Hvaða bergtegund er steinn Íslands? Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2015 20:02 Haraldur Sigurðsson handleikur móberg, sem að hans mati er steinn Íslands. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands? Þessa spurningu lagði Kristján Már Unnarsson fyrir einn kunnasta jarðvísindamann Íslendinga, Harald Sigurðsson eldfjallafræðing. Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með sýnishorn ef öllu því grjóti sem finnst á Íslandi. Bergtegundirnar eru raunar ekki fleiri en svo að þær komast allar fyrir á einu borði á safninu, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. En er hægt að tala um að einhver ein bergtegund einkenni Ísland umfram aðrar? „Það er ein steintegund sem ætti að vera steinn Íslands og það er móbergið,” svarar Haraldur. „En það er ekki mjög fallegt berg og eiginlega ekki gagnlegt til neins. Það er ekki hægt að byggja úr því. En það er mjög sjaldgæft erlendis en mjög algengt á Íslandi.” Móberg myndast við gos undir jökli eða í sjó, þegar yfir þúsund stiga heit hraunkvikan kemst í snertingu við vatn. Við það verða miklar gufusprengingar, kvikan tætist upp og verður að ösku, eins og sást til dæmis í Eyjafjallajökli, Grímsvötnum og Surtsey. „Svo fellur askan til jarðar, þjappast saman, harðnar og myndar móberg. Það er mjög lítið til af því annarsstaðar en á Íslandi, af því að við höfum þessar sérstöku aðstæður með ís og eld, jökul og eldgos undir jökli,” segir Haraldur Sigurðsson. Í þáttunum „Um land allt" á Stöð 2 fyrr í mánuðinum fylgdi Haraldur áhorfendum um Stykkishólm og Eldfjallasafnið og einnig um eldgarð Snæfellsness. Eldgos og jarðhræringar Stykkishólmur Um land allt Tengdar fréttir Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands? Þessa spurningu lagði Kristján Már Unnarsson fyrir einn kunnasta jarðvísindamann Íslendinga, Harald Sigurðsson eldfjallafræðing. Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með sýnishorn ef öllu því grjóti sem finnst á Íslandi. Bergtegundirnar eru raunar ekki fleiri en svo að þær komast allar fyrir á einu borði á safninu, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. En er hægt að tala um að einhver ein bergtegund einkenni Ísland umfram aðrar? „Það er ein steintegund sem ætti að vera steinn Íslands og það er móbergið,” svarar Haraldur. „En það er ekki mjög fallegt berg og eiginlega ekki gagnlegt til neins. Það er ekki hægt að byggja úr því. En það er mjög sjaldgæft erlendis en mjög algengt á Íslandi.” Móberg myndast við gos undir jökli eða í sjó, þegar yfir þúsund stiga heit hraunkvikan kemst í snertingu við vatn. Við það verða miklar gufusprengingar, kvikan tætist upp og verður að ösku, eins og sást til dæmis í Eyjafjallajökli, Grímsvötnum og Surtsey. „Svo fellur askan til jarðar, þjappast saman, harðnar og myndar móberg. Það er mjög lítið til af því annarsstaðar en á Íslandi, af því að við höfum þessar sérstöku aðstæður með ís og eld, jökul og eldgos undir jökli,” segir Haraldur Sigurðsson. Í þáttunum „Um land allt" á Stöð 2 fyrr í mánuðinum fylgdi Haraldur áhorfendum um Stykkishólm og Eldfjallasafnið og einnig um eldgarð Snæfellsness.
Eldgos og jarðhræringar Stykkishólmur Um land allt Tengdar fréttir Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13
Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45
Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16
Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32