Konan var á vettvangi þegar lögreglu bar að Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. febrúar 2015 12:15 Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði. Vísir/AntonBrink Kona á sextugsaldri er í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði sem talið er að hafi borið að með saknæmum hætti. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni síðar í dag. Talið er að banameinið hafi verið hnífstunga en Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að það yrði ekki ljóst fyrr en að lokinni krufningu. Hin grunaða, sem er fædd 1959, og hinn látni, sem er rúmlega fertugur, eru talin hafa verið sambúðarfólk en atvikið átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði. „Lögreglan fékk tilkynningu um þetta um þrjú leytið í gær og svo tilkynningu um mannslát og fór á vettvang og í ljós kom að hinn látni var með stunguáverka á brjóstkassa,“ sagði Kristján Ingi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Og hvar var hin grunaða á þessum tímapunkti? „Á vettvangi,“ sagði Kristján. Vettvangsrannsókn lauk síðdegis í gær og var hin grunaða yfirheyrð í gærkvöldi. Lögreglunni er einungis heimilt að halda hinni handteknu í allt að sólarhring samkvæmt sakamálalögum nema krafist verði gæsluvarðhalds og það samþykkt. Kristján sagðist ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. „Nú get ég ekki tjáð mig um það á þessari stundu,“ sagði Kristján sem reiknaði með því að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir konunni í dag. Frekari fréttir verða sagðar af þessu máli á Vísir.is og Bylgjunni um leið og þær berast og í kvöldfréttum klukkan hálfsjö. Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kona á sextugsaldri er í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði sem talið er að hafi borið að með saknæmum hætti. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni síðar í dag. Talið er að banameinið hafi verið hnífstunga en Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að það yrði ekki ljóst fyrr en að lokinni krufningu. Hin grunaða, sem er fædd 1959, og hinn látni, sem er rúmlega fertugur, eru talin hafa verið sambúðarfólk en atvikið átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði. „Lögreglan fékk tilkynningu um þetta um þrjú leytið í gær og svo tilkynningu um mannslát og fór á vettvang og í ljós kom að hinn látni var með stunguáverka á brjóstkassa,“ sagði Kristján Ingi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Og hvar var hin grunaða á þessum tímapunkti? „Á vettvangi,“ sagði Kristján. Vettvangsrannsókn lauk síðdegis í gær og var hin grunaða yfirheyrð í gærkvöldi. Lögreglunni er einungis heimilt að halda hinni handteknu í allt að sólarhring samkvæmt sakamálalögum nema krafist verði gæsluvarðhalds og það samþykkt. Kristján sagðist ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. „Nú get ég ekki tjáð mig um það á þessari stundu,“ sagði Kristján sem reiknaði með því að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir konunni í dag. Frekari fréttir verða sagðar af þessu máli á Vísir.is og Bylgjunni um leið og þær berast og í kvöldfréttum klukkan hálfsjö.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10