Freyr: Noregur spilaði eins og þegar Drillo var með karlaliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2015 20:35 Harpa Þorsteinsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru "of miklir naglar“ og fá sjaldan aukaspyrnur. mynd/ksí „Það gekk ekki upp sem við ætluðum okkur í fyrri hálfleik. Við vildum negla þær niður með hápressu,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi. Stelpurnar okkar töpuðu, 1-0, fyrir Noregi á Algarve-mótinu í kvöld. „Við náðum engum tökum á þessu með varnarleik og því endaði þetta í hrútleiðinlegum fyrri hálfleik þar sem bæði lið spörkuðu bara boltanum langt fram.“Sjá einnig:Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir „Norska liðið spilaði eins og þegar Drillo [Egil Olsen] var með karlaliðið. Þetta kom okkur frekar mikið á óvart því vanalega hefur Noregur viljað spila góðan fótbolta,“ segir Freyr, en Drillo, sem var einnig þjálfari Wimbledon á tíunda áratug síðustu aldar í ensku úrvalsdeildinni, er ekki þekktur fyrir fallega knattspyrnu. „Þetta varð bara að einhverri Wimbledon-baráttu um fyrsta og annan bolta allan fyrri hálfleikinn. Við hefðum átt að ná að halda boltanum betur,“ segir Freyr. Eina mark leiksins skoraði Noregur í fyrri hálfleik eftir mistök í íslensku vörninni. „Markið kemur auðvitað eftir langan bolta þar sem miðverðirnir okkar skella saman í loftinu. Þetta var eitt klaufalegasta mark sem ég hef séð. Það var líka þvílíkt svekkjandi að fá það á sig því það var ekkert að gerast í leiknum,“ segir Freyr sem var ánægður með seinni hálfleikinn. „Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik og náðum stjórn á leiknum. Þar spiluðum við eins og lagt var upp með og við sóttum til að jafna og ná sigri,“ segir hann. „Það er samt lélegt að skora ekki mark í 180 mínútur. Auðvitað eigum við að skora. Litlu hlutirnir eru ekki að detta með okkur og dómgæslan er eins og hún er á þessu móti.“ Ísland gerði tilkall til vítaspyrnu í tvígang í leiknum en fékk ekki neitt frekar en gegn Sviss. „Við áttum að fá tvær vítaspyrnur í dag. Harpa var lamin eins og harðfiskur í framlínunni en ekkert gert. Hún spilaði samt frábærlega. Harpa og Rakel Hönnudóttir eru bara svo miklir naglar að þær fara aldrei niður þegar þær eru tæklaðar. Þær eru eiginlega of miklir naglar,“ segir Freyr. Síðasti leikur riðilsins er á móti firnasterku liði Bandaríkjanna sem undirbjó sig aðeins betur fyrir mótið en Ísland og flest önnur lið. „Þær voru að undirbúa sig í 90 daga fyrir þetta eina mót eins eðlilegt og það er. Við förum í þann leik til að reyna að ná fram því sem við höfum verið að æfa hérna úti,“ segir Freyr. „Það væri katastrófa hjá þeim að slátra okkur ekki. Við reynum bara að skila góðrri frammistöðu og skora mark. Ef við höldum hreinu gætum við kannski unnið sögulegan sigur,“ segir Freyr Alexandersson. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira
„Það gekk ekki upp sem við ætluðum okkur í fyrri hálfleik. Við vildum negla þær niður með hápressu,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi. Stelpurnar okkar töpuðu, 1-0, fyrir Noregi á Algarve-mótinu í kvöld. „Við náðum engum tökum á þessu með varnarleik og því endaði þetta í hrútleiðinlegum fyrri hálfleik þar sem bæði lið spörkuðu bara boltanum langt fram.“Sjá einnig:Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir „Norska liðið spilaði eins og þegar Drillo [Egil Olsen] var með karlaliðið. Þetta kom okkur frekar mikið á óvart því vanalega hefur Noregur viljað spila góðan fótbolta,“ segir Freyr, en Drillo, sem var einnig þjálfari Wimbledon á tíunda áratug síðustu aldar í ensku úrvalsdeildinni, er ekki þekktur fyrir fallega knattspyrnu. „Þetta varð bara að einhverri Wimbledon-baráttu um fyrsta og annan bolta allan fyrri hálfleikinn. Við hefðum átt að ná að halda boltanum betur,“ segir Freyr. Eina mark leiksins skoraði Noregur í fyrri hálfleik eftir mistök í íslensku vörninni. „Markið kemur auðvitað eftir langan bolta þar sem miðverðirnir okkar skella saman í loftinu. Þetta var eitt klaufalegasta mark sem ég hef séð. Það var líka þvílíkt svekkjandi að fá það á sig því það var ekkert að gerast í leiknum,“ segir Freyr sem var ánægður með seinni hálfleikinn. „Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik og náðum stjórn á leiknum. Þar spiluðum við eins og lagt var upp með og við sóttum til að jafna og ná sigri,“ segir hann. „Það er samt lélegt að skora ekki mark í 180 mínútur. Auðvitað eigum við að skora. Litlu hlutirnir eru ekki að detta með okkur og dómgæslan er eins og hún er á þessu móti.“ Ísland gerði tilkall til vítaspyrnu í tvígang í leiknum en fékk ekki neitt frekar en gegn Sviss. „Við áttum að fá tvær vítaspyrnur í dag. Harpa var lamin eins og harðfiskur í framlínunni en ekkert gert. Hún spilaði samt frábærlega. Harpa og Rakel Hönnudóttir eru bara svo miklir naglar að þær fara aldrei niður þegar þær eru tæklaðar. Þær eru eiginlega of miklir naglar,“ segir Freyr. Síðasti leikur riðilsins er á móti firnasterku liði Bandaríkjanna sem undirbjó sig aðeins betur fyrir mótið en Ísland og flest önnur lið. „Þær voru að undirbúa sig í 90 daga fyrir þetta eina mót eins eðlilegt og það er. Við förum í þann leik til að reyna að ná fram því sem við höfum verið að æfa hérna úti,“ segir Freyr. „Það væri katastrófa hjá þeim að slátra okkur ekki. Við reynum bara að skila góðrri frammistöðu og skora mark. Ef við höldum hreinu gætum við kannski unnið sögulegan sigur,“ segir Freyr Alexandersson.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira