„Það er ekki til peningur fyrir þessu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. febrúar 2015 18:52 Stjórnendur Kaupþings töldu að framtíð bankans væri að veði þegar gengið var frá fléttu um kaup sjeiksins Al-Thani á hlutabréfum í bankanum. Þetta kemur fram í tölvubréfum og endurritum af hljóðrituðum símtölum sem lesa má um í ítarlegum dómi Hæstaréttar í málinu. Í dómi Hæstaréttar Íslands í Al-Thani málinu er ítarleg umfjöllun um aðdraganda þess að Kaupþing banki fjármagnaði kaups sjeiksins Al-Thani á rúmlega 5 prósent hlut í Kaupþingi hinn 22. september 2008. Í dóminum segir að í málinu liggi fyrir yfir 60 tölvubréf og endurrit af hljóðrituðum símtölum 18 og 19. september 2008 milli starfsmanna Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg sem beri með sér hvernig vinnu vatt fram þann dag við að opna reikninga hjá bönkunum fyrir aflandsfélögin Choice Stay Ltd., Gerland Assets Ltd. og Serval Trading Group Corp. ásamt Brooks Trading Ltd. en þessi félög fengu lánin sem notuð voru til að fjármagna kaupin á hlutabréfunum.Lögfræðingurinn var ekki sáttur Hluti af fjármögnun viðskiptanna var 50 milljóna dollara lán til tveggja félaga á Jómfrúreyjum. Í endurriti af hljóðrituðu símtali Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar sem var viðskiptastjóri á útlánasviði og Sölva Sölvasonar lögfræðings á lögfræðisviði Kaupþings kemur fram að Halldór sagði við Sölva að tilgangurinn með því nota tvö félög með þessari uppbyggingu við fjármögnun hafi „bara verið að búa til lengri ... keðju einhverja“ og Sölvi samsinnti því með þeim orðum að þá væri „lagalega … erfiðara að segja að þetta sé ólöglegt“ og bætti við að hann væri „ekki sáttur við þetta.“ Síðar sama dag voru starfsmenn Kaupþings að finna út úr því hvernig ætti að greiða 250 milljónir evra inn á reikninga í Lúxemborg í tengslum við viðskiptin. Í dómnum er vitnað í endurrit af símtali Halldórs Bjarkar og Halldórs Sveins Kristinssonar starfsmanns fjárstýringar Kaupþings. Í upphafi þess spurði Halldór Sveinn hvað væri að gerast í Lúxemborg og svaraði Halldór Bjarkar því til að þrjú félög þyrftu á þessum peningum að halda. Þetta væru „tvisvar sinnum 100 milljón evrur og einu sinni 50 milljón dollarar“, sem yrði gengið frá sem peningamarkaðsútláni, væntanlega til fjögurra vikna. Svaraði þá Halldór Sveinn: „við eigum ekki fyrir þessu“ Í þessu tilviki áttu evrur að fara úr Kaupþingi á Íslandi til Lúxemborgar og þaðan aftur heim. Halldór Sveinn sagðist þá ekki hafa verið „að grínast með það, þetta kemst ekki út ... það er ekki til peningur fyrir þessu“.Frá aðalmeðferð í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Á innfelldu myndinni er Halldór Bjarkar Lúðvígsson sem var viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings en hann var eitt af lykilvitnum ákæruvaldsins í málinu.Úr varð að aldrei fóru peningar til Lúxemborgar nema á pappírunum en í dómi Hæstaréttar segir: „Varðandi fjárhag Kaupþings banka hf. á þeim tíma, sem viðskiptin sem málið varðar stóðu yfir, verður að öðru leyti að minnast þess að þegar til átti að taka virtist bankinn í raun hvorki geta greitt út lán til Brooks Trading Ltd. að fjárhæð 50.000.000 bandaríkjadalir né lán til Serval Trading Group Corp. og Gerland Assets Ltd, að fjárhæð 100.000.000 evrur til hvors félags með því að flytja lánsféð í þessum gjaldmiðlum inn á reikninga félaganna hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A., svo sem upphaflega virtist hafa staðið til, heldur þurfti að breyta þeim ráðagerðum til þess að raunverulegar greiðslur í erlendum gjaldmiðlum færu ekki fram.“ Ljóst er að stjórnendur Kaupþings töldu mikið í húfi að þessi samningur við sjeikinn kæmist í gegn því haft er eftir Sölva Sölvasyni í símtali við Halldór Bjarkar 19. september 2008 að Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, væri „svona á góðri íslensku going unglued … það er bara bókstaflega eins og framtíð Kaupþings sé að veði hvort hann heillar sheikinn á morgun“ og var þar að vísa til fundar Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings banka, með sjeiknum. Setja má þessi sýndarviðskipti sjeiks Al-Thani í samhengi við það sem síðar gerðist. Á meðan allt íslenska bankakerfið var að hrynja var Kaupþing banki talinn það traustur banki að Seðlabanki Íslands lánaði bankanum nær allan tiltækan gjaldeyrisforða íslenska ríkisins örfáum vikum síðar, hinn 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett á Alþingi. Tap skattgreiðenda vegna þessa láns er um 35 milljarðar króna. Alþingi Tengdar fréttir Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17 Niðurstaðan kom saksóknara ekki á óvart Björn Þorvaldsson, saksóknari segir að dómurinn sem kveðinn var upp í hæstarétti yfir sakborningunum í Al Thani málinu vera í samræmi við það sem lagt var upp með. 12. febrúar 2015 19:30 Segir ekki sjálfgefið að stjórnendur Kaupþings afpláni á Kvíabryggju Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 20:39 Lögfræðikostnaðurinn nemur rúmum 82 milljónum króna Ríkið greiðir fjórðung af málsvarnarkostnaði Ólafs Ólafssonar 12. febrúar 2015 16:59 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Al-Thani dómurinn í samræmi við væntingar saksóknara Dómur héraðsdóms staðfestur að mestu leyti. 12. febrúar 2015 16:31 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Vill fara með málið fyrir Mannréttindadómstól: „Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka“ Ólafur Ólafsson hefur sent frá sér tilkynningu vegna dóms Hæstaréttar í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 16:27 Segir dóminn mikil vonbrigði Hörður Felix Harðarson, skipaður verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, segir dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu í dag mikil vonbrigði en vill ekki tjá sig að öðru leyti um dóminn. 12. febrúar 2015 16:56 Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Stjórnendur Kaupþings töldu að framtíð bankans væri að veði þegar gengið var frá fléttu um kaup sjeiksins Al-Thani á hlutabréfum í bankanum. Þetta kemur fram í tölvubréfum og endurritum af hljóðrituðum símtölum sem lesa má um í ítarlegum dómi Hæstaréttar í málinu. Í dómi Hæstaréttar Íslands í Al-Thani málinu er ítarleg umfjöllun um aðdraganda þess að Kaupþing banki fjármagnaði kaups sjeiksins Al-Thani á rúmlega 5 prósent hlut í Kaupþingi hinn 22. september 2008. Í dóminum segir að í málinu liggi fyrir yfir 60 tölvubréf og endurrit af hljóðrituðum símtölum 18 og 19. september 2008 milli starfsmanna Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg sem beri með sér hvernig vinnu vatt fram þann dag við að opna reikninga hjá bönkunum fyrir aflandsfélögin Choice Stay Ltd., Gerland Assets Ltd. og Serval Trading Group Corp. ásamt Brooks Trading Ltd. en þessi félög fengu lánin sem notuð voru til að fjármagna kaupin á hlutabréfunum.Lögfræðingurinn var ekki sáttur Hluti af fjármögnun viðskiptanna var 50 milljóna dollara lán til tveggja félaga á Jómfrúreyjum. Í endurriti af hljóðrituðu símtali Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar sem var viðskiptastjóri á útlánasviði og Sölva Sölvasonar lögfræðings á lögfræðisviði Kaupþings kemur fram að Halldór sagði við Sölva að tilgangurinn með því nota tvö félög með þessari uppbyggingu við fjármögnun hafi „bara verið að búa til lengri ... keðju einhverja“ og Sölvi samsinnti því með þeim orðum að þá væri „lagalega … erfiðara að segja að þetta sé ólöglegt“ og bætti við að hann væri „ekki sáttur við þetta.“ Síðar sama dag voru starfsmenn Kaupþings að finna út úr því hvernig ætti að greiða 250 milljónir evra inn á reikninga í Lúxemborg í tengslum við viðskiptin. Í dómnum er vitnað í endurrit af símtali Halldórs Bjarkar og Halldórs Sveins Kristinssonar starfsmanns fjárstýringar Kaupþings. Í upphafi þess spurði Halldór Sveinn hvað væri að gerast í Lúxemborg og svaraði Halldór Bjarkar því til að þrjú félög þyrftu á þessum peningum að halda. Þetta væru „tvisvar sinnum 100 milljón evrur og einu sinni 50 milljón dollarar“, sem yrði gengið frá sem peningamarkaðsútláni, væntanlega til fjögurra vikna. Svaraði þá Halldór Sveinn: „við eigum ekki fyrir þessu“ Í þessu tilviki áttu evrur að fara úr Kaupþingi á Íslandi til Lúxemborgar og þaðan aftur heim. Halldór Sveinn sagðist þá ekki hafa verið „að grínast með það, þetta kemst ekki út ... það er ekki til peningur fyrir þessu“.Frá aðalmeðferð í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Á innfelldu myndinni er Halldór Bjarkar Lúðvígsson sem var viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings en hann var eitt af lykilvitnum ákæruvaldsins í málinu.Úr varð að aldrei fóru peningar til Lúxemborgar nema á pappírunum en í dómi Hæstaréttar segir: „Varðandi fjárhag Kaupþings banka hf. á þeim tíma, sem viðskiptin sem málið varðar stóðu yfir, verður að öðru leyti að minnast þess að þegar til átti að taka virtist bankinn í raun hvorki geta greitt út lán til Brooks Trading Ltd. að fjárhæð 50.000.000 bandaríkjadalir né lán til Serval Trading Group Corp. og Gerland Assets Ltd, að fjárhæð 100.000.000 evrur til hvors félags með því að flytja lánsféð í þessum gjaldmiðlum inn á reikninga félaganna hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A., svo sem upphaflega virtist hafa staðið til, heldur þurfti að breyta þeim ráðagerðum til þess að raunverulegar greiðslur í erlendum gjaldmiðlum færu ekki fram.“ Ljóst er að stjórnendur Kaupþings töldu mikið í húfi að þessi samningur við sjeikinn kæmist í gegn því haft er eftir Sölva Sölvasyni í símtali við Halldór Bjarkar 19. september 2008 að Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, væri „svona á góðri íslensku going unglued … það er bara bókstaflega eins og framtíð Kaupþings sé að veði hvort hann heillar sheikinn á morgun“ og var þar að vísa til fundar Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings banka, með sjeiknum. Setja má þessi sýndarviðskipti sjeiks Al-Thani í samhengi við það sem síðar gerðist. Á meðan allt íslenska bankakerfið var að hrynja var Kaupþing banki talinn það traustur banki að Seðlabanki Íslands lánaði bankanum nær allan tiltækan gjaldeyrisforða íslenska ríkisins örfáum vikum síðar, hinn 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett á Alþingi. Tap skattgreiðenda vegna þessa láns er um 35 milljarðar króna.
Alþingi Tengdar fréttir Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17 Niðurstaðan kom saksóknara ekki á óvart Björn Þorvaldsson, saksóknari segir að dómurinn sem kveðinn var upp í hæstarétti yfir sakborningunum í Al Thani málinu vera í samræmi við það sem lagt var upp með. 12. febrúar 2015 19:30 Segir ekki sjálfgefið að stjórnendur Kaupþings afpláni á Kvíabryggju Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 20:39 Lögfræðikostnaðurinn nemur rúmum 82 milljónum króna Ríkið greiðir fjórðung af málsvarnarkostnaði Ólafs Ólafssonar 12. febrúar 2015 16:59 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Al-Thani dómurinn í samræmi við væntingar saksóknara Dómur héraðsdóms staðfestur að mestu leyti. 12. febrúar 2015 16:31 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Vill fara með málið fyrir Mannréttindadómstól: „Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka“ Ólafur Ólafsson hefur sent frá sér tilkynningu vegna dóms Hæstaréttar í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 16:27 Segir dóminn mikil vonbrigði Hörður Felix Harðarson, skipaður verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, segir dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu í dag mikil vonbrigði en vill ekki tjá sig að öðru leyti um dóminn. 12. febrúar 2015 16:56 Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17
Niðurstaðan kom saksóknara ekki á óvart Björn Þorvaldsson, saksóknari segir að dómurinn sem kveðinn var upp í hæstarétti yfir sakborningunum í Al Thani málinu vera í samræmi við það sem lagt var upp með. 12. febrúar 2015 19:30
Segir ekki sjálfgefið að stjórnendur Kaupþings afpláni á Kvíabryggju Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 20:39
Lögfræðikostnaðurinn nemur rúmum 82 milljónum króna Ríkið greiðir fjórðung af málsvarnarkostnaði Ólafs Ólafssonar 12. febrúar 2015 16:59
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00
Al-Thani dómurinn í samræmi við væntingar saksóknara Dómur héraðsdóms staðfestur að mestu leyti. 12. febrúar 2015 16:31
Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01
Vill fara með málið fyrir Mannréttindadómstól: „Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka“ Ólafur Ólafsson hefur sent frá sér tilkynningu vegna dóms Hæstaréttar í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 16:27
Segir dóminn mikil vonbrigði Hörður Felix Harðarson, skipaður verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, segir dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu í dag mikil vonbrigði en vill ekki tjá sig að öðru leyti um dóminn. 12. febrúar 2015 16:56
Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25