Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 31-28 | Valsmenn endurheimtu toppsætið Ingvi Þór Sæmundsson í Vodafone-höllinni skrifar 16. febrúar 2015 15:39 Ómar Ingi Magnússon. Vísir/Ernir Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar karla með þriggja marka sigri, 31-28, á FH í Vodafone-höllinni í kvöld. Valsmenn eru nú með tveggja stiga forystu á Aftureldingu sem bar sigurorð af Akureyri í gær. FH var sterkari aðilinn framan af leik en Valsmenn tryggðu sér sigurinn með ótrúlegum 10 mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem þeir skoruðu áttu mörk gegn engu. FH-ingar byrjuðu leikinn betur gegn daufum Völsurum sem lék án Guðmundar Hólmars Helgasonar og Elvars Friðrikssonar sem meiddust í sigrinum á FH síðasta fimmtudag. Gestirnir úr Hafnarfirði spiluðu ágæta vörn og voru duglegir að keyra fram þegar þeir unnu boltann en FH-ingar skoruðu alls fimm mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. FH-ingar komust mest fjórum mörkum yfir, 4-8, en þá var Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, nóg boðið. Hann tók leikhlé og eftir það rönkuðu Valsmenn við sér. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 14-15, FH í vil. Valsmenn náðu að loks jafna metin í byrjun seinni hálfleiks, 16-16, en FH-ingar létu ekki slá sig út af laginu. Það rann æði á Ásbjörn Friðriksson - sem hafði sig lítt í frammi í fyrri hálfleik, allavega hvað markaskorun varðar - en hann skoraði fjögur mörk á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiks. Þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum kom Ásbjörn FH fjórum mörkum yfir, 18-22, og útlitið var gott fyrir Hafnfirðinga. En þá snerist leikurinn algjörlega á haus. Heimamenn lokuðu vörninni og Stephen Nielsen, sem hafði ekki varið skot í fyrri hálfleik, varði allt það sem kom á markið. Í sókninni fór Alexander Örn Júlíusson mikinn í fjarveru Guðmundar og Elvars en hann skoraði 10 mörk í kvöld og átti auk þess góðar sendingar á Kára Kristjánsson sem skilaði átta mörkum af línunni. Á tíu mínútna kafla skoruðu Valsmenn átta mörk gegn engu FH-inga og náðu fjögurra marka forystu, 26-22. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu á síðustu 10 mínútum leiksins, og náðu tvívegis að minnka muninn í eitt mark, en Valsmenn héldu út og unnu að lokum þriggja marka sigur, 31-28. Alexander og Kári stóðu upp úr í liði Vals, eins og áður sagði, og þá varði Stephen níu skot í seinni hálfleik sem reyndust afar dýrmæt þegar uppi var staðið. Magnús Óli Magnússon átti stórleik í liði FH og skoraði 11 mörk, eins og leiknum gegn Val á fimmtudaginn. Líkt og þá dugðu mörkin 11 þó skammt. Benedikt Reynir Kristinsson og Ásbjörn Friðriksson skoruðu báðir fimm mörk fyrir Hafnfirðinga.Alexander: Gott tækifæri fyrir mig Alexander Örn Júlíusson átti frábæran leik þegar Valur vann þriggja marka sigur á FH í kvöld. Alexander skoraði 10 mörk og átti auk þess nokkrar línusendingar sem skiluðu mörkum. Hann var að vonum sáttur eftir leikinn. "Það var virkilega sterkt að ná að snúa þessu í sigur eftir að hafa verið undir lengst af," sagði Alexander en FH-ingar leiddu mest allan leikinn eða allt þar til Valsmenn náðu mögnuðum 8-0 kafla um miðjan seinni hálfleik. "Við náðum þessum 10% sem vantaði upp á. Við vorum þéttari varnarlega og héldum áfram að spila okkar leik sóknarlega og síðan datt markvarslan inn," sagði Alexander en fann hann fyrir aukinni pressu að standa sig í ljósi þess að Guðmundur Hólmar Helgason og Elvar Friðriksson voru báðir frá vegna meiðsla í kvöld? "Já, það má kannski segja að það hafi verið meiri pressa á mér að standa mig. Tveir sterkir leikmenn duttu út en við náðum að fylla þeirra skörð. "Þetta var gott tækifæri fyrir mig til að sýna mig og sanna. Ég nýtti það ágætlega í kvöld." Valsmenn endurheimtu toppsætið Olís-deildarinnar með sigrinum í kvöld. Alexander segir Valsmenn ekki ætla gefa það eftir. "Við stefnum á að vera þar sem allra lengst," sagði 10-marka maðurinn að lokum.Halldór: Vorum mjög góðir í 50 mínútur Halldór Sigfússon, þjálfari FH, sagði slæman 10 mínútna kafla um miðbik seinni hálfleiks hafa orðið Hafnfirðingum að falli þegar liðið tapaði fyrir Val í Vodafone-höllinni í kvöld. "Ég er virkilega svekktur en mér fannst við vera mjög góðir í 50 mínútur. "Það kemur 10 mínútna kafli þar sem við erum mjög slakir og þeir komast inn í leikinn. Svo vorum við ekki nógu klókir undir lokin," sagði Halldór sem var ánægður með frammistöðuna lengst af. "Eftir allt sem við lögðum í leikinn er þetta virkilega fúlt en þetta var klárlega okkar besti leikur eftir áramót. "Þótt við höfum tapað þessum leik verðum við að horfa á þetta björtum augum líka," sagði Halldór, en hvað var það sem fór úrskeiðis á þessum örlagaríka kafla um miðjan seinni hálfleik. "Við fengum tvær mínútur á okkur, Stephen (Nielsen) fór að verja í Valsmarkinu og við tókum ótímabær skot í sókninni. "Þetta gerðist mjög hratt og það fór einhvern veginn allt úrskeiðis. Við spiluðum leikinn frá okkur á þessum kafla sem var sárt á að horfa," sagði Halldór að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar karla með þriggja marka sigri, 31-28, á FH í Vodafone-höllinni í kvöld. Valsmenn eru nú með tveggja stiga forystu á Aftureldingu sem bar sigurorð af Akureyri í gær. FH var sterkari aðilinn framan af leik en Valsmenn tryggðu sér sigurinn með ótrúlegum 10 mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem þeir skoruðu áttu mörk gegn engu. FH-ingar byrjuðu leikinn betur gegn daufum Völsurum sem lék án Guðmundar Hólmars Helgasonar og Elvars Friðrikssonar sem meiddust í sigrinum á FH síðasta fimmtudag. Gestirnir úr Hafnarfirði spiluðu ágæta vörn og voru duglegir að keyra fram þegar þeir unnu boltann en FH-ingar skoruðu alls fimm mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. FH-ingar komust mest fjórum mörkum yfir, 4-8, en þá var Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, nóg boðið. Hann tók leikhlé og eftir það rönkuðu Valsmenn við sér. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 14-15, FH í vil. Valsmenn náðu að loks jafna metin í byrjun seinni hálfleiks, 16-16, en FH-ingar létu ekki slá sig út af laginu. Það rann æði á Ásbjörn Friðriksson - sem hafði sig lítt í frammi í fyrri hálfleik, allavega hvað markaskorun varðar - en hann skoraði fjögur mörk á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiks. Þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum kom Ásbjörn FH fjórum mörkum yfir, 18-22, og útlitið var gott fyrir Hafnfirðinga. En þá snerist leikurinn algjörlega á haus. Heimamenn lokuðu vörninni og Stephen Nielsen, sem hafði ekki varið skot í fyrri hálfleik, varði allt það sem kom á markið. Í sókninni fór Alexander Örn Júlíusson mikinn í fjarveru Guðmundar og Elvars en hann skoraði 10 mörk í kvöld og átti auk þess góðar sendingar á Kára Kristjánsson sem skilaði átta mörkum af línunni. Á tíu mínútna kafla skoruðu Valsmenn átta mörk gegn engu FH-inga og náðu fjögurra marka forystu, 26-22. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu á síðustu 10 mínútum leiksins, og náðu tvívegis að minnka muninn í eitt mark, en Valsmenn héldu út og unnu að lokum þriggja marka sigur, 31-28. Alexander og Kári stóðu upp úr í liði Vals, eins og áður sagði, og þá varði Stephen níu skot í seinni hálfleik sem reyndust afar dýrmæt þegar uppi var staðið. Magnús Óli Magnússon átti stórleik í liði FH og skoraði 11 mörk, eins og leiknum gegn Val á fimmtudaginn. Líkt og þá dugðu mörkin 11 þó skammt. Benedikt Reynir Kristinsson og Ásbjörn Friðriksson skoruðu báðir fimm mörk fyrir Hafnfirðinga.Alexander: Gott tækifæri fyrir mig Alexander Örn Júlíusson átti frábæran leik þegar Valur vann þriggja marka sigur á FH í kvöld. Alexander skoraði 10 mörk og átti auk þess nokkrar línusendingar sem skiluðu mörkum. Hann var að vonum sáttur eftir leikinn. "Það var virkilega sterkt að ná að snúa þessu í sigur eftir að hafa verið undir lengst af," sagði Alexander en FH-ingar leiddu mest allan leikinn eða allt þar til Valsmenn náðu mögnuðum 8-0 kafla um miðjan seinni hálfleik. "Við náðum þessum 10% sem vantaði upp á. Við vorum þéttari varnarlega og héldum áfram að spila okkar leik sóknarlega og síðan datt markvarslan inn," sagði Alexander en fann hann fyrir aukinni pressu að standa sig í ljósi þess að Guðmundur Hólmar Helgason og Elvar Friðriksson voru báðir frá vegna meiðsla í kvöld? "Já, það má kannski segja að það hafi verið meiri pressa á mér að standa mig. Tveir sterkir leikmenn duttu út en við náðum að fylla þeirra skörð. "Þetta var gott tækifæri fyrir mig til að sýna mig og sanna. Ég nýtti það ágætlega í kvöld." Valsmenn endurheimtu toppsætið Olís-deildarinnar með sigrinum í kvöld. Alexander segir Valsmenn ekki ætla gefa það eftir. "Við stefnum á að vera þar sem allra lengst," sagði 10-marka maðurinn að lokum.Halldór: Vorum mjög góðir í 50 mínútur Halldór Sigfússon, þjálfari FH, sagði slæman 10 mínútna kafla um miðbik seinni hálfleiks hafa orðið Hafnfirðingum að falli þegar liðið tapaði fyrir Val í Vodafone-höllinni í kvöld. "Ég er virkilega svekktur en mér fannst við vera mjög góðir í 50 mínútur. "Það kemur 10 mínútna kafli þar sem við erum mjög slakir og þeir komast inn í leikinn. Svo vorum við ekki nógu klókir undir lokin," sagði Halldór sem var ánægður með frammistöðuna lengst af. "Eftir allt sem við lögðum í leikinn er þetta virkilega fúlt en þetta var klárlega okkar besti leikur eftir áramót. "Þótt við höfum tapað þessum leik verðum við að horfa á þetta björtum augum líka," sagði Halldór, en hvað var það sem fór úrskeiðis á þessum örlagaríka kafla um miðjan seinni hálfleik. "Við fengum tvær mínútur á okkur, Stephen (Nielsen) fór að verja í Valsmarkinu og við tókum ótímabær skot í sókninni. "Þetta gerðist mjög hratt og það fór einhvern veginn allt úrskeiðis. Við spiluðum leikinn frá okkur á þessum kafla sem var sárt á að horfa," sagði Halldór að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti