Múslimarnir okkar: 4 trúfélög fengið ókeypis lóðir Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 8. mars 2015 09:32 Margrét Friðriksdóttir, stuðningsmaður Pegida á Íslandi, fullyrðir í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn, að engin trúfélög utan Þjóðkirkju hafi fengið ókeypis lóð hjá Reykjavíkurborg nema Félag múslima á Íslandi. Þegar umsjónarmaður segir það rangt, dregur hún í land en kveðst ekki vita hvernig var með úthlutun lóða til Ásatrúarfélagsins og Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Umsjónarmaður Múslimanna okkar hafði samband við Reykjavíkurborg til að grennslast fyrir um hið rétta í málinu. Hjá borginni fundust í fljótu bragði ekki upplýsingar um lóðir til trúfélaga fyrir árið 2006, en síðan þá hafa fjögur trúfélög fengið ókeypis lóðir hjá borginni. Það eru Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, Búddistar, Ásatrúarfélagið og nú síðast Félag múslima á Íslandi. Fyrstu þremur lóðunum var úthlutað í tíð meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna en sú síðasta í meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Við það má bæta að þegar lóð undir mosku var samþykkt í borgarráði í september 2013, lögðu borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna fram bókun þar sem fram kemur að þar sem búast megi við fjölgun trúfélaga í fjölmenningarsamfélagi nútímans þá telji fulltrúarnir “affarasælast í framtíðinni að trúfélög sæki um og greiði fyrir lóðir í landi borgarinnar líkt og er um aðra starfsemi.” Jafnframt óska fulltrúarnir eftir því að Alþingi endurskoði lagaákvæði sem geri sveitarfélögum skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur. Það fyrirkomulag sé tímaskekkja. Sjálfstæðismenn í borgarráði taka undir nauðsyn þess að endurskoða áðurnefnt lagaákvæði.Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr. Alþingi Múslimarnir okkar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Margrét Friðriksdóttir, stuðningsmaður Pegida á Íslandi, fullyrðir í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn, að engin trúfélög utan Þjóðkirkju hafi fengið ókeypis lóð hjá Reykjavíkurborg nema Félag múslima á Íslandi. Þegar umsjónarmaður segir það rangt, dregur hún í land en kveðst ekki vita hvernig var með úthlutun lóða til Ásatrúarfélagsins og Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Umsjónarmaður Múslimanna okkar hafði samband við Reykjavíkurborg til að grennslast fyrir um hið rétta í málinu. Hjá borginni fundust í fljótu bragði ekki upplýsingar um lóðir til trúfélaga fyrir árið 2006, en síðan þá hafa fjögur trúfélög fengið ókeypis lóðir hjá borginni. Það eru Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, Búddistar, Ásatrúarfélagið og nú síðast Félag múslima á Íslandi. Fyrstu þremur lóðunum var úthlutað í tíð meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna en sú síðasta í meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Við það má bæta að þegar lóð undir mosku var samþykkt í borgarráði í september 2013, lögðu borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna fram bókun þar sem fram kemur að þar sem búast megi við fjölgun trúfélaga í fjölmenningarsamfélagi nútímans þá telji fulltrúarnir “affarasælast í framtíðinni að trúfélög sæki um og greiði fyrir lóðir í landi borgarinnar líkt og er um aðra starfsemi.” Jafnframt óska fulltrúarnir eftir því að Alþingi endurskoði lagaákvæði sem geri sveitarfélögum skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur. Það fyrirkomulag sé tímaskekkja. Sjálfstæðismenn í borgarráði taka undir nauðsyn þess að endurskoða áðurnefnt lagaákvæði.Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr.
Alþingi Múslimarnir okkar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira