Múslimarnir okkar: 4 trúfélög fengið ókeypis lóðir Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 8. mars 2015 09:32 Margrét Friðriksdóttir, stuðningsmaður Pegida á Íslandi, fullyrðir í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn, að engin trúfélög utan Þjóðkirkju hafi fengið ókeypis lóð hjá Reykjavíkurborg nema Félag múslima á Íslandi. Þegar umsjónarmaður segir það rangt, dregur hún í land en kveðst ekki vita hvernig var með úthlutun lóða til Ásatrúarfélagsins og Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Umsjónarmaður Múslimanna okkar hafði samband við Reykjavíkurborg til að grennslast fyrir um hið rétta í málinu. Hjá borginni fundust í fljótu bragði ekki upplýsingar um lóðir til trúfélaga fyrir árið 2006, en síðan þá hafa fjögur trúfélög fengið ókeypis lóðir hjá borginni. Það eru Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, Búddistar, Ásatrúarfélagið og nú síðast Félag múslima á Íslandi. Fyrstu þremur lóðunum var úthlutað í tíð meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna en sú síðasta í meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Við það má bæta að þegar lóð undir mosku var samþykkt í borgarráði í september 2013, lögðu borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna fram bókun þar sem fram kemur að þar sem búast megi við fjölgun trúfélaga í fjölmenningarsamfélagi nútímans þá telji fulltrúarnir “affarasælast í framtíðinni að trúfélög sæki um og greiði fyrir lóðir í landi borgarinnar líkt og er um aðra starfsemi.” Jafnframt óska fulltrúarnir eftir því að Alþingi endurskoði lagaákvæði sem geri sveitarfélögum skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur. Það fyrirkomulag sé tímaskekkja. Sjálfstæðismenn í borgarráði taka undir nauðsyn þess að endurskoða áðurnefnt lagaákvæði.Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr. Alþingi Múslimarnir okkar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Margrét Friðriksdóttir, stuðningsmaður Pegida á Íslandi, fullyrðir í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn, að engin trúfélög utan Þjóðkirkju hafi fengið ókeypis lóð hjá Reykjavíkurborg nema Félag múslima á Íslandi. Þegar umsjónarmaður segir það rangt, dregur hún í land en kveðst ekki vita hvernig var með úthlutun lóða til Ásatrúarfélagsins og Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Umsjónarmaður Múslimanna okkar hafði samband við Reykjavíkurborg til að grennslast fyrir um hið rétta í málinu. Hjá borginni fundust í fljótu bragði ekki upplýsingar um lóðir til trúfélaga fyrir árið 2006, en síðan þá hafa fjögur trúfélög fengið ókeypis lóðir hjá borginni. Það eru Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, Búddistar, Ásatrúarfélagið og nú síðast Félag múslima á Íslandi. Fyrstu þremur lóðunum var úthlutað í tíð meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna en sú síðasta í meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Við það má bæta að þegar lóð undir mosku var samþykkt í borgarráði í september 2013, lögðu borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna fram bókun þar sem fram kemur að þar sem búast megi við fjölgun trúfélaga í fjölmenningarsamfélagi nútímans þá telji fulltrúarnir “affarasælast í framtíðinni að trúfélög sæki um og greiði fyrir lóðir í landi borgarinnar líkt og er um aðra starfsemi.” Jafnframt óska fulltrúarnir eftir því að Alþingi endurskoði lagaákvæði sem geri sveitarfélögum skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur. Það fyrirkomulag sé tímaskekkja. Sjálfstæðismenn í borgarráði taka undir nauðsyn þess að endurskoða áðurnefnt lagaákvæði.Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr.
Alþingi Múslimarnir okkar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira