Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍBV - FH 23-22 | Biðin á enda hjá Eyjamönnum Tómas Þór Þórðarson í Laugardalshöllinni skrifar 28. febrúar 2015 13:05 Bikarinn fer á loft hjá Eyjamönnum Vísir/þórdís ÍBV er bikarmeistari í handbolta 2015 eftir sigur á FH, 23-22, í spennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. ÍBV hafði ekki unnið bikarinn í 24 ár og því löng eyðimerkurganga á enda. Stemningin fyrir leik var mögnuð, en stúkan fylltist fljótt af Eyjamönnum sem kunna svo sannarlega að skemmta sér og öðrum. Herjólfur bauð frítt í morgun og það skilaði sér. Það voru þó FH-ingar sem byrjuðu betur, en þeir skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. ÍBV skoraði ekki fyrr en eftir rúmar fimm mínútur. Sóknarleikur Eyjamanna var ekki upp á marga fiska og vörn FH sterk með Ágúst Elí öflugan í markinu. Í stöðunni 6-6 skildu leiðir um stund. FH skoraði fjögur mörk í röð og skoruðu fjórir mismunandi menn þau mörk. Hafnafjarðarliðið fékk framlag úr öllum áttum en sjö leikmenn skoruðu mark fyrir FH í fyrri hálfleik. Sóknarleikur ÍBV var heillum horfinn á þessum tíma og fór Eyjaliðið með níu sóknir í röð. Það einfaldlega fann ekki leiðina framhjá FH framan af fyrri hálfleik.Einar Sverrisson skýtur að marki.vísir/þórdísEn þessir Eyjamenn eru ólseigir og geta spilað ótrúlega sterka vörn. Síðustu sex mínútur leiksins skellti vörnin í lás. Andri Heimir Friðriksson kom inn á og spilaði fremstur í 5+1-vörninni í stað Magnúsar Stefánssonar. ÍBV fékk ekki á sig nema eitt mark það sem eftir lifði af fyrri hálfleik en skoraði sjálft fimm mörk og jafnaði leikinn. Staðan í hálfleik, 11-11. Andri Heimir kom ekki bara sterkur inn í vörnina heldur skoraði hann þrjú af síðustu fimm mörkum ÍBV í fyrri hálfleik og fiskaði brottvísun. Það var ekki síst honum að þakka að ÍBV var með jafna stöðu í hálfleik. ÍBV-liðið byrjaði seinni hálfleikinn eins og það lauk þeim fyrri: með marki. Reyndar tveimur og staðan, 13-11. Eyjamenn voru betri betri fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks og komust í 17-14 áður en Halldór Jóhann Sigfússon tók leikhlé. Það leikhlé skilaði engu því ÍBV skoraði næstu tvö mörkin og náði í fyrsta skipti í leiknum fimm marka forystu, 20-15. Varnarleikurinn áfram frábær og Kolbeinn sterkur í markinu.Ásbjörn Friðriksson fer í gegn með Eyjamennina í stúkunni fyrir aftan sig.vísir/þórdísBrottrekstar fóru illa með FH á köflum en það skipti engu máli hvort ÍBV var einum færri stundum í sókn eða vörn. Þeir skoruðu nánast undantekningalaust úr undirtölunni og neyddu FH-inga í neyðarskoti manni færri í vörninni. FH-ingar urðu fyrir miklu áfalli 15 mínútu fyrir leikslok þegar Ísak Rafnsson steinlá á miðjum vellinum eftir högg í hraðaupphlaupi. Bera þurfti stóra manninn út af, en hann er auðvitað algjör lykilmaður í sókn jafnt sem vörn hjá FH. Það hjálpaði ekki FH-ingum sem voru að elta allan seinni hálfleik. Þeim virtist fyrir munað að minnka muninn niður í meira en þrjú mörk, en þegar rúmar tvær mínútur voru eftir skoraði Jóhann Birgir Ingvarsson og breytti stöðunni í 23-21. Eyjamenn stressuðust upp og FH spilaði mun betri vörn undir lok leiks. Magnús Stefánsson missti boltann í næst síðustu sókn ÍBV og Halldór Ingi Jónasson minnkaði muninn í eitt mark, 23-22. Aftur klikkuðu Eyjamenn og fékk FH eina sókn til að jafna leikinn. En það var svo sem við hæfi að vörn Eyjamanna skildi klára leikinn. Jóhann Birgir Ingvarsson tók erfitt skot þegar fimm sekúndur voru eftir. Veggurinn tók kraftinn úr skotinu og Kolbeinn varði auðveldlega. Tíminn rann út og 24 ára eyðimerkurganga ÍBV í bikarnum á enda. Til hamingju, ÍBV. FH-ingar verða að bíða aðeins lengur. Andri Heimir Friðriksson, Einar Sverrisson, Agnar Smári Jónsson og Theodór Sigurbjörnsson skoruðu allir fjögur mörk fyrir ÍBV en Andri Berg Haraldsson var markahæstur hjá FH með fimm mörk. Kolbeinn varði 19 skot í marki ÍBV og Ágúst Elí jafnmikið hjá FH. Þeir voru báðir frábærir. FH-ingar fá hrós fyrir að gefast ekki upp, en holan sem þeir grófu með að lenda fimm mörkum undir og svo auðvitað að missa Ísak meiddan af velli var of djúp. ÍBV, sem var í 1. deild fyrir tveimur árum, er nú ríkjandi Íslands- og bikarmeistari.vísir/þórdísAndri Berg: Okkur langaði svo að vinna Andri Berg Haraldsson, skytta FH-inga og varnartröll, var eðlilega súr þegar Vísir ræddi við hann á meðan Eyjamenn lyftu bikarnum. "Við frusum alveg í sóknarleiknum. Það var það sem skildi á milli í dag fannst mér," sagði Andri Berg. ÍBV náði mest fimm marka forystu í seinni hálfleik en rétt eins og í gær í undanúrslitunum gegn Val gáfust FH-ingar ekki upp og fengu lokasókn til að jafna leikinn. "Við sýndum karaktar í dag eins og í gær. Við ætluðum að vinna þetta. Ég fékk víti undir lokin og hefði ég skorað úr því hefðum við jafnað þetta er ég viss um," sagði Andri Berg. FH fékk ekki á sig nema 23 mörk en Andri Berg var ekki alveg nógu sáttur með varnarleikinn. "Mér fannst vanta aðeins upp á í varnarleiknum sérstaklega í seinni hálfleik. Þeir fengu svolítið mikið af auðveldum mörkum," sagði hann. Bið FH eftir bikarmeistaratitilinum heldur áfram, en liðið vann síðast árið 1994. "Ég bara trúi þessu bara ekki. Okkur langaði svo mikið að vinna þennan titil," sagði Andri Berg Haraldsson svekktur.vísir/þórdísAndri Heimir: Missum aldrei trúna "Tilfinningin er ólýsanleg. Þetta verður ekki þreytt," sagði Andri Heimir Friðriksson, leikmaður ÍBV, við Vísi haldandi á bikarnum. "Markmiðið á þessu ári var að verða bikarmeistarar. Við ætlum að vinna hann eftir að detta grátlega út í fyrra," sagði Andri og horfði á fólkið í stúkunni. "Þessi stuðningur, þetta lið sem kemur frá þessari Eyju eru alveg ótrúlegt. Að leggja á sig sex tíma ferðalag fyrir einn leik er engu líkt. Þetta er æðislegt." Eyjamenn voru mest fjórum mörkum undir í fyrri hálfleik en það var auðvitað bara grín miðað við holuna sem liðið gróf sér í undanúrslitaleiknum. "Við missum aldrei trúna. Við höldum alltaf í trúna. Þegar vörnin dettur í gang þá kemur þetta hjá okkur. Þá fáum við hraðaupphlaupin og þá koma mörkin," sagði Andri Heimir sem er nú ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. "Ég kom til ÍBV fyrir fimm árum síðan. Þá var lagt upp með að komast upp um deild á þremur árum. Við komumst upp á þriðja ári, urðum Íslandsmeistarar á fjórða ári og nú bikarmeistarar á fimmta ári. Þetta gerist hvergi annars staðar en í Eyjum."Stemningin var mikil í stúkunni.vísir/þórdísGunnar: Besta ákvörðunin á ferlinum "Þetta er ótrúlegt," sagði sigurreifur Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, við Vísi eftir leikinn, en hann hefur nú stýrt ÍBV til Íslands- og bikarmeistaratitils á tveimur árum. "Þetta eru mest allt heimamenn í liðinu og alveg ótrúlegir strákar. Fólkið líka sem er á bakvið þetta og fólkið sem fylgir okkur er einstakt. Þetta er bara ein stór liðsheild. Þegar við hópum okkur saman er erfitt að stoppa okkur," sagði Gunnar. Eftir brekkuna sem liðið þurfti að komast upp í undanúrslitaleiknum hafði Gunnar ekki miklar áhyggjur þegar liðið lenti fjórum mörkum undir í fyrri hálfleik. "Við lendum í stórri brekku í gær en fórum í gegnum það. Það eru margir sem brotna við svona mótlæti en við brotnum aldrei. Ég var samt auðvitað stressaður undir lokin. Við fengum ótrúleg færi til að klára þetta en Ágúst var frábær í markinu hjá FH," sagði Gunnar Magnússon sem siglir nú heim til Eyja með bikarinn. "Ég mæli með því að fólk komi bara með með. Eyjamenn kunna að taka á móti fólki. Ég hef gert þetta einu sinni áður og það var alveg ótrúlegt." Gunnar kom heim úr atvinnumennsku sem þjálfari til að taka við ÍBV. Er það besta ákvörðunin sem hann hefur tekið á ferlinum. "Já, það er auðvelt svar," sagði Gunnar Magnússon.vísir/þórdísAgnar Smári: Þetta er fyrir Svenna í kertaverksmiðjunni Það var létt yfir stórskyttunni Agnari Smára Jónssyni þegar Vísir reif hann úr myndatöku eftir leikinn í spjall. Hann hélt á stóra bikarnum og var beðinn um að lýsa því hvernig það væri að halda á honum. "Þetta er alveg magnað. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er alveg ruglað," sagði Agnar léttur. ÍBV-liðið lenti undir í fyrri hálfleik en kom til baka og hefði getað unnið sannfærandi sigur en raun bar vitni. "Við verðum ekkert stressaðir. Eins og við segjum alltaf: Við gefumst aldrei upp. Þannig bara virka Eyjamenn. Við hættum aldrei," sagði Agnar. "Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik og lentum undir en vorum samt með jafna stöðu í hálfleik. Í seinni hálfleik var allt annað sjá okkur og við hefðum getað komist sex mörkum yfir nokkrum sinnum. Kolli var líka frábær í markinu." Eyjamenn spiluðu með sorgarbönd í gær og í dag: "Þetta er fyrir hann Svenna í kertaverksmiðjunni sem var alveg frábær stuðningsmaður." Stuðningurinn sem ÍBV fékk í leiknum var magnaður. Getur liðið tapað leik þegar hálf Eyjan er mætt til að styðja þá? "Nei, er þetta í alvöru spurning. Nei, það er ekki séns," sagði Agnar og hló, en hvað er næst hjá Íslands- og bikarmeisturunum? "Evrópumeistarar, er það ekki bara? Nei, við erum fallnir úr henni. Ætli við gerum bara ekki okkar besta."vísir/þórdísTheodór: Vorum klaufar að klára þetta ekki fyrr "Við getum ekki tapað með svona stuðning," sagði Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður ÍBV, Við Vísi eftir leikinn. "Við vorum klaufar að klára þetta ekki fyrr. Við vorum að klúðra mikið af dauðafærum og þannig komst FH aftur inn í leikinn. Það var kannski full mikið stress í okkur undir lokin og þetta varð bara hörkuleikur aftur." "Maður á kannski ekkert að vera stressaður en ég fann aðeins fyrir því. Ágúst fór ansi illa með mig enda er hann frábær markvörður." Hvernig er tilfinningin að vera Íslands- og bikarmeistari? "Það er allt sem jákvætt er hægt að segja. Með svona fólk í stúkunni er allt hægt." Theodór býst við skemmtilegri heimferð með Herjólfi: "Ég tel að hún verði nokkuð góð."vísir/þórdís Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
