Hvaða bergtegund er steinn Íslands? Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2015 20:02 Haraldur Sigurðsson handleikur móberg, sem að hans mati er steinn Íslands. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands? Þessa spurningu lagði Kristján Már Unnarsson fyrir einn kunnasta jarðvísindamann Íslendinga, Harald Sigurðsson eldfjallafræðing. Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með sýnishorn ef öllu því grjóti sem finnst á Íslandi. Bergtegundirnar eru raunar ekki fleiri en svo að þær komast allar fyrir á einu borði á safninu, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. En er hægt að tala um að einhver ein bergtegund einkenni Ísland umfram aðrar? „Það er ein steintegund sem ætti að vera steinn Íslands og það er móbergið,” svarar Haraldur. „En það er ekki mjög fallegt berg og eiginlega ekki gagnlegt til neins. Það er ekki hægt að byggja úr því. En það er mjög sjaldgæft erlendis en mjög algengt á Íslandi.” Móberg myndast við gos undir jökli eða í sjó, þegar yfir þúsund stiga heit hraunkvikan kemst í snertingu við vatn. Við það verða miklar gufusprengingar, kvikan tætist upp og verður að ösku, eins og sást til dæmis í Eyjafjallajökli, Grímsvötnum og Surtsey. „Svo fellur askan til jarðar, þjappast saman, harðnar og myndar móberg. Það er mjög lítið til af því annarsstaðar en á Íslandi, af því að við höfum þessar sérstöku aðstæður með ís og eld, jökul og eldgos undir jökli,” segir Haraldur Sigurðsson. Í þáttunum „Um land allt" á Stöð 2 fyrr í mánuðinum fylgdi Haraldur áhorfendum um Stykkishólm og Eldfjallasafnið og einnig um eldgarð Snæfellsness. Eldgos og jarðhræringar Stykkishólmur Um land allt Tengdar fréttir Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands? Þessa spurningu lagði Kristján Már Unnarsson fyrir einn kunnasta jarðvísindamann Íslendinga, Harald Sigurðsson eldfjallafræðing. Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með sýnishorn ef öllu því grjóti sem finnst á Íslandi. Bergtegundirnar eru raunar ekki fleiri en svo að þær komast allar fyrir á einu borði á safninu, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. En er hægt að tala um að einhver ein bergtegund einkenni Ísland umfram aðrar? „Það er ein steintegund sem ætti að vera steinn Íslands og það er móbergið,” svarar Haraldur. „En það er ekki mjög fallegt berg og eiginlega ekki gagnlegt til neins. Það er ekki hægt að byggja úr því. En það er mjög sjaldgæft erlendis en mjög algengt á Íslandi.” Móberg myndast við gos undir jökli eða í sjó, þegar yfir þúsund stiga heit hraunkvikan kemst í snertingu við vatn. Við það verða miklar gufusprengingar, kvikan tætist upp og verður að ösku, eins og sást til dæmis í Eyjafjallajökli, Grímsvötnum og Surtsey. „Svo fellur askan til jarðar, þjappast saman, harðnar og myndar móberg. Það er mjög lítið til af því annarsstaðar en á Íslandi, af því að við höfum þessar sérstöku aðstæður með ís og eld, jökul og eldgos undir jökli,” segir Haraldur Sigurðsson. Í þáttunum „Um land allt" á Stöð 2 fyrr í mánuðinum fylgdi Haraldur áhorfendum um Stykkishólm og Eldfjallasafnið og einnig um eldgarð Snæfellsness.
Eldgos og jarðhræringar Stykkishólmur Um land allt Tengdar fréttir Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13
Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45
Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16
Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32