Konan var á vettvangi þegar lögreglu bar að Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. febrúar 2015 12:15 Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði. Vísir/AntonBrink Kona á sextugsaldri er í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði sem talið er að hafi borið að með saknæmum hætti. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni síðar í dag. Talið er að banameinið hafi verið hnífstunga en Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að það yrði ekki ljóst fyrr en að lokinni krufningu. Hin grunaða, sem er fædd 1959, og hinn látni, sem er rúmlega fertugur, eru talin hafa verið sambúðarfólk en atvikið átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði. „Lögreglan fékk tilkynningu um þetta um þrjú leytið í gær og svo tilkynningu um mannslát og fór á vettvang og í ljós kom að hinn látni var með stunguáverka á brjóstkassa,“ sagði Kristján Ingi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Og hvar var hin grunaða á þessum tímapunkti? „Á vettvangi,“ sagði Kristján. Vettvangsrannsókn lauk síðdegis í gær og var hin grunaða yfirheyrð í gærkvöldi. Lögreglunni er einungis heimilt að halda hinni handteknu í allt að sólarhring samkvæmt sakamálalögum nema krafist verði gæsluvarðhalds og það samþykkt. Kristján sagðist ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. „Nú get ég ekki tjáð mig um það á þessari stundu,“ sagði Kristján sem reiknaði með því að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir konunni í dag. Frekari fréttir verða sagðar af þessu máli á Vísir.is og Bylgjunni um leið og þær berast og í kvöldfréttum klukkan hálfsjö. Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Kona á sextugsaldri er í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði sem talið er að hafi borið að með saknæmum hætti. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni síðar í dag. Talið er að banameinið hafi verið hnífstunga en Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að það yrði ekki ljóst fyrr en að lokinni krufningu. Hin grunaða, sem er fædd 1959, og hinn látni, sem er rúmlega fertugur, eru talin hafa verið sambúðarfólk en atvikið átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði. „Lögreglan fékk tilkynningu um þetta um þrjú leytið í gær og svo tilkynningu um mannslát og fór á vettvang og í ljós kom að hinn látni var með stunguáverka á brjóstkassa,“ sagði Kristján Ingi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Og hvar var hin grunaða á þessum tímapunkti? „Á vettvangi,“ sagði Kristján. Vettvangsrannsókn lauk síðdegis í gær og var hin grunaða yfirheyrð í gærkvöldi. Lögreglunni er einungis heimilt að halda hinni handteknu í allt að sólarhring samkvæmt sakamálalögum nema krafist verði gæsluvarðhalds og það samþykkt. Kristján sagðist ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. „Nú get ég ekki tjáð mig um það á þessari stundu,“ sagði Kristján sem reiknaði með því að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir konunni í dag. Frekari fréttir verða sagðar af þessu máli á Vísir.is og Bylgjunni um leið og þær berast og í kvöldfréttum klukkan hálfsjö.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10