ÍBV er bikarmeistari í handbolta 2015 eftir sigur á FH, 23-22, í spennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. ÍBV hafði ekki unnið bikarinn í 24 ár og því löng eyðimerkurganga á enda. Stemningin fyrir leik var mögnuð, en stúkan fylltist fljótt af Eyjamönnum sem kunna svo sannarlega að skemmta sér og öðrum. Herjólfur bauð frítt í morgun og það skilaði sér. Það voru þó FH-ingar sem byrjuðu betur, en þeir skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. ÍBV skoraði ekki fyrr en eftir rúmar fimm mínútur. Sóknarleikur Eyjamanna var ekki upp á marga fiska og vörn FH sterk með Ágúst Elí öflugan í markinu. Í stöðunni 6-6 skildu leiðir um stund. FH skoraði fjögur mörk í röð og skoruðu fjórir mismunandi menn þau mörk. Hafnafjarðarliðið fékk framlag úr öllum áttum en sjö leikmenn skoruðu mark fyrir FH í fyrri hálfleik. Sóknarleikur ÍBV var heillum horfinn á þessum tíma og fór Eyjaliðið með níu sóknir í röð. Það einfaldlega fann ekki leiðina framhjá FH framan af fyrri hálfleik.Einar Sverrisson skýtur að marki.vísir/þórdísEn þessir Eyjamenn eru ólseigir og geta spilað ótrúlega sterka vörn. Síðustu sex mínútur leiksins skellti vörnin í lás. Andri Heimir Friðriksson kom inn á og spilaði fremstur í 5+1-vörninni í stað Magnúsar Stefánssonar. ÍBV fékk ekki á sig nema eitt mark það sem eftir lifði af fyrri hálfleik en skoraði sjálft fimm mörk og jafnaði leikinn. Staðan í hálfleik, 11-11. Andri Heimir kom ekki bara sterkur inn í vörnina heldur skoraði hann þrjú af síðustu fimm mörkum ÍBV í fyrri hálfleik og fiskaði brottvísun. Það var ekki síst honum að þakka að ÍBV var með jafna stöðu í hálfleik. ÍBV-liðið byrjaði seinni hálfleikinn eins og það lauk þeim fyrri: með marki. Reyndar tveimur og staðan, 13-11. Eyjamenn voru betri betri fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks og komust í 17-14 áður en Halldór Jóhann Sigfússon tók leikhlé. Það leikhlé skilaði engu því ÍBV skoraði næstu tvö mörkin og náði í fyrsta skipti í leiknum fimm marka forystu, 20-15. Varnarleikurinn áfram frábær og Kolbeinn sterkur í markinu.Ásbjörn Friðriksson fer í gegn með Eyjamennina í stúkunni fyrir aftan sig.vísir/þórdísBrottrekstar fóru illa með FH á köflum en það skipti engu máli hvort ÍBV var einum færri stundum í sókn eða vörn. Þeir skoruðu nánast undantekningalaust úr undirtölunni og neyddu FH-inga í neyðarskoti manni færri í vörninni. FH-ingar urðu fyrir miklu áfalli 15 mínútu fyrir leikslok þegar Ísak Rafnsson steinlá á miðjum vellinum eftir högg í hraðaupphlaupi. Bera þurfti stóra manninn út af, en hann er auðvitað algjör lykilmaður í sókn jafnt sem vörn hjá FH. Það hjálpaði ekki FH-ingum sem voru að elta allan seinni hálfleik. Þeim virtist fyrir munað að minnka muninn niður í meira en þrjú mörk, en þegar rúmar tvær mínútur voru eftir skoraði Jóhann Birgir Ingvarsson og breytti stöðunni í 23-21. Eyjamenn stressuðust upp og FH spilaði mun betri vörn undir lok leiks. Magnús Stefánsson missti boltann í næst síðustu sókn ÍBV og Halldór Ingi Jónasson minnkaði muninn í eitt mark, 23-22. Aftur klikkuðu Eyjamenn og fékk FH eina sókn til að jafna leikinn. En það var svo sem við hæfi að vörn Eyjamanna skildi klára leikinn. Jóhann Birgir Ingvarsson tók erfitt skot þegar fimm sekúndur voru eftir. Veggurinn tók kraftinn úr skotinu og Kolbeinn varði auðveldlega. Tíminn rann út og 24 ára eyðimerkurganga ÍBV í bikarnum á enda. Til hamingju, ÍBV. FH-ingar verða að bíða aðeins lengur. Andri Heimir Friðriksson, Einar Sverrisson, Agnar Smári Jónsson og Theodór Sigurbjörnsson skoruðu allir fjögur mörk fyrir ÍBV en Andri Berg Haraldsson var markahæstur hjá FH með fimm mörk. Kolbeinn varði 19 skot í marki ÍBV og Ágúst Elí jafnmikið hjá FH. Þeir voru báðir frábærir. FH-ingar fá hrós fyrir að gefast ekki upp, en holan sem þeir grófu með að lenda fimm mörkum undir og svo auðvitað að missa Ísak meiddan af velli var of djúp. ÍBV, sem var í 1. deild fyrir tveimur árum, er nú ríkjandi Íslands- og bikarmeistari.vísir/þórdísAndri Berg: Okkur langaði svo að vinna Andri Berg Haraldsson, skytta FH-inga og varnartröll, var eðlilega súr þegar Vísir ræddi við hann á meðan Eyjamenn lyftu bikarnum. "Við frusum alveg í sóknarleiknum. Það var það sem skildi á milli í dag fannst mér," sagði Andri Berg. ÍBV náði mest fimm marka forystu í seinni hálfleik en rétt eins og í gær í undanúrslitunum gegn Val gáfust FH-ingar ekki upp og fengu lokasókn til að jafna leikinn. "Við sýndum karaktar í dag eins og í gær. Við ætluðum að vinna þetta. Ég fékk víti undir lokin og hefði ég skorað úr því hefðum við jafnað þetta er ég viss um," sagði Andri Berg. FH fékk ekki á sig nema 23 mörk en Andri Berg var ekki alveg nógu sáttur með varnarleikinn. "Mér fannst vanta aðeins upp á í varnarleiknum sérstaklega í seinni hálfleik. Þeir fengu svolítið mikið af auðveldum mörkum," sagði hann. Bið FH eftir bikarmeistaratitilinum heldur áfram, en liðið vann síðast árið 1994. "Ég bara trúi þessu bara ekki. Okkur langaði svo mikið að vinna þennan titil," sagði Andri Berg Haraldsson svekktur.vísir/þórdísAndri Heimir: Missum aldrei trúna "Tilfinningin er ólýsanleg. Þetta verður ekki þreytt," sagði Andri Heimir Friðriksson, leikmaður ÍBV, við Vísi haldandi á bikarnum. "Markmiðið á þessu ári var að verða bikarmeistarar. Við ætlum að vinna hann eftir að detta grátlega út í fyrra," sagði Andri og horfði á fólkið í stúkunni. "Þessi stuðningur, þetta lið sem kemur frá þessari Eyju eru alveg ótrúlegt. Að leggja á sig sex tíma ferðalag fyrir einn leik er engu líkt. Þetta er æðislegt." Eyjamenn voru mest fjórum mörkum undir í fyrri hálfleik en það var auðvitað bara grín miðað við holuna sem liðið gróf sér í undanúrslitaleiknum. "Við missum aldrei trúna. Við höldum alltaf í trúna. Þegar vörnin dettur í gang þá kemur þetta hjá okkur. Þá fáum við hraðaupphlaupin og þá koma mörkin," sagði Andri Heimir sem er nú ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. "Ég kom til ÍBV fyrir fimm árum síðan. Þá var lagt upp með að komast upp um deild á þremur árum. Við komumst upp á þriðja ári, urðum Íslandsmeistarar á fjórða ári og nú bikarmeistarar á fimmta ári. Þetta gerist hvergi annars staðar en í Eyjum."Stemningin var mikil í stúkunni.vísir/þórdísGunnar: Besta ákvörðunin á ferlinum "Þetta er ótrúlegt," sagði sigurreifur Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, við Vísi eftir leikinn, en hann hefur nú stýrt ÍBV til Íslands- og bikarmeistaratitils á tveimur árum. "Þetta eru mest allt heimamenn í liðinu og alveg ótrúlegir strákar. Fólkið líka sem er á bakvið þetta og fólkið sem fylgir okkur er einstakt. Þetta er bara ein stór liðsheild. Þegar við hópum okkur saman er erfitt að stoppa okkur," sagði Gunnar. Eftir brekkuna sem liðið þurfti að komast upp í undanúrslitaleiknum hafði Gunnar ekki miklar áhyggjur þegar liðið lenti fjórum mörkum undir í fyrri hálfleik. "Við lendum í stórri brekku í gær en fórum í gegnum það. Það eru margir sem brotna við svona mótlæti en við brotnum aldrei. Ég var samt auðvitað stressaður undir lokin. Við fengum ótrúleg færi til að klára þetta en Ágúst var frábær í markinu hjá FH," sagði Gunnar Magnússon sem siglir nú heim til Eyja með bikarinn. "Ég mæli með því að fólk komi bara með með. Eyjamenn kunna að taka á móti fólki. Ég hef gert þetta einu sinni áður og það var alveg ótrúlegt." Gunnar kom heim úr atvinnumennsku sem þjálfari til að taka við ÍBV. Er það besta ákvörðunin sem hann hefur tekið á ferlinum. "Já, það er auðvelt svar," sagði Gunnar Magnússon.vísir/þórdísAgnar Smári: Þetta er fyrir Svenna í kertaverksmiðjunni Það var létt yfir stórskyttunni Agnari Smára Jónssyni þegar Vísir reif hann úr myndatöku eftir leikinn í spjall. Hann hélt á stóra bikarnum og var beðinn um að lýsa því hvernig það væri að halda á honum. "Þetta er alveg magnað. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er alveg ruglað," sagði Agnar léttur. ÍBV-liðið lenti undir í fyrri hálfleik en kom til baka og hefði getað unnið sannfærandi sigur en raun bar vitni. "Við verðum ekkert stressaðir. Eins og við segjum alltaf: Við gefumst aldrei upp. Þannig bara virka Eyjamenn. Við hættum aldrei," sagði Agnar. "Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik og lentum undir en vorum samt með jafna stöðu í hálfleik. Í seinni hálfleik var allt annað sjá okkur og við hefðum getað komist sex mörkum yfir nokkrum sinnum. Kolli var líka frábær í markinu." Eyjamenn spiluðu með sorgarbönd í gær og í dag: "Þetta er fyrir hann Svenna í kertaverksmiðjunni sem var alveg frábær stuðningsmaður." Stuðningurinn sem ÍBV fékk í leiknum var magnaður. Getur liðið tapað leik þegar hálf Eyjan er mætt til að styðja þá? "Nei, er þetta í alvöru spurning. Nei, það er ekki séns," sagði Agnar og hló, en hvað er næst hjá Íslands- og bikarmeisturunum? "Evrópumeistarar, er það ekki bara? Nei, við erum fallnir úr henni. Ætli við gerum bara ekki okkar besta."vísir/þórdísTheodór: Vorum klaufar að klára þetta ekki fyrr "Við getum ekki tapað með svona stuðning," sagði Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður ÍBV, Við Vísi eftir leikinn. "Við vorum klaufar að klára þetta ekki fyrr. Við vorum að klúðra mikið af dauðafærum og þannig komst FH aftur inn í leikinn. Það var kannski full mikið stress í okkur undir lokin og þetta varð bara hörkuleikur aftur." "Maður á kannski ekkert að vera stressaður en ég fann aðeins fyrir því. Ágúst fór ansi illa með mig enda er hann frábær markvörður." Hvernig er tilfinningin að vera Íslands- og bikarmeistari? "Það er allt sem jákvætt er hægt að segja. Með svona fólk í stúkunni er allt hægt." Theodór býst við skemmtilegri heimferð með Herjólfi: "Ég tel að hún verði nokkuð góð."vísir/þórdís
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira