Handbolti

Bikarmeistararnir mæta Íslandsmeisturunum í Höllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukar og ÍBV mættust í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili.
Haukar og ÍBV mættust í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Vísir/Vilhelm
Það var dregið í undanúrslit Coca Cola bikars karla og kvenna í handbolta í hádeginu en bikarúrslitahelgin fer fram í Laugardalshöllinni 26. til 28. mars.

Valur, Haukar og ÍBV eiga öll tvö lið á bikarúrslitahelginni en það fór þó ekki svo að sömu félög mættust hjá báðum kynjum.

Bikarmeistarar Hauka í karlaflokki drógust á móti Íslandsmeisturum ÍBV en í hinum leiknum mætast Valur og FH. Valur og FH hafa einmitt mæst tvisvar sinnum á stuttum tíma og eru því farin að þekkja hvort annað afar vel. Undanúrslitin hjá körlunum fara fram 27. febrúar.

Bikarmeistarar Vals í kvennaflokki drógust á móti Haukum en Valsliðið sló einmitt Haukaliðið út í undanúrslitunum í fyrra. ÍBV og Grótta, liðin í 1. og 4. sæti Olís-deildarinnar mætast í hinum leiknum. Undanúrslitin hjá konunum fara fram 26. febrúar.

Undanúrslit Coca Cola bikar karla

Valur - FH

ÍBV - Haukar

Undanúrslit Coca Cola bikar kvenna

Valur - Haukar

ÍBV - Grótta




Fleiri fréttir

Sjá meira


×