli margt af því besta við þjóðareinkenni sem mótast hafa með náttúrunni á síðustu 1100 árum.“ Forsætisráðherrann vill við goslok þakka öllum sem stóðu vaktina fyrir frábært starf. „Björgunarsveitarfólki fyrir vöktun á svæðinu, almannavarnarnefndum, vísindamönnum og sérfræðingum fyrir faglega vinnu og fjölmiðlum fyrir vandaðan fréttaflutning, svo nokkrir séu nefndir. Þá eiga íbúar á svæðum sem næst standa Holuhrauni mikið hrós skilið fyrir yfirvegun og æðruleysi við krefjandi aðstæður.Vísindamenn telja líklegt að eldgosið í Holuhrauni marki upphaf tímabils umbrota á svæðinu. Þeir ásamt öðrum úr hópi okkar færasta fólks munu fylgjast ítarlega með og eru við öllu búnir. Enginn veit þó fyrir víst hvað verður en Íslendingar hafa sýnt að þeir kunna að bregðast hratt og faglega við í samræmi við aðstæður. Það er traustvekjandi.“
Bárðarbunga Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira