Íslenski boltinn

Frábær endurkoma Selfoss gegn Fjölni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Selfyssingar unnu góðan sigur á Fjölni í dag.
Selfyssingar unnu góðan sigur á Fjölni í dag. Vísir/
Haukar og Selfoss unnu sína leiki í A-deild Lengjubikars karla, en einungis tveir leikir voru á dagskrá í Lengjubikarnum í dag.

Björgvin Stefánsson kom Haukum á bragðið strax á fyrstu mínútu og Arnar Aðalgeirsson bætti við marki. Þannig var staðan í hálfleik.

Þórsarar urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan orðin vænleg fyrir gestina frá Hafnarfirði. Jónas Björgvin Sigurbergsson skoraði tvö fyrir Þórsara áður en yfir lauk og lokatölur 2-3 sigur gestana.

Þetta var fyrsti sigur Hauka í þremur leikjum, en Þór hefur einungis einn af sínum fyrstu fjórum leikjum.

Þór - Haukar 2-3

0-1 Björgvin Stefánsson (1.), 0-2 Arnar Aðalgeirsson (18.), 0-3 sjálfsmark (52.), 1-3 Jónas Björgvin Sigurbergsson (66.), 2-3 Jónas Björgvin Sigurbergsson (77.).

Selfoss vann góðan sigur á Pepsi-deildarliði Fjölnis. Fjölnir byrjaði betur og komst meðal annars í 2-0 með mörkum frá Mark Magee og Ólafi Páli Snorrasyni.

Þá vöknuðu gestirnir frá Selfossi hins vegar og mörk frá Ingþóri Björgvinssyni, Ingva Rafni Óskarssyni og Jordan Eldridge tryggðu Selfyssingum 3-2 sigur.

Selfoss er með fjögur stig eftir þrjá leiki, en þetta var fyrsti tap Fjölnis í þremur leikjum. Þeir höfðu unnið hina tvo.

Fjölnir - Selfoss 2-3

1-0 Mark Charles Magee, 2-0 Ólafur Páll Snorrason, 2-1 Ingþór Björgvinsson, 2-2 Ingvi Rafn Óskarsson, 2-3 Jordan Eldrige - víti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×