Handbolti

ÍR upp í annað sæti eftir sigur á HK

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sturla Ásgeirsson skoraði fimm mörk.
Sturla Ásgeirsson skoraði fimm mörk. vísir/valli
ÍR vann þriggja marka sigur á botnliði HK, 31-28, í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, en staða í hálfleik var 18-12 fyrir ÍR.

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tíu mörk fyrir heimamenn og Björgvin Hólmgeirsson sex, en Daði Laxdal Gautason var markahæstur gestanna með sjö mörk.

ÍR komst með sigrinum upp fyrir Aftureldingu í annað sæti Olís-deildarinnar, en liðið er með 29 stig rétt eins og Mosfellingar.

Afturelding á þó leik til góða á morgun gegn Stjörnunni á útivelli en þá fer einnig fram leikur Vals og ÍBV.

HK er á fram á botni deildarinnar með sex stig eftir 21 leik, sex stigum frá öruggu sæti.

Mörk ÍR: Arnar Birkir Hálfdánsson 10, Björgvin Hólmgeirsson 6, Sturla Ásgeirsson 5, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 2, Bjarni Fritzsson 2, Daníel Guðmundsson 1, Davíð Georgsson 1, Eggert Jóhannsson 1.

Mörk HK: Daði Laxdal Gautason 7, Guðni Már Kristinsson 5, Þorgrímur Smári Ólafsson 4, Þorkell Magnússno 2, Andri Þór Helgason 2, Leó Snær Pétursson 2, Óðinn Þór Ríkharðsson 2, Tryggvi Þór Tryggvason 2, Máni Gestsson 1, Atli Karl Bachmann 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×