Fótbolti

Náðu ekki að skora hjá Guðbjörgu en komast samt í úrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku stelpurnar í rútunni eftir leikinn.
Íslensku stelpurnar í rútunni eftir leikinn. Mynd/fésbókin
Bandaríska landsliðið spilar til úrslita í Algarve-bikarnum þrátt fyrir að ná aðeins markalausu jafntefli á móti Íslandi í kvöld.

Bandaríska liðið varð eftir í sínum riðli og mætir Frakklandi í úrslitaleiknum. Þetta er í fjórtánda sinn sem bandaríska liðið spilar til úrslita í þessu árlega móti.

Bandaríska landsliðið var búið að skora fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu sem voru á móti Noregi (2-1) og Sviss (3-0).

Guðbjörg Gunnarsdóttir varð aðeins annar íslenski markvörðurinn sem nær að halda hreinu í 90 mínútur á móti Bandaríkjunum en því náði einnig Þóra Björg Helgadóttir árið 2000.

Íslensku stelpurnar voru kátar í rútunni eftir leikinn eins og sjá má á myndinni sem Guðbjörg Gunnarsdóttir setti inn á fésbókarsíðu sína í kvöld.

"Ameríka hvað? Ekki nálægt því að skora hjá okkur í dag ‪#‎stríðsmenn‬ ‪#‎víkingar‬," skrifaði Guðbjörg síðan undir.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